Þegar þú vaknar er þér boðið upp á nýtt líf

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Elsku fiskurinn minn, þvílíkt litrík birta, ofurkraftur og þessi endalausa seigla sem þú hefur kemur þér í mark, því þú stoppar ekki þó að einhver drullupollur sé fyrir framan þig, því það má heita að þú sért hættur að taka eftir því.

Aðalbreytingarnar á þínum högum á þessu merkilega tímabili er að þú elskar sjálfan þig betur og meira, setur sjálfan þig í fyrsta sæti eða að minnsta kosti framarlega. Þú verðleggur þig hærra hvort sem það er vinna eða önnur verkefni í lífinu. Og það er einmitt það sem við þurfum að skoða vel hversu mikils virði við erum, því við erum bara jafn mikils virði og við höldum sjálf, svo hækkaðu taxtann þinn.

Það kemur frekar oft fyrir að þú hafir áhyggjur af peningum og þú hafir þá persónu til að bera að bjarga alltaf öllu. Það er líka vegna þess að þú átt góðar innistæður hjá mörgu fólki sem vill gera allt fyrir þig.

Þér finnst þú vera að taka óþarfa áhættu, en þú þarft að skoða að ef engin er áhættan þá er varla mikið að gerast. Tímabilið frá 8 til 15 apríl er góður svakalega góður tími, þú sérð möguleika á velmegun úr fleiri áttum en einni, og peningar virðast nánast vaxa á trjám eða þú getur tekið þá uppúr götunni. Þú lítur líka betur út og leggur þig í líma við að skapa þinn karakter í þeirri mynd sem þú villt hafa karakterinn.

Í hvert skiptii sem þú vaknar þá er þér boðið upp á nýtt líf, svo horfðu á alla daga með því hugarfari að allt sé mögulegt. Það er skorað á þig að vera meira áberandi og jafnvel að vera meira aktífur á samfélagsmiðlum eða að taka þátt í atburðum sem leiða að sér athygli. Í þessu atriði einu er fjársjóður fólginn. 

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel  Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Juliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

Hér er apríl stjörnuspáin!

21. mars til 19. apríl

Fagnaðu áföngum

20. apríl til 20. maí

Gamlar hugsanir og erfiðleikar strokast út

21. maí til 20. júní

Leyfðu letinni að ná tökum á þér, það er sexý

21. júní til 22. júlí

Losaðu þig við pirringinn

23. júlí til 22. ágúst

Þú átt eftir að koma öllum á óvart

23. ágúst til 22. september

Þú tekur eftir hamingjunni núna

23. september til 22. október

Tími til að rísa upp úr öskustónni

23. október til 21. nóvember

Nú verður virkilega gaman

22. nóvember til 21. desember

Leyfðu þér að vaða út í óvissuna

22. desember til 19. janúar

Þú veist ekki hversu sterk þú ert

20. janúar til 18. febrúar

Teldu upp á 10 áður en þú segir nei

19. febrúar til 20. mars

Þegar þú vaknar er þér boðið upp á nýtt líf