Vatnsberi: Það þarf ekki allt að gerast strax
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.
Elsku Vatnsberinn minn, það eru dynja á þér alls konar leiðindi, slúður og jafnvel er sannleikurinn ekki allur sagður annað hvort við þig eða kannski veistu ekki allan sannleikann, hvort sem það kemur frá þér eða öðrum.
Þú ert svo merkilegur, máttugur og mikið góðmenni en það er uppi einhvers konar óvissa og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að spila úr spilunum þínum. Skoðaðu vini þína, þá sem þú getur sannarlega treyst, og virkjaðu tengslanetið þitt betur.
Það eru gamlir vinir úr fortíðinni sem koma einn af öðrum, óvart eða þú hefur samband og þá sérðu: Lífið er ekki nein tilviljun. Ef þú ert ekki í þjótandi orku eins og venjulega þarftu að grafast fyrir um ástæðu. Finna út sjálfur hvað gefur þér drifkraft og virkja hann.
Passaðu þig á að flækja þig ekki líf þitt í ástarmálum því þessi tími er til að gefa þér meiri íhugun hvað sjálfan þig varðar, en freistingarnar gætu verið á hverju strái. Alveg sama hvar þú ert staðsettur í lífinu, hvort sem þú ert hærra eða lægra settur í lífskeðjunni, skaltu vara þig á gylliboðum.
Ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það lygi. Peningaáhyggjur reddast, það hefur alltaf reddast og þú þarft ekki að stóla á einn eða neinn til að svo verði. Þú fylgir hugsjónum þínum af mikilli ástríðu og stendur með ákvörðunum þínum fram í rauðan dauðann, þú hefur nefnilega svo mikið ímyndunarafl og það skapar þér alltaf sérstöðu.
Fólk tekur eftir þér því þú ert litríkur einstaklingur, hver sem staða þín er. Þú breytir mörgu í kringum þig en það eru þó aðallega smáatriði, stærri ákvarðanir koma ekki fyrr en líður á veturinn. Þú þolir mjög illa að það gerist ekki allt núna strax!
Sterkustu dagarnir þínir eru 5. og 23. október – sterkir dagar til að framkvæma góða hluti. Þinn blessaði tími er svo sannarlega að koma til þín en þarft aðeins að sýna biðlund fram yfir 23. október því þá blasir við þér önnur sýn og þú sért hvað þú ert blessaður.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægir Vatnsberar
Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.
Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.
John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.
Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.
Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.
Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.