Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.
Elsku Bogmaðurinn minn,

einhvern veginn var þér gefið mikið viðskiptavit og ef eitthvað lokast þá ertu kominn með eitthvað nýtt í hendurnar, því þú gefst aldrei upp. Þú stendur alltaf teinréttur þó margir myndu brotna undan álíka álagi og þú stendur undir.

Þú ert líka númer eitt, tvö og þrjú fjölskyldumanneskja, en það er svo mikilvægt að þú hafir frelsi en ekki að vera njörvaður niður og þér skipað fyrir. Það er eitur í þínum beinum, svo þú þarft að gera samninga og að semja um hvernig þú vilt hafa líf þitt, hvort sem það er tengt maka eða bara öllu sem skiptir máli.

Þú ert svo góður og vitur í öllu sem tengist samningum. Ef að það er verið að ýta eitthvað við þér, gæti tengst lögfræðimáli eða öðru óréttlæti í kringum þig, þá munt þú finna út eins og topp lögfræðingur hvernig þú lokar því máli.

Þú átt inni einhvern stóran greiða eða einhver vill gera þér góðan greiða, þetta tengist peningum jafnvel útlöndum eða einhverju þess konar,. Svo segðu bara já, það er svolítið mantran þín í maí, því að í því ferli eru ný tengsli og atburðir sem opna fyrir þér eitthvað nýtt, eitthvað nýtt sem að hentar þér 100%.

Þú stefnir ótrauður fram á við og ert tilbúinn í nýja sigra, og þar er svo góð orka að vera tilbúinn að taka á móti nýrri áskorun. Þú ert svo mikill keppnismaður, en þú getur látið það hamra svoleiðis á taugakerfinu þínu ef einhver ætlar að stjórna og skipa þér fyrir. Þessi mánuður verður besti mánuður sem af er að þessu ári er og markar hann nýtt tímabil sem mun vara ansi lengi, og jafnvel í nokkur ár. Þú ert gullgerðarmaðurinn, þú finnur núna hvernig þú lætur draumarnir verða að veruleika, og ef þú ert það heppinn að vera á lausu, þá er einhver nálægt hjarta þínu.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!