Meyja: Ekki drepa tímann

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku Meyjan mín, þú ert búin að vera svo skrambi dugleg og með sterkar skoðanir samt sem áður á öllu.

Láttu þær ekki hindra þig í neinu, ekki slást við neinn, þá mun þetta verða algerlega skothelt tímabil. Október gefur þér betri innsýn og yfirsýn á allt. Þú átt að horfa í spegilinn, talaðu við sjálfa þig og ráðlegðu sjálfri þér hvað þú átt að gera því þú veist réttu svörin og þarft ekki að leita neinna ráða hvað þau varðar.

Ef þú ert á vinnumarkaðnum er lagt á þig meira álag en hefur verið áður svo þú þarft að hafa skýr mörk. Þetta getur einnig tengst skólagöngu og þú ætlir þér of mikið á stuttum tíma. Gefðu þér tíma, því þú átt tímann, ekki drepa hann! Sterkur kraftur er í fjölskyldunni þinni, sigrar eða verðlaun og gæti þetta jafnvel átt við um þig og þú ert spennt að sjá hvað gerist.

Þér verður boðið að fara eitthvert með hóp eða í sambandi við það sem þú ert að aðhafast, getur verið tengt þessum fjölskyldumeðlim eða – meðlimum. Það sem gengur vel á þessu ári mun einnig ganga vel á næsta ári. Það sem er erfitt og ekki að ganga upp, hverju sem það er tengt, ef þú lokar því ekki lokast það á næsta ári.

Einblíndu á það sem þér finnst best og þér líður vel með því þá eru þér allir vegir færir. Ekki taka mikilvægar ákvarðanir 9. 18. eða 27. október heldur skaltu á þeim dögum gera sem minnst. Allir hinir dagarnir eru ákjósanlegri fyrir þig.

Þú verður að nenna ástinni og næra hana og gera eins mikið og þú getur til að gefa í þeirri deild … og vera viss um að þessi ást, gyðja eða goð, sé í raun og veru ætluð þér. Þá er einnig mjög mikilvægt að þessi persóna hafi það að bera að vera þægileg.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

Októberspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Lífið er að hrista þig til

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki vera of fljótfær

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert undir regnboganum

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Trúin flytur fjöll

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Röddin er söngur sálarinnar 

23. ágúst til 22. september

Meyja: Ekki drepa tímann

23. september til 22. október

Vog: Allt gengur upp á síðustu metrunum

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Þú flýgur hátt

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Lífið leysir allt fyrir þig

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Tilvera þín snýst 180° 

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Það þarf ekki allt að gerast strax

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Þú ert með fjarstýringuna