
Steingeit: Þú nærð alltaf árangri
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku steingeitin mín!
Þú hefur verið að hugsa mikið um og spá mikið í hvað þú eigir að gera í þeirri aðstöðu sem þú ert í. Þú dásamar allt í kringum þig þó það sé kannski ekki allt svo dásamlegt.
Þetta er hins vegar gott trikk til að ná árangri og það er alveg hægt að segja ógrátandi að ef einhver nær árangri ert það þú. Þú hefur orku kamelljónsins að geta breytt þér eftir því hvar þú ert staðsett eða með hverjum.
Þú hefur orku pólitíkussins að geta sagt nokkurn veginn hvað sem er og við trúum þér. Núna ertu að ganga inn í tímabil þar sem þú þarft að taka afstöðu og það tengist fulla tunglinu sem verður í kringum 12. júlí.
Þetta er fulla tunglið ÞITT, það er í steingeitarmerkinu. Þetta er merkilegur tími því Júpíter í núna í krabbamerkinu og ekki hefur það gerst í 12 ár. Þetta tímabil er mikilvægt því þú þarft að taka stórar ákvarðanir: Hvað ætlar þú að gera í lífinu? Hvað heillar þig?
Þetta gæti tengst fólki í kringum þig, vinnunni eða hverju sem er. Þetta er hins vegar nefnt lukkutungl svo allar breytingar verða þér til góðs eða lukku. Svo ekki halda áfram í sama fari eða fari sem er ekki jafn skemmtilegt og það var.
Í þessum krafti geturðu orðið svaka pirruð, æst og litlir hlutir ergja þig sem er svo ólíkt þér. Gefðu eins mikið af þér og þú getur og hjálpaðu eins mörgum og þú hefur tök á. Því þegar þú gerir slíkt kemur það til baka til þín eins og glóandi hnöttur, gullið tækifæri.
Við því þarftu að segja já án þess að hugsa þig of mikið um. Þetta verður skot beint í mark og þú ert komin í úrslitin í lífinu!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!
Deila stjörnuspánni

Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.