Krabbi: Trúin flytur fjöll

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku Krabbinn minn, þú yndislega lífvera sem geislar eins og ljósið hennar Yoko Ono sem staðsett er í Viðey.

Samt verðurðu að vita að þú getur ekki gert öllum til hæfis, ert svolítið búinn að halda á mörgum bökkum fullum af ýmiss konar fólki og annarra manna vandamálum. Þetta gerir það að verkum að þú tæmir þig gersamlega og sjáir ekki að þetta mikla ljós sem frá þér stafar – það lýsir fyrir þig!

Það er bara svoleiðis að þú færð ekkert þakklæti fyrir það sem þú ert að gefa af þér svo þakkaðu þér sjálfum, í hvert skipti sem þú gefur eitthvað stækkar sálin þín þannig gefðu skilyrðislaust af þér.

Það er ferðlag framundan, eitthvað sem skiptir miklu máli. Þú hittir einhvern eða eitthvað gerist sem breytir þér eða áformum þínum. Þetta er eitthvert ferðalag sem er langt eða stutt, annað hvort til útlanda eða Seyðisfjarðar, hvort þú ert að ferðast langan eða stuttan kafla skiptir ekki öllu máli. Leyfðu þér að hlakka til þess sem mun gerast án þess að gera of miklar væntingar því það verður svo gaman að koma þér á óvart! Í kringum 9. og 18. október er háspenna í hjarta þínu og huga.

Vinslit og uppgjör mun eiga sér stað og þetta er öllum fyrir bestu, svo hafðu ekki neinar áhyggjur af því. Hvítur, blár og rauður litur táknar í talnaspeki 33 sem er æðsta talan, sterkasta masterstala talnaspekinnar, svo ef þú ætlar að vernda þig fyrir einhverju eða einhverjum, ferð á merkilega fundi, að ganga í augun á einhverjum skaltu velja þér fatnað í einhverjum af þessum litum og þú finnur að það verndar þig.

Þetta eru náttúrulega íslensku fánalitirnir svo þú ert vel verndaður. Með þessari orku geturðu fengið allt sem þú girnist. Og lykillinn að því er að trúa og treysta, því trúin flytur fjöll.

Knús og kossar,

Sigga Kling

Frægir Krabbar

Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.

Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.

Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.

Pamela Anderson leikkona og fyrirsæta. 1. júlí 1967.

Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.

Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.

Októberspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Lífið er að hrista þig til

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki vera of fljótfær

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert undir regnboganum

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Trúin flytur fjöll

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Röddin er söngur sálarinnar 

23. ágúst til 22. september

Meyja: Ekki drepa tímann

23. september til 22. október

Vog: Allt gengur upp á síðustu metrunum

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Þú flýgur hátt

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Lífið leysir allt fyrir þig

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Tilvera þín snýst 180° 

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Það þarf ekki allt að gerast strax

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Þú ert með fjarstýringuna