Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

Vogin er frá 23. september til 22. október.
Elsku Vogin mín,

þú ert búin að bruna áfram eins og austurlanda hraðlestin og ganga frá svo mörgu að það er ótrúlegt. Röð óvenjulegra atvika hafa verið að myndast í líflínu þinni, þú þarft að nýta þér þinn kraft til að komast út úr þessum hring atburða. Og það gerirðu þannig að þú segir við sjálfa þig að þetta sé aukaatriði, skipti ekki máli eða ég ætla að henda þessu, því að orð eru álög.

Þú verður spennt yfir þessu sumri og miklar tengingar verða á þessu blessaða landi, ferðalög, heimboð og allt mögulegt sem verður svo dásamlegt. Þú skiptir alveg um gír upp úr miðjum maí, þú finnur akkúrat þá svo sannarlega hvað þú átt marga aðdáendur.

Fólk elskar þig svo mikið og þú færð staðfestingu um það, þó ég sjái ekki hvenær eða hvernig. Þetta gefur þér ofurkraft til að halda áfram og þú færð eldsneyti inn í alla þætti lífs þíns. Þú sleppir tökum á því að passa aðra eða einhvern annan og með því fellur allt í rétta röð.

Þú minnkar starfið þitt eða breytir því, en þetta getur verið tengt svo mörgu ekki endilega atvinnu. Ég sé það ekki alveg nákvæmlega, en vellíðan kemur í kjölfarið og það er það sem við öll viljum í raun hafa, hvort sem við erum forrík eða bláfátæk, skiptir engu.

Sumarið tengir þig Jörðinni og innra afli, en allur heimurinn er búinn til úr sama efni. Þú skilur lífið svo miklu betur og hendir út þráhyggju eða áráttu sem hefur eitthvað flækst fyrir þér.

Þú ert hinn sterki hermaður og leiðtogi, svo farðu mildum höndum um aðra, því þá verður farið mildum höndum um þig. Þú skapar án þess að skynja það að þú verður miðpunktur athygli og hafðu bara gaman af, því þú átt þessa athygli svo sannarlega skilið. Það eru mikilvægir dagar hjá þér 18– 20. maí því eitthvað merkilegt er að gerast í kringum þig þá, svo hafðu augun opin.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. oktober 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. oktober 1940.

Kim Kardashian veruleika stjarna og athafnarkona. 21. oktober 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. oktober 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. oktober 1971.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!