Meyjan: Að halda eða sleppa í ástinni?

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín!

Það er þér svo eðilslægt að halda þér vel á floti og fara í gegnum lífið án þess það sjáist á þér hvernig þér líður. Það er bara allt í góðu en þetta skapar þó nokkra öfund í kringum þig. „Ekki er ekki sparkað í hundshræ,“ las ég í einhverri bók, ef þú færð athugasemdir er það bara því þú ert æði.

Það er búið að vera þung orka í kringum þig þannig þú finnur ekki spennuna, þetta er í byrjun mánaðar og þú ert að fá mikilvægar fréttir í vikunni sem tengir 10. febrúar til 15. febrúar. Þessi tími er mikilvægur og þú þarft að muna eftir því sem þú ætlar að gera, og klára það bara.

Þú skalt hafa samband við þá sem þú hefur svolítið gleymt að tengja þig við því að hanga heima í „nothingness“ tómi einhvers konar hentar þér ekki núna. Hugmyndir og sköpunargáfa er að opnast meira fyrir þér og er upphaf á einhverju sem er skemmtilegt og gefur vellíðan… er það ekki það sem við öllu þráum – vellíðan?

Ég sé að verið er að rífast um þig í fjölskyldunni eða vinnu, einhver spenna í gangi. Vertu samt ekki að spá í það, málin munu leysast af sjálfu sér, sérstaklega ef þú hreyfir ekki við málum.

Persóna hefur samband við þig sem býr einhvers staðar langt í burtu, jafnvel erlendis, eða hefur verið þar. Hún kemur með eitthvað hefur mikla þýðingu fyrir þig og lífshlaup þitt.

Ef þú ert að skoða ástina veistu ekki alveg hvort þú vilt halda eða sleppa og verður að ákveða annað hvort. Það er merkilegt hvað gerist þegar þú tekur ákvörðunina, því guðsorkan býr í hjarta þínu, svo þú ræður.

Það er samt í eðli þínu að vaða eld og brennistein fyrir sambandið svo það gæti verið erfitt en láttu það samt ekki fara í skapið á þér því þá lemur slíkt bara á þér sjálfri.

Eftir þér verður tekið, tengt vinnu, skóla eða samtökum því þú stendur þig svo ofboðslega vel, en það er nú reyndar eðli þitt. Mörgum í meyjumerkinu verður boðin mjög góð staða en þá verður þú að hugsa: „Langar mig í þessa stöðu eða er það egóið mitt?“ Þetta gerist kannski ekki alveg strax en er í kortunum.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

Febrúarspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þetta reddast allt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þú ferð að taka eftir litlu hlutunum

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú hefur mjög góð spil á hendi þér

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú ert súperstjarna

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Leyfðu þér að hvílast

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Að halda eða sleppa í ástinni?

23. september til 22. október

Vogin: Þú nennir ekki að taka þátt í leiðindum

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Auðveldir hlutir gefa enga útkomu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert opinn fyrir lífinu

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú færð betri söðu en þú bjóst við

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur segulmagnað aðdráttarafl

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú verður eins og hamingjusamur hvolpur!

is_ISÍslenska