Bogmaður: Lífið leysir allt fyrir þig
Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.
Elsku Bogmaðurinn minn, það vilja allir með þér vinna og vera með þér þegar allt gengur súpervel.
Þú sérð það betur þegar þig vantar aðstoð í raun hvejrir eru raunverulegir vinir þínir. Þú átt góða vini sem munu sigla með þér alveg sama hvað gerist. Þú sérð bæði og finnur að það hafa átt sér stað miklar breytingar á þér, þú lítur betur út og allt annar andi er yfir sjálfinu eða sjálfum þér.
Þú gerir svo margt öðruvísi en áður. Þú tekur áhættu þó með því að bjóða breytingar velkomnar, aðlaga þig að hlutum sem þú bjóst ekki við þú myndir gera og þér er að bjóðast nýtt hlutverk í bíómyndinni „Lífið“. Og það fylgir þér einhver einhver ólýsanleg heppni, hefur alltaf verið og mun alltaf vera.
Hversu blessaður þú ert bogmaður! Þú munt njóta lífsins til hins ítrasta og þegar líður á mánuðinn, og þú munt vekja athygli og aðdáun fólks, út af hverju veit ég ekki en sé og finn að fólk er að sjá þig sem fyrirmynd.
Ástarmálin: Trygglyndi er fyrst og fremst aðalatriðið. Þeir sem eru búnir að finna maka sinn eru algerlega á réttri leið en hjá einhleypum sem líta í kringum sig er ástarævintýri á döfinni. Venus að skjóta örvum sínum til þín og þú dettur í lukkupottinn! Hugur þinn er skarpur og skýr og þú lætur skoðanir skilmerkilega í ljós.
Sumum kann að þykja þú ókurteis en það eru bara þeir sem eru hræddir við sannleikann. Sú tilvera sem þú elskar snýst um að hafa gott jafnvægi því það tengir þig betur fjölskyldunni og vinum. Það er í raun ekki eitt atriði sem þú þarft að hafa áhyggjur af því lífið mun leysa þetta allt fyrir þig.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægir Bogmenn
Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.
Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.
Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.
Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.
Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.
Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.