Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tvíburinn minn!

Það er sko alveg hægt að segja að lífið hafi verið út og suður á síðustu vikum. Þú ert búinn að að vera að keyra þig áfram og veist ekki alveg hvaða leið þú ert að fara.

Þó sumarið sé þinn tími get ég líka sagt að sá tími sé búinn með þeirri vitleysu sem hefur ríkt. Nýr kafli hófst nefnilega hjá þér þann 1. júlí og frá því tímabili ferðu að finna að þú hefur réttu tökin á því sem þú ert búinn að vera að stússast í.

Þú færð betri yfirsýn og fullvissu um að allt muni ganga eins og í sögu héðan í frá. Þú þarft líka að vita að sögur þurfa að vera spennandi og eitthvað þarf að læra af þeim … ekki síst að maður vilji lesa söguna!

Í því sambandi er ég ekki að segja að allt verði slétt og fellt og þú þurfir ekki að taka á honum stóra þínum heldur er ég að segja að fram undan sé skemmtilegur kafli með alls konar ívafi sem spinnst inn í lífssöguna þína.

Það verður sem sagt í frásögur færandi þegar þú vilt segja frá einhverju skemmtilegu. Það eru gerðar miklar kröfur til þín og of mikils af þér ætlast. Þetta kann að vera stressvaldur en ef þú hugsar hvorki um gær- né morgundaginn verður þetta allt í lagi.

Það veldur þér nefnilega þreytu að hugsa fram í tímann og þunga að hugsa aftur í tímann. Þú ert núna á því tímabili að þér líður vel, þá skemmtirðu þér og leysir gáturnar; færð fólk í kringum þig í lið með þér.

Góður leiðtogi þarf að vita að hann á ekki að ana á undan heldur vera með fólkið í kringum sig svo það komi með manni. Þetta verður frábært tímabil hjá þér!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Tvíburar

Anita Briem leikkona. 29. maí 1982.

Clint Eastwood leikari og framleiðandi. 31. maí 1930.

Johnny Depp leikari og tónlistarmaður. 9. júní 1963.

Nicole Kidman leikkona og Ambassador fyrir UNICEF. 20. júní 1967.

Priscilla Presley leikkona. 24. maí 1945.

Tom Holland leikari. 1. júní 1996.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín