Steingeit: Tilvera þín snýst 180°
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku Steingeitin mín, einn daginn er allt 100% og lífið leikur við þig. Svo á örskammri stundu finnst þér þú vera að drukkna.
Það er sérkennileg orka í himingeimnum svo þú finnur ekki alveg hvernig þú leysir öll mál. Gerðu bara eitt í einu, ljúktu við eitt mál í einu. Því lífið gerist á hárréttum tíma og þú færð svo góðar fréttir sem breyta afstöðu þinni þegar líða tekur á mánuðinn og um er að ræða sérstaklega góða og sterka daga.
Fulla tunglið í hrútnum gefur svo mikinn ofurkraft og 17. október og 25. október finnur þú fyrir svo miklum létti og óskir þínar rætast hver af annarri. Þó þú sért jarðbundin og sterk ertu gædd svo ríku innsæi sem þú notar ekki eins oft og þú þyrftir að gera.
Þú átt til að setja kassann allt of stífan í kringum þig og ferð ekki út úr því boxi þó mikið hafi gerst á þessu ári, þú getur samt séð að þú ert á góðri leið. Þó komi einhver mínus og þú sjáir bara svart fram undan eða ekki eins og þú vildir hafa það snýst tilveran í 180°og það verður svo sannarlega blessun fyrir þig.
Upp úr 17. október eða frá og með 17. getur ekkert stöðvað þig því þú hefur ýmislegt til málanna að leggja, hvað svo sem býðst þér og þú þarft að segja nákvæmlega sem þér finnst því í því liggur sterkur lykill.
Í ástinni er hún eins góð og þú vilt hafa hana en það er töluvert vesen og vinna fram undan fyrir þá sem eru á lausu og það er best að bíða alveg róleg eftir að rétta manneskjan komi og banki á hjarta þitt en ekki leita eftir neinum og alls ekki eltast við neinn. Það eru ótal mörg tækifæri í kringum þig og þú munt velja það rétta.
Knús og kossar,
Sigga Kling
.Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.