Sporðdreki: Þú flýgur hátt

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku Sporðdrekinn minn, það virðist vera sem þú sért að breytast í fiðrildi því það eru svo sterk sérkennileg og merkileg tákn í kringum þig.

Láttu þér fátt um finnast þó allir séu ekki endilega sammála þér og vilja að þú gerir eitthvað öðruvísi en þú ert að gera. Þú ert á réttri braut og ert að breiða út vængina og þú munt fljúga hátt.

Það er eins og þú sért í keppni og þó það sé hindrunarhlaup kemurðu sem sigurvegari út úr því og færð bikarinn, þreyttur og slappur og marinn og ýmislegt annað en það er bara það sem kallast lífið og það er alls konar. Í eðlinu ertu svo ástríðufullur og getur stundum verið svolítið óþekkur en það skreytir bara lífið svo þú öðlast meiri trú á þér og það er það sem gildir.

Þú þarft að vera örlátur á tímann þinn og þó verkefni hlaðist upp áttu ekki að segja „nei” heldur bara „já ekkert mál” við einhverju sérstöku sem þú vilt ekki gera. Það mun leiða þig á svo sterka braut og gefa þér nýja sýn.

Þú mátt deila hugmyndum þínum með öðrum og hlusta á annarra hugmyndir því þú eflir annað fólk. Í þér býr svo góð stuðningstýpa því þú ert góður í að hlusta og er það einn af þínum bestu eiginleikum. Eina sem fer þér ekki vel er að draga þig í hlé en það er ekki í boði.

Þetta er góður tími fyrir þá sem elska að vera ástfangnir, kíkja á ástina því þú laðar að þér, þú hefur einhvern X factor og þess vegna skaltu taka áhættu í ástinni ef þú vilt!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægir Sporðdrekar

Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.

Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.

Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.

Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.

„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.

Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.

Októberspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Lífið er að hrista þig til

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki vera of fljótfær

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert undir regnboganum

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Trúin flytur fjöll

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Röddin er söngur sálarinnar 

23. ágúst til 22. september

Meyja: Ekki drepa tímann

23. september til 22. október

Vog: Allt gengur upp á síðustu metrunum

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Þú flýgur hátt

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Lífið leysir allt fyrir þig

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Tilvera þín snýst 180° 

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Það þarf ekki allt að gerast strax

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Þú ert með fjarstýringuna