Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt!

Þú ert svo sérstakur einstaklingur. Þú myndir ganga út í dauðann fyrir þá sem þú elskar og fórnar öllu fyrir þína. Öll þessi góðsemi sem stundum getur brennt þig kemst margfalt til skila með ótrúlegum, litlum kraftaverkum sem verið er að senda þér.

Fyrst koma lítil kraftaverk og þegar þú skilur að verið er að senda þér það sem þú þarfnast skiptist það í stærri og stærri gjafir í kjölfarið og svo sannarlega áttu þær skilið.

Allt sem tengist veikindum eða huglægum erfiðleikum er vegna álags. Öll veikindi hefjast í huganum, stress verða að bólgum og geta breyst í alls kyns vesen í líkama þínum.

Um leið og þú sérð þetta muntu læra að þú getur gert miklu meira í málunum en þú hefðir þorað að vona. Þú getur breytt þessu á styttri tíma en þig grunaði, þarft bara að kalla til þín góða heilsu og opna hjarta þitt.

Þú átt inni svo mikið og gott frá fröken karma í lífinu og átt að trúa því og treysta – það er lykilinn. Þú getur verið fjandanum þrjóskari og átt erfitt að gefa eftir. Einnig að biðjast afsökunar … það er ekki alveg þín deild!

Þú þarft að kunna að brjóta odd af oflæti þínu og láta egóið ekki skemma fyrir þér. Annars er þetta frábær tími sem þú ert að fara inn í. Þú átt eftir að brjóta svo margt upp í lífi þínu, samt bara eitt í einu því vaninn leiðir þig oft í að ganga sama hringinn með sömu hugsunina.

Þegar þú skynjar að þú getur komist út úr þessum hring verðurðu aðeins kærulausari. Þú átt nefnilega til að vera svo ábyrgt og allt eigi að vera svo passíft og fullkomið. Það leiðir hins vegar einungis til þess að þú færð ekki það út úr lífinu sem þú óskar.

Núna er tími til að brjóta niður veggi og gera hluti sem þér hefði aldrei dottið í hug. Yndislegir mánuðir eru fram undan. Öll hræðsla sem þú finnur fyrir er ímyndun og það tekur þig alltaf nokkrar klukkustundir eða daga að henda því frá þér.

Fimm daga reglan er líka mikilvæg – þegar þú sérð allt svart mundu að eftir fimm daga verður allt breytt.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Fb messenger
X (Twitter)

Fræg Naut

David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.

Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.

George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.

Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.

Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín