Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.
Elsku Nautið mitt,

eftir að hafa verið í mikilli hringiðu og að lenda í erfiðum aðstæðum, þá get ég kannski ekki alveg sagt að þú sért komin á beinu brautina, en ég get sagt að þú sért komin á bestu brautina.

Þú ert að fara inn í tveggja mánaða tímabil sem verður svipað og að vera að heimsækja flottasta tívolí í heimi. Það sem skiptir mestu máli er að þú hafir nennuna til og að þú gerir meira en þú þarft og sért líka með opið hjarta fyrir allskonar fólki.

Þessi skemmtilegi rússíbani færir þér ástina, ef þú hefur einhvern áhuga á henni,en gefðu samt meira færi á þér. Opnaðu kannski fyrir einhverja manneskju sem er ekki endilega þín týpa. því að það hefur ekki alltaf reynst þér nógu vel fyrir þig að einblína á “þínar týpur”.

Fyrir ykkur sem eru ánægð með stöðu ykkar, hvort sem þið eruð á lausu eða með einhvern dásamlegan maka þá, verður þetta ferðalag ástarævintýri. Þú þarft ekkert að berjast áfram, það gerir lífið ekki auðveldara heldur skaltu blessa aðstæðurnar sem þú ert í. Þær eru miklu betri en fyrir þremur mánuðum, en stundum gleymum við að þakka fyrir gjafirnar sem við fáum frá Alheiminum og þá er ekki víst að hann sendi þér fleiri, Svo þakklæti fyrir lífið og þetta leikrit sem í kringum þig er það sem skiptir máli, því þú ert nefnilega leikstjórinn og þú ræður miklu meiru en þú heldur.

Skrifaðu niður hvað þig langar að hafa í lífinu næstu sjö daga í einu, og ég tek það fram að þegar þú skrifar niður á blað það sem þú vilt töfra fram þá festist það inn í öllum frumunum þínum og í öllum frumum Alheimsins líka. Við eigum það nefnilega til að gera lista í sambandi við allt lífið, eða “bucket lista” eins og þeir segja. En ég vil sýna þér að á þessum magnaða tíma sem er þinn besti, að þú getur svo auðveldlega fengið til þín ótrúlegustu hluti.

Knús og kossar.

Sigga Kling

Fræg Naut

David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.

Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.

George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.

Nanna söngkona, lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.

Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!