Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.
Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert alltaf að koma öðrum og sjálfum þér á óvart. Þú ert svo margslunginn og svo mikil persóna þó þú deilir því ekki endilega með öðrum. En allir hafa einhverja skoðun á þér og það er bara út af því að þú ert svolítið öðruvísi sem þýðir einfaldlega að vera einstakur.

Þú ert að laða að þér nýja hluti og nýja orku, en þú ert líka að fæla frá þér þá sem eiga ekki skilið að vera í lífinu þínu. En svo ertu líka að vinna svo mikið í æskunni þinni, að skoða svo marga hluti sem hafa gerst og að skilja þá betur. Það er góð úrvinnsla í gangi og þér finnst þú komir svo sterkur út úr þessu öllu saman.

Það er nýbúið að vera Sporðdrekatungl, sem náttúrulega þitt tungl, en það var þann 23. aprílo. Og þar sem að Venus tengist bæði inn í Nautið og Sporðdrekann, þá eru ástareldur og ástríða tákn þessa mánaðar.

Ríkjandi pláneta þín er samt Plútó sem er svo dularfull pláneta og hún er konungurinn, þó að hún sé ein minnsta pláneta í sólkerfinu. Það eru sumir sem halda að þú getir ekki þetta eða getir ekki hitt, en núna kemur í ljós hvert afl þitt er, því þú ert kóngurinn eða drottningin.

Þú þarft að grípa hugrekkið þitt, alveg sama hvaða takmarki þú vilt ná, því að þessi tími leiðir þig til sigurs. Og þó að eitthvað eða einhver hverfi frá þér, sem gæti verið nauðsynlegt, þá að þótt þú hræðist breytingar er tíminn núna til þess að þora. Því að ekkert verður ómögulegt fyrir þig, en það eina sem gæti drepið þig er sjálfsvorkunn.

Það er jafnslæmt að vorkenna öðrum og að vorkenna sjálfum sér, en þú ert svo góður sálfræðingur fyrir alla í kringum þig og ef þú bara notar sömu taktík á sjálfan þig og þú notar á aðra, þá opnast himnarnir fyrir þér.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Sporðdrekar

Aron Can leikari, Hip hop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.

Björk Guðmundsdóttir er íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.

Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.

Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.

“Prettyboitjokkó” fullu nafni Patrik Snær Atlason poppstjarna. 2 nóvember 1994.

Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!