Naut: Ekki vera of fljótfær
Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.
Elsku Nautið mitt, það eru erfiðir tímar búnir að vera og einhvers konar skerðing á andlegri eða líkamlegri líðan þinni. Svo þú þarft núna að hjálpa alheimsorkunni að hjálpa þér og þarft að hafa þá hugsun á hreinu að þú lætur ekkert stoppa þig og engan berja þig niður.
Þegar þetta er alveg smogið inn í hjartarótina þína flýgurðu í gegnum það myrkur sem er í kringum þig. Myrkrið tengist ekki þér, þú ert með allt í góðu en þetta myrkur er að trufla. Hafðu mikið ljós heima hjá þér, nýttu þér mátt móður jarðar. Þegar maður labbar berfættur út gefur móðir jörð þér rafkleyf efni (e. electrolytes) og það eru efni sem hreinsa og endurnýja líkama þinn.
Sólmyrkvinn sem átti sér stað 2. október mun hafa áhrif á öll merkin. Til 10. október verður mikill snúningur og miklar breytingar gætu orðið 4. október þegar þessi spá kemur út. Ef þú ert að lesa hana seinna ætti eitthvað að hafa gerst! 17, október er mjög merkilegur varðandi tengslanet, vinnu, og skóla.
Fókusinn þarf að vera alveg á hreinu því lífið og verkefnin fara þangað sem fókusinn fer. Ekki horfa á það erfiða í lífi þínu því 80% af heilanum sogar í sig það neikvæða frekar en hið jákvæða. En þú stjórnar heilanum með sálinni sem ég segi að tengist hjartastöðinni þinni.
Ekki taka skyndiákvarðandir í ástarmálum, það endar ekki vel! Þú skalt bíða alveg rólegur nautið mitt því að þú sérð betur þegar fram í sækir að það er best að vera ekki of fljótfær. Fyrirgefningin er sterkust til að aflað þér þess sem þig vantar og þú þarft að fyrirgefa þeim sem hafa gert eitthvað á þinn hlut eða jafnvel fyrirgefa sjálfum þér ef þú misstigið þig í tilverunni.
Þetta er tíminn sem „peningar munu vaxa á trjánum“ og já, þú þarft að taka eitt til tvö skref til að tína peningana, það er ekki víst þeir komi inn um lúguna. Framkvæmdu það sem er sterkast í huga þínum fyrst á morgnana eða seint á kvöldin.
Það er verið að senda þér svörun af svo miklum krafti við spurningunni um hvernig þú farir að því að hafa allt á hreinu og þora að taka áhættu, allavega af einhverju tagi. Október er litríkur mánuður og afl hans er mikið. Svo andaðu að þér súrefninu (það er frítt) og þú munt að sjá að þú ert aðalleikarinn í þessari bíómynd.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Fræg Naut
David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.
Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.
George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.
Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.
Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.