Sporðdreki: Stattu við loforðin þín

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku Sporðdrekinn minn, töluvert fjör og mikið havarí hefur ríkt í kringum þig síðastliðinn mánuð og þú finnur að þú ert að efla sjálfan þig. Öll skynfæri eru á fullu, þú finnur meiri lykt, skynjar orku miklu betur í kringum þig og þú sérð líka að þú getur haldið svo fast utan um lífið. Þú gerir meira fyrir þig en þú ert vanur að gera. Þó þú vitir að peningarnir komi ekki í lottóinu fyrir flesta skaltu leyfa þér bara að lifa núna, hitt reddast seinna.

Ef þú ferð út í einhvers konar viðskipti eða ert að gera eitthvað merkilegt sem allir taka eftir mun allt slíkt margfaldast. Þú hefur átt til að loka þig af og grafa höfuðið í sandinn en nú virðist enginn möguleiki á því þannig þú flýgur fjöllunum hærra og þess vegna verður eftir þér tekið. Eitt mjög mikilvægt hér: Ef þú hefur lofað einhverju skaltu standa við það. Dagarnir 22. og 26. desember eru dagar sem þú þarft að skipuleggja vel og láta engan toga þig út í vitleysu. Smá stress virðist einkenna og vera í kringum ástarmálin svo þú þarft að vera til staðar og uppbyggjandi fyrir maka þinn, meira en venjulega. Ef þú ert að leita að ástinni þarftu ekki að leita að henni. Ekki efast um hana því ástin efast ekki um þig.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Sporðdrekahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Sporðdrekar

Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.

Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.

Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.

Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.

„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.

Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.

Jólaspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Skipuleggðu þig eins og þú sért fyrirtæki

20. apríl til 20. maí

Naut: Ef þú ert tilbúið í ástina er ástin tilbúin fyrir þig

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert snillingur að redda þér!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Ekki samþykkja nokkurn sakapaðan hlut

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú ert í himnaríki

23. ágúst til 22. september

Meyja: Enga vorkunn!

23. september til 22. október

Vog: Ævintýri eru að gerast

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Stattu við loforðin þín

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú hefur svo mikið innsæi

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Sterk sigling í gegnum desembermánuð

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Fjársjóður bíður þín

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Notaðu stjórnsemina til að stoppa þig af