Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku Steingeitin mín,

ef að aðstæður þínar eru ekki alveg eins og þú vilt hafa þær, þá eflistu bara í staðinn fyrir að beygja þig eins og margur myndi gera. Og þér finnst að þér hafi verið réttir miklir erfiðleikar sem bæði tengjast inn í þína sál og sálir þeirra sem eru nálægt þér.

Það einblína svo margir á hvað þú gerir og hvaða lausn þú hefur, þú ert svona eins og Salomon kóngur. Sagan um það þegar tvær konur komu til hans með eitt barn sem þær báðar sögðust, en þá sagði Salomon: ”Við skulum bara skera barnið í tvennt, nei hún má eiga barni” en þá vissi hann hver móðirin var. Þú finnur út réttlæti fyrir svo marga, þú vinnur leynt og ljóst að því að hjálpa fólki hvort sem að það er atvinna þín eða ekki.

Þig langar samt núna að stíga skrefinu lengra, þetta gæti mjög trúlega tengst fjármálum en þarna þarftu að vera hörð, sterk og einbeitt. En þá færðu þínu framgengt, jafnvel á allra síðustu mínútunum eða metrunum. En passaðu þig á að setja þig ekki í skuldastöðu eftir þetta því þá ertu komin aftur á sama stað.

Alveg sama hvað aðrir ráðleggja þér, ekki kaupa fasteignir, bíl eða hverskonar sem kostar mikla peninga, hægðu á hraðanum þínum í þessum málum. Það er mikið ríkidæmi í kringum þig núna og framundan, því að ekki allt tengist peningum, þó að þeir séu góðir líka.

Það er alveg sama hvaða erfiðleikar og hindranir þér eru settar, því þú lendir alltaf á fjórum fótum eins og kötturinn, og hefur níu líf þar að auki. Þetta gífurlega mikla tímabil sem þú ert búin að vera í síðustu tvö til þrjú árin eru búin að kenna þér meira heldur en öll ævi þín samanlögð. Þú vinnur svo vel úr þessu öllu saman og allir vilja hafa þig í vinnu eða með sér í leik eða starfi. Er hægt að óska sér meira?

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægar Steingeitur

Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.

David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.

Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.

Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.

Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27 desember 1969.

Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!