Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.
Elsku Vatnsberinn minn,

það eru búin að vera nokkur stopp og hindranir hjá þér sem þú þolir alls ekki, en það tímabil er að strokast út. Þú skilur það svo miklu betur núna að eina manneskjan sem þú getur stólað á býr í þér. Og þar af leiðandi er eina manneskjan sem veldur þér vonbrigðum ert þú sjálfur, því að þú hefur leyft þessum þyrnum að koma inn í lífið þitt. Engin rós er án þyrna segir máltækið, svo horfðu núna á rósina springa út og faðmaðu þig.

Þú einfaldar líf þitt og leysir flækjur, kemur þér út úr þeim álögum sem hafa haldið þér niðri. Það kemur svo oft í hjartað þitt að þú sért stórkostlega ánægður yfir því sem að þú hefur gert, en svo breytist þetta fljótt, þú verður leiður eða finnst ekki þetta eins spennandi og það var.

Í þér býr kraftur sem elskar spennu og þegar þú getur sett jafnvægi á því að þurfa þessa spennu, þá sérðu þessa fallegu rauðu rós sem að vex í sálinni þinni. Þú gætir hafa byrjað í nýrri vinnu eða ákveðið að gera eitthvað nýtt verkefni eða fara í skóla til að fæða spennuna. En ekki ögra þér allt of mikið því þá ertu að fara í orustu sem erfitt er að sigra.

Glæsilegur persónuleiki þinn og óvenjuleg útgeislun er að leiða þig á góðan stað, en það er ekki sá staður sem þú býst við. Varaðu þig á að vaða ekki í nýtt samband og sérstaklega ef það stutt síðan að þú laukst sambandi. Því þú þarft að hlusta á viðvaranir og á sendiboðana í mannsmynd sem eru að tala við þig, en orðið sendiboði þýðir engill.

Það gæti myndast í kringum þig stórt hneykslismál sem þú blandast inn í. En þú ert svo vel máli farinn og svo sterkur karakter þegar þú tekur þig til. Svo lífið verður þér sem undravert ferðalag og ef þú ert ekki á réttri leið í átt að draumunum þínum, þá verður ýtt við þér af lífinu sjálfuð þér í þessum mánuði til þess að þú fáir það sem þú hefur óskað þér.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Vatnsberar

Bob Marley reggae söngvari, tónlistamaður og gítarleikari. 6.febrúar 1945.

Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.

John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.

Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.

Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.

Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistamaður. 20. janúar 1947.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!