Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.
Elsku Meyjan mín,

Þó að allt hafi ekki farið eins og þú bjóst við undanfarið, þá er núna viðsnúningur. Þú átt eftir að skipuleggja svo margt út í ystu æsar og vera í essinu þínu út af því, og enginn er betri í þeim gjörning en þú. Þú ert sérstaklega blessuð með fjölskyldu og vini og kannt svo sannarlega að meta það. En hugur þinn þráir alltaf eitthvað nýtt og framandiog að þú þurfir nauðsynlega að sjá og fá breytingar inn í líf þitt, en það er þér ekki alltaf fyrir bestu.

Þetta tímabil gefur þér hugmyndir og kraft og upphaf af nýjum hlutum sem gerast samt ekki fyrr en í haust. En maí gefur þér góða útkomu, sérstaklega ef þú ert í skóla eða ert að klára eitthvað verkefni sem þarf að drífa af.

Það gerist nefnilega allt á hárréttum tíma og þar er ég að tala um atvinnu, ástina og það sem skiptir mestu máli í lífinu. Það er ástæða fyrir öllu, því að allt hefur tilgang og þú verður bæði stolt af sjálfri þér í þessum mánuði og líka þeim sem hjarta þínu næstur eru.

Það eru margir litlir sigrar sem vinnast, og þessvegna tími fyrir þig til að vera glöð og sátt með þitt. Þú hefur þá tilfinningu að þú sért föst, en trúðu mér, það er ástæða fyrir því. Því að á þessum sex mánuðum sem eru framundan muntu fá nýja vinnu, ef þú ert að leita eftir því, eða fá stöðuhækkun þar sem þú ert stödd núna.

Þú hefur svolítið haldið aftur af þér í sambandi við ástina, ef þú ert að leita af henni, þetta má líka tengja þó þú hafir maka, því hugur þinn hefur verið dálítið daufur. Hugsaðu bara núna elsku Meyjan mín um að efla sjálfa þig. Því að þá munu tilfinningar þínar spretta út eins og fíflarnir á vorin, svo gefðu þér tíma til að tríta þig hvort sem þú hafir efni á því eður ein, þú finnur leið!

Þér hefur fundist að þú hafir verið að hreinsa heimilið þitt, henda hlutum eða breyta og með þessu skaparðu nýtt pláss fyrir þá orku sem að þú átt skilið. Þú virðist vera laus úr einhverjum fjötrum í lok maí og þá sérðu að sólin skín á þig eins mikið og þú vilt.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!