Fyrirlestrar, skemmtanir t.d. vinahópa/vinnustaða o.fl. (hámark 20 manns)
Húmor og Hamingja
45.000kr.
Lýsing
Umsögn frá Heilsuleikskólanum Árbæ eftir heimsókn Siggu Kling á starfsmannafund 14. janúar 2021
„Hún vakti hlátur og gleði í starfsmannahópunum, hún hvatti starfsfólk til núvitundar, vakti athygli starfsfólks á að hver og einn ber ábyrgð á eigin hamingju og líðan. Jafnframt þessu sýndi hún leikskólastarfinu virðingu og hvatti starfsfólk áfram til áframhaldandi góðra verka sem skilar sér aftur til barnanna í samheldnum starfsmannahópi sem sýnir börnunum umhyggju og hlýju. Umfram allt voru fyrirlestrarnir skemmtilegir og eins og stendur hér á undan þá vöktu þeir hlátur og gleði í starfsmannahópnum.“