Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.
Elsku Tvíburinn minn,

þér finnst þetta líf oft svo flókið, og ég get jafnvel sagt að þú getur verið heimsmeistari í að flækja það. Þú getur á nokkrum mínútum talað þig niður og ekkert séð nema svart. Þetta er vegna þess að þú ert með listamannseðli og kannski of fljótur að hugsa ef það er hægt.

Þú skalt passa þig á að lenda ekki í stóru rifrildi eða rifrildum út af litlu sem engu, því að þetta sumar er rétt að byrja og þú ert svoddan sumarmanneskja.

Ekkert fær þig stoppaðann ef bara þú grípur í flæðið og persónurnar sem eru í kringum þig. Og að þú notir hrós, hvort sem manneskjan þarf á því að halda eða ekki, því þannig hjálpar þú til að gera heiminn að betri stað.

Ef þú ert að leita þér að vinnu eða vilt breyta til, þá er tíminn núna til að opna augun, og þú færð tilboð sem þú ættir ekki að hafna. Það eina sem þú þarft að hugsa um er að demba þér í að gera það sem þér finnst skemmtilegt, því að þá eykst sú orka eins og snjóbolti sem gæti orðið að hamingjusömu snjóflóði.

Það er margt fólk sem tengist inn í það sem ég er að tala um, og þér líður best þegar þú hefur mikið að gera. En hins vegar hentar þér ekki alveg að vinna frá átta til fimm vinnudaga. Svo passaðu þig á því að þú stjórnir meira tíma þínum, því að þú átt þennan tíma.

En jafnvel þó að þú lifir slíku “hefðbundnu” lífi, þá upplifir þú tíma mikilla breytinga með reglubundnu millibili, eins og til dæmis þegar þú skiptir skyndilega um vinnu eða maka, en þessar ofurbreytingar verða þér alltaf til góðs. Taktu lífinu fagnandi, hvort sem þér finnist allt vera á niðurleið eða ekki, því það endar alltaf með því verða þér til bænar og blessunar.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Tvíburar

Anita Briem leikkona. 29. maí 1982.

Clint Eastwood leikari og framleiðandi. 31. maí 1930.

Johnny Depp leikari og tónlistarmaður. 9. júní 1963.

Nicole Kidman leikkona og Ambassador fyrir UNICEF. 20. júní 1967.

Priscilla Presley leikkona. 24. maí 1945.

Tom Holland leikari. 1. júní 1996.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!