Bogmaður: Þú hefur svo mikið innsæi

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku Bogmaðurinn minn!

Það er mikil spenna yfir þeim tíma sem þú ert að fara inn í. Þú þrífst miklu betur á spennu en þú gerir þér grein fyrir. Þegar þú ert á tánum við verkefni eða hvað sem er, er það töfrum líkast. Þér fer engan veginn að slaka of mikið á og hafa of lítið að gera. Fyrstu 15 dagarnir í þessum mánuði einkennast af frekar óvenjulegum hlutum. Þér finnst eins og það gangi ekki upp sem þú hefur ákveðið að gera en fram í miðjan janúar er eins og kraftaverk hafi gerst og þú uppskerð svo miklu meira en þú bjóst við. Vertu því ekkert kvíðinn því það tekur því ekki.

Eitthvað rifrildi gæti átt sér stað í sambandi við breytingar á högum hjá þér og í ljós kemur að þú hafðir rétt fyrir þér. Sýndu þessu bara þolinmæði því innst inni veistu að þetta fer vel því  hefur svo mikið innsýni (innsæi).

Draumar þínir verða skrýtnir og það er mikilvægt að áður en þú ferð að sofa að skrifa við hverju viltu fá svar í draumnum. Þú þarft líka að senda það út að þú munir muna drauminn. Í þessu má ekki vakna við vekjaraklukku því hún ruglar alla undirmeðvitund. Þetta eru mikilvæg skilaboð, verið að virkja hæfileika þína og einbeitingu og svo margt því tengdu.

Þetta er eitthvað sem þú færð að vita seinna því nú er ekki rétti tíminn, þá færðu að vita hvers vegna en þú munt skynja þetta mjög sterkt.

Ég sé líka breytingar varðandi sjálfsaga hjá þér. Þú ætlar að setja þér markmið, eitthvað á að vera nákvæmlega svona, hvað sem það er; hættir að drekka kaffi, hlaupa, borða grænmeti, eitthvað sem kemur mjög sterkt til þín og þegar þú ákveður eitthvað muntu standa við það. Ekki gera samt allt í einu. Vertu svolítið prúður við sjálfan þig.

Þú þarft að taka betur eftir fólki í kringum því þú áttar þig ekki beint á því. Fólk er að góna á þig aðdáunaraugum. Það eru svo margir sem vilja fá pínu bita af þér svo hafðu augun opin og vertu eins góður og þú getur við alla þá sem mæta þér næsta mánuðinn (í það minnsta).

Þú notar rökhyggju í ástinni, það þarf að vera persóna sem passar inn í lífsmyndina þína svo margir bogmenn ættu að tengja við það að einnar nætur gaman er ekki þeirra kaffibolli. 

Knús og kossar,
Sigga Kling

Bogmannshálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

Jólaspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Skipuleggðu þig eins og þú sért fyrirtæki

20. apríl til 20. maí

Naut: Ef þú ert tilbúið í ástina er ástin tilbúin fyrir þig

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert snillingur að redda þér!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Ekki samþykkja nokkurn sakapaðan hlut

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú ert í himnaríki

23. ágúst til 22. september

Meyja: Enga vorkunn!

23. september til 22. október

Vog: Ævintýri eru að gerast

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Stattu við loforðin þín

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú hefur svo mikið innsæi

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Sterk sigling í gegnum desembermánuð

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Fjársjóður bíður þín

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Notaðu stjórnsemina til að stoppa þig af