Fiskar: Elskaðu eins og enginn sé morgundagurinn!

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku Fiskurinn minn, þú ert tilfinningaríkasta merkið ef að tilfinningar þínar væru rafmagn þá væri hægt að virkja allt Ísland. Þú elskar svo heitt og gefur alla þína þjónustu eins fallega og mögulegt er.

En þegar gengið er of hart að þér á hugur þinn það til að brotna. Þú vilt svo vel og ert svo fjölbreyttur og getur auðveldlega breytt um ham, en það fer bara eftir því hvern þú ert að umgangast.

Fiskarnir eru tveir saman og geta ráðið því hvort þeir séu hákarl eða gullfiskur.

Hjartað þitt er svo opið núna, allar rásirnar þínar eru viðkvæmar og opnar fyrir öllu áreiti og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að túlka þetta.

Orkan í veröldinni í kringum þig er að breytast og þú finnur svo sannarlega fyrir þeirri tíðni. Ef þú værir hlutlaus og værir að horfa á sjálfan þig þá er bara alls ekkert að hjá þér svo leyfðu þér að hlæja, gráta og elska eins og enginn sé morgundagurinn því þetta er tíminn.

Ef þú ert að spá í þinn frama hvernig svo sem þú skilgreinir hann þá er allt að gerast í þeim efnum þó að þú hafir enga hlutdeild í því. Þegar að þú sleppir þessum tökum og þessari stjórn sem þú vilt hafa á lífinu þá gera verndarenglarnir allt fyrir þig því að þeir vita hvaða hugsanir og óskir þú hefur borið fram síðan að þú fæddist.

Næstu 90 dagar gefa þér það sem þú hefur þráð en það er ekki víst að það geri þig hamingjusaman því það ert þú sem þarft að skapa hamingjuna hvern dag, byrja á því á morgnanna að þakka fyrir og kunna að meta það sem þú hefur og þar muntu sjá að það eru litlu hlutirnir sem skapa hamingjuna.

Þú blikar og lýsir eins og skærasta stjarnan og laðar þar af leiðandi að þér ástina, heiðarleikann og einlægnina.

Vertu jákvæður gagnvart ástarorkunni það er það eina sem virkar.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel  Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Juliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

Júlíspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Það verður rifist um þig!

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki fjárfesta í einhverri vitleysu!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert listrænn og sjarmerandi!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Þú ert að sigla í gegnum þitt besta ár!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú lendir alltaf á loppunum!

23. ágúst til 22. september

Meyja: Hafsjór af ást að flæða hjá þér!

23. september til 22. október

Vog: Þú ert að gera allt rétt!

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Vertu meira svona já týpa!

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástin er í loftinu!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Í þér býr vitringur!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Þú ert ekkert meðal ljón!

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Elskaðu eins og enginn sé morgundagurinn!