Vog: Þú ert með frábær spil á hendi

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, það er svaka mikill hraði í lífi þínu núna. Þú ert ekki viss hvaða ákvörðun þú þarft að taka í stórum málum eða smáum en að dveljast lengi í þessari tíðni getur haft slæm áhrif á húðina þína, hárið og allt mögulegt.

Eitthvað sé ég sem er að rugla þig í ríminu, þú vilt vera góð við þig og svo annan aðila sem á verulega bágt. Þarna þarftu að fórna þér eða leyfa þessari persónu að bjarga sér sjálf.

Það eru ýmsar eldingar í gangi en þetta er bara stutt tímabil og storminn lægir og sólin skín sérstaklega sterkt með og upp úr fulla tunglinu þann 17. september sem er risatungl og tungluppskera.

Þarna sérðu að þú hefur réttu spilin í hendi þér og alveg hreint frábær spil, þú selur eitthvað, lánar einhverjum eitthvað og skiptir töluvert oft um skoðun í kringum þann tíma og það má!

Andlega orkan þín opnast upp á gátt og þú upplifir ólýsanlega gleði í hjarta og sál. Það er best að fresta því ekki að rífa plásturinn af ef þú tekur þá ákvörðun að setja þig í fyrsta sætið.

Þeir sem eru frír og frjálsir í þessu frábæra merki þurfa ekki annað en að rétta upp litla fingur og opna hjartað … þá er ástin vís. Það sagði mér merkilega kona sem nú er látin, að þú ættir ímyndað að taka hjarta þitt í hönd og fleygja því eins langt og þú gætir og á meðan þú gerir það biður þú um að rétt manneskja grípi það. Þessi hvíti galdur virkar en þú verður að trúa honum.

Ekki er hægt að fullyrða að þú sért löt en letin er svo leiðinleg að fátæktin nær henni og það er þér sannarlega ekki ætlað. Ef enginn framkvæmir það sem þig vantar, gerðu það þá sjálf.

Þetta er sérkennilegur tími alveg til loka nóvember og allt virðist vera að gerast í einu, þetta verður ótrúleg bíómynd.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

Septemberspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert forystusauður

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki skipta um skoðun á korters fresti

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú fæddist til að skapa og skemmta þér

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Sterk öfl vaka yfir þér

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Ef öfundin væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn

23. ágúst til 22. september

Meyja: Útkoman lætur þér líða svo vel í hjartanu

23. september til 22. október

Vog: Þú ert með frábær spil á hendi

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Leyfðu kynorkunni að róa sig

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert snillingur í fjármálum

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Tími gleði og undrunar

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Þú þarft ekki að eltast við neitt

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Þú ert fullkominn eins og þú ert