Fiskar: Þú ert með fjarstýringuna
Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara inn í svo góða tíma, það blasa við þér opnar dyr varðandi allt sem þú vilt gera.
Þú verður af einlægni og krafti að vilja þessa góðu hluti og þá klárast þeir og þú kemur þér þangað. Þín andlega orka fer hækkandi og þér er send orka, bæði í draumum og vöku. Þá færðu svo sterkt á tilfinninguna hvað þú eigir að gera og það er eins og þú haldir á fjarstýringunni að lífinu þínu.
Þú skiptir að einhverju leyti um áhugamál og gæti reyndar verið búið að gerast en þróast svo sterkt núna. Það er líka svo yndislegt að sjá að þú hættir að skipta þér af öllu og því sem kemur þér ekkert við. Lífið heldur fram án þess þú stýrir því hjá þeim sem eru í kringum þig!
Það besta sem þér er gefið er vinnusemi. Þú ert frumkvöðull í eðli þínu og gerir því alltaf meira og framkvæmir meira en þú þarft, svo lærdómurinn er að skipta verkefnum á milli fólksins í kringum þig. Og treysta að þau verði leyst án þess að þú þurfir sjálfur að gera það.
Þó ekki allt gangi á þínum hraða (sem er náttúrulega ljóshraði) leyfðu bara öðrum að fljóta í kringum þig því þá gengur allt upp hjá þér. Samningar og stöðuhækkun eða staða breytist – þú velur eitthvað af þessu og það kemur ekki á óvart.
Þú fékkst hugmynd, sjáðu hvað orðið þýðir; falleg mynd í hugann þinn bjarta og þegar það gerist framkallar það mikla vellíðanartilfinningu. Allar þær ákvarðanir sem þú tekur mynda þannig mynd að nei þýðir að þú upplifir einhvers konar vanlíðan og það þýðir NEI, ekki segja já. Með já-inu líður þér vel með ákvarðanatökuna. Það er allt að mildast í kringum þig og þú kippir þér ekki upp við þó steinn sé í götu þinni eins og þú gerðir svo oft áður. Það var erfitt áður verður auðvelt núna, þú verður hissa á sjálfum þér og hvernig hlutirnir spilast.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægir Fiskar
Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.
Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.
Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.
Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.
Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.
Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.