Tilkynning
Tilkynning
Elsku hjartans fólk.
Stjörnuspáin er hætt.
Ég sit og spái og spekúlera í næsta skrefi og er opin fyrir því að allt geti gerst. Að eitthvað gott og skemmtilegt geti komið út úr þessu öllu saman. Hægt er að skoða tarotspilin á síðunni, dregið þrjú og stokkað aftur … eða fengið setningu dagsins því vefurinn siggakling.is verður áfram opinn. Eins og kær vinur minn sagði: „Sigga mín, þetta er komma en ekki punktur!“ Knús og kossar til þín,
kveðja Sigga Kling.
Trúðu á mátt þinn og megin
trúðu að sá máttur sé þinn eigin.
Vertu lífinu feginn
þá ratarðu rétta veginn.
Muna þakklætið og kærleikann krakkar
Dragðu þrjú tarot spil





















