Vatnsberi: Þú ert ekkert meðal ljón!

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku Vatnsberinn minn, það er vart hægt að segja að það séu einhver meðal ljón í þessu merki.

Þú ert uppfinningamaður og hugmyndasmiður svo teygðu þig bara í hugrekkið sem er við hliðina á þér þá getur líf þitt ekki orðið fullkomnara. Þú hefur þá tilhneigingu að finnast þú alltaf bara rétt alveg að ná takmarkinu sem að þú varst búinn að sjá fyrir þér. Svo þú nærð ekki að gleðjast nógu vel þó að þú komist á þann stað sem þú villt.

Það er af því að það er alltaf eitthvað annað sem er þá betra. Þú þarft að skynja það og læra að vera líka Gísli á Uppsölum og líka finna í þér heimsborgarann. Það eru kraftaverk að gerast í kringum þig og hver dagur gefur þér ný tækifæri.

Um leið og þú getur hlegið og gert grín af sjálfum þér þó að þú hrasir um stein þá verður allt svo miklu léttara. Þú ert oft mikill kröfuhafi á sjálfan þig, lærðu að elska þennan snilling og leyfðu Mótus að sjá um kröfur.

Þér finnst að þú lendir svo oft í því sama aftur og aftur einhverju sem þú vilt alls ekki fara út í þá eru það skilaboðin til þín að það virðist vera að þú þurfir að læra af þeim aðstæðum sem þú lendir í aftur og aftur til þess að komast út úr þeim endalausa hring.

Þú skalt setja alvöru í ástina hvort sem að þú hugsar það til lengri eða styttri tíma þá skaltu gefa allt sem þú getur. Setja heiðarleika inn í þá orku því að allt kemur núna upp á yfirborðið ef þú ert að fela eitthvað tengt ástinni.

Þú finnur að þú ert gæfusamur og heppinn og svo elskaður og dáður af svo mörgum, lærðu að meta þig sjálfan það er lykilatriði.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Frægir Vatnsberar

Bob Marley reggae söngvari, tónlistamaður og gítarleikari. 6.febrúar 1945.

Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.

John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.

Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.

Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.

Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistamaður. 20. janúar 1947.

Júlíspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Það verður rifist um þig!

20. apríl til 20. maí

Naut: Ekki fjárfesta í einhverri vitleysu!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert listrænn og sjarmerandi!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Þú ert að sigla í gegnum þitt besta ár!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú lendir alltaf á loppunum!

23. ágúst til 22. september

Meyja: Hafsjór af ást að flæða hjá þér!

23. september til 22. október

Vog: Þú ert að gera allt rétt!

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Vertu meira svona já týpa!

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástin er í loftinu!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Í þér býr vitringur!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Þú ert ekkert meðal ljón!

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Elskaðu eins og enginn sé morgundagurinn!

Sumarspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Þú ert hreinlega tengdur ofurneti!

20. apríl til 20. maí

Byrjaðu daginn eins og hann sé sá síðasti!

21. maí til 20. júní

Farðu út með ruslið og ekki flokka það!

21. júní til 22. júlí

Sumarið verður eins skemmtilegt og góð þjóðhátíð!

23. júlí til 22. ágúst

Það leysist allt af sjálfu sér!

23. ágúst til 22. september

Þú ert eins og frelsisstyttan í New York óhagganleg og sterk!

23. september til 22. október

Gott og gjöfult sumar fram undan!

23. október til 21. nóvember

Augu þín glitra svo fallega eins og Þingvallavatn!

 

22. nóvember til 21. desember

Geislandi og gefandi tímar í kortunum!

22. desember til 19. janúar

Þú þarft ekki að gera neitt!

20. janúar til 18. febrúar

Gefðu sjálfum þér meira svigrúm!

19. febrúar til 20. mars

Ekki hafa áhyggjur, það er óþarfi!