Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.

Elsku Hrúturinn minn,

þér finnst eins og þú sért í ólgusjó og að þú vitir ekki einu sinni hvort þú komist að landi. Þú þarft bara að muna að þín orka og hugsun er sú, að þú græjar allt sem þarf að græja. Stressið og vesenið er svolítið út af því að þú ert búinn að vera á síðustu stundu með svo mörg verkefni. Og akkúrat þá byrjar hugurinn að senda þér vitlaus skilaboð, eins og: “Þetta mun ekki ganga”, eða “það verður bara meira vesen”, en það er alls ekki satt eða rétt.

Maí mánuður er mánuður uppskeru og hreinsunar og það er eins og þú hljótir einhver verðlaun eða svo fagurt umtal að það nær hjarta þínu. Þó að þú sért skapsterkur, þá er eins og þú hafir miklu meiri stjórn á öllu sem tengist því. Það er eins og það hafi komið extra þolinmæði inn hjá þér og með því algjörlega tvöfaldur kraftur.

Ný tækifæri og áskoranir birtast þér og þá sérstaklega frá áttunda til 12. maí. Allur þessi gjörningur sem er í kringum þig fær þig bara til að slaka á og að vera alveg sama um þá sem eru ekki sammála þér á þessum tíma.

Þú stólar bara á sjálfan þig, því ef þú heldur að einhver annar hjálpi þér, geri fyrir þig hlutina eða auðveldi þér lífið þá, þá skaltu spyrja þig að því hvort það sé ekki bara undir þér sjálfum komið hvernig þessi verkefni leysast.

Núna á næstu vikum kemur inn í líf þitt óvæntur aðili sem breytir svo mörgu. Og þegar þú býst ekki við því að líf þitt gæti orðið skrautlegra, þá kemur ótrúleg beygja og þú skiptir um skoðun á mörgu.

Það er verið að slást um þig vinnulega, félagslega og tilfinningalega séð. Þú reynir að halda öllum góðum, þó að það verði einhver leiðindi út frá því. Þetta er vegna þess að þú getur ekki uppfyllt óskir og þrár allra, en taktu það þá alls ekki of nærri þér og mundu fimm daga regluna. En fimm daga reglan er sú að þegar að lífið virðist vera að fara til fjandans og engin lausn í sjónmáli, þá veistu að eftir aðeins fimm daga þá sérðu hlutina allt öðruvísi, og að flest af því sem þú hafðir áhyggjur af hefur nú þegar verið leyst.

Þú hefur sterka útgeislun og laðar að þér hitt kynið, en haltu frekar í það sem skiptir máli og ekki leika þér að eldinum, því þá geturðu brennt þig. Ef þú værir að keppa í Eurovision þá myndirðu örugglega fá 12 stig.

Lífið þitt er ástarævintýri!

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Hrútar

Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.

Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.

Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.

Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.

Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974. 

Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!