Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.
Elsku Krabbinn minn,

þú virðist vera að rekast á fólk úr fortíðinni sem þú hefur ekki séð lengi og það er eitthvað svo magnað flæði yfir þér, því að þú ert líka að finna fólk sem að verður í framtíðinni þinni.

Það eru svo magnaðir hlutir að gerast hjá þér andlega og þó að þú hafir verið svolítið skapstyggur undanfarið, þá er ástæðan í raun einföld til að komast út úr þeirri tilfinningu. Þessar persónur sem að hafa verið á lífsvegi þínum síðustu 10 daga eða næstu 30, og ég er náttúrulega ekki að tala um allt folk, heldur þessar einstöku sálir sem virðast raðast upp núna í kringum þig.

Allt fyrir framan þig virðist vera tengt karmanu þínu, svo gefðu því þeim sem eru næstir þér meiri tíma, þótt að þig langi að gera eitthvað allt annað við tímann þinn.

Þó að þú sért með skemmtilegri persónum, þá ertu með undirliggjandi stjórnsemi, er það er samt vegna þess að þú vilt bara að öllum líði vel, en það er ekki víst að allir skilji að þú meinar vel.

Notaðu bara þína dásamlegu einlægni og útskýrðu betur hlutina, því að einhverskonar misskilningur gæti verið aðal vandamálið í maí mánuði. Þess vegna þarft þú einfaldlega að höggva á þennan misskilning. Þetta gerir þú með því að tala við þá einstaklinga sem eru súrir út í þig, því að þetta er bara þeirra upplifun en ekki endilega eitthvað sem þú sagðir eða gerðir.

Þér finnst lífið ekki gerast nógu hratt, og ef þú værir Guð almáttugur væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi. En þar sem þú ert ekki Guð, þá skaltu bara slaka á og leyfa hlutunum að leysast. Ég hef kennt fólki þessa möntru; Þegar þú vaknar og sérð ekki fram úr því að leysa allt sem þú þarft að gera þann daginn, þá skaltu breiða út faðminn og biðja lífið um að leysa þennan dag fyrir þig, einfalt og virkar.

Knús og kossar.

Sigga Kling

Frægir Krabbar

Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.

Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.

Meryl Streep leikkona 22. júní 1949.

Pamela Anderson leikkona og fyrirsæta. 1. júlí 1967.

Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.

Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!