Hrútur: Lífið er að hrista þig til
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl.
Elsku Hrúturinn minn, Þetta er svo sannarlega þinn tími að breyta lífi þínu og bæta það svo um munar.
Fullt tungl í hrútsmerki er þann 17. október. Á þessum tíma eru miklir möguleikar á nýju sambandi í ástinni og líka mikil spenna, sú spenna gæti reyndar brotið einhver sambönd sem standa tæpt.
Þú þarft að vera alveg á tánum þennan mánuð og vera athugull varðandi allt í kringum þig. Passa þarftu sérstaklega að gleyma ekki hvað þú átt að gera, þú þarft að verða skipulagðrari en þú ert vanur að vera. Þó margir hrútar séu skipulagðir er núna tíminn til að tvöfalda það.
Lífið er hrista þig til og þú finnur að þú ræður ekki nákvæmlega því sem kemur til með að gerast. Vertu opinn, því þó hindranir séu víða er það bara til að byggja stærri brautir, beina þér á þær brautir sem þú hefur óskað þér í raun og veru.
Í byrjun mánaðar 2. október var sólmyrkvi og nýtt tungl, svo að byrjun þessa mánaðar getur verið stressandi og þú skilur ekki hvers vegna þér líður svona misjafnlega þó allt gangi vel. Akkúrat þess vegna þarftu að vera upptekinn við að gera eitthvað sem dreifir huganum í október því hugsanir eru það eina sem getur þrengt að tilfinningum þínum.
Þetta er svo sannalega þinn mánuður og sterkasta tímabilið þitt á þessu ári. Sú orka mun fylgja þér í næsta 60-70 daga og það er alveg víst að þú munt nota þessi tækifæri til að efla fjölskylduna og ástina. Þetta er frjósemistími á alla kanta, svo njóttu þess að vera sterkastur!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægir Hrútar
Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.
Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.
Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.
Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.
Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974.
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.