Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Elsku Fiskurinn minn,

það eru ótrúlegustu eldar í kringum þig, þú ert að reyna að slökkva þá alla og þér tekst það. Enda fylgir þér allur sá sjór eða vatn sem þig vantar, og þó að þér finnist þú alveg vera bugaður, sem er ömurlegt orð að segja, þá líður ekki nema stuttur tími og þá er allt önnur sviðsmynd.

Þú ert á svo hröðum kafla, svona eins og þú sért að synda undan hákarli, en þú hefur hraða og tækni fram yfir flest stjörnumerkin.

Maí gefur þér sterkt hlutverk, það færir þér líka lausn á vandamáli sem tengist annað hvort starfsemi eða einhverju mikilvægu, og þar að leiðandi einfaldast lífið þitt en verður samt sterkara.

Þú þarft að taka afstöðu í dálítið mörgum málum tengdum fólki, einhverskonar rifrildum og/eða veseni sem er ekki þér að kenna að neinu leyti. Þitt afskaplega fjöruga eðli sendir þér stórkostlegar hugmyndir á færibandi, þú talar hratt og hugsar hratt og fólk skal ekki gera þau mistök að vanmeta þig, því það eru sko stór mistök.

Þú hefur svo sterka framkomu og heillandi talanda,vert orðheppin og átt það jafnvel til að skreyta aðeins söguna líka, sem gerir þig enn skemmtilegri fyrir vikið. Manneskja í sterkri valdastöðu hjálpar þér án þess að þú biðjir um það, því þú ert svo vel tengdur og virkjar tengslanetið þitt á frábæran máta, svo hafðu ekki áhyggjur af neinu því þær eru hvort sem er til einskis nýtar.

Ef þú vilt að ástarmálin gangi betur þá þarftu að nýta þér orkuna núna þann áttunda maí á nýju tungli til að sjá þá manneskju fyrir þér sem þú vilt að gangi inn í lífið þitt. Hafðu hugsanirnar skýrar til að “manifesta” þetta. Einn vinur minn var skotinn í söngkonu sem hafði tekið þátt í Eurovision og hann magnaði upp tíðni á svona augnabliki sem er líka á nýju tungli áttunda maí. Og daginn eftir hitti hann konu sem hafði tekið þátt í Eurovision, en það var bara ekki sama konan. Svo treystu því að þú töfrir fram lífið sjálfur.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel  Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Juliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!