
Ljón: Betur sjá augu en auga
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku ljónið mitt!
Þú hefur lengi beðið eftir þeirri virðingu sem þú átt skilið. Það er svo ríkt í þér að vilja láta ljós þitt skína og ef þér tekst það ekki finnst þér eins og þú sért að lenda í eldgosi, í miðjum gígnum bara.
Það er verið að færa þér á silfurfati eitthvað sem þú bjóst ekki við en það er samt smá viðvörun: Ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur lesið smáa letrið.
Því það er stutt á milli heiðurs og hungurs ef ekki er farið varlega. Það er dálítið einkenni þitt að storma áfram eða standa kyrrt. Ef þú stendur kyrrt nær hamingjan, velferðin eða lukkan ekki í þig.
Þú verður að rétta út hendur til að vita hvert vindurinn stendur. Þú hefur svo mikið innsæi – jafnvel spádómsgáfu – svo dómgreind þín er stór og góð en mundu að það er ekkert asnalegt að fá lánaða dómgreind frá einhverjum sem þú treystir vel.
Betur sjá nefnilega augu en auga. Í ástarmálunum geturðu allt, þarft bara að rétta út höndina og það sogast að þér goð og
gyðjur, spurningin er bara sú: hvað viltu?
Það er möguleiki að ást sem einhvern tíma var í kortunum hringi bjöllunni eða nýrri og ferskari vindar komi til þín í sambandi við ástina. Þau ljón sem eru í sambandi ættu að gera svo vel og dytta að því.
Það er nefnilega mikil gredda í loftinu en það er ekki ást heldur af líkamlegum toga. Þú ert undir mikilli vernd og skalt skoða sérstaklega hvenær fullt tungl á sér stað.
Þú skalt einbeita þér að tölum sem þú sérð í sífellu – bíl, húsnúmer, símanúmer. Það eru skilaboð í þessu fólgin og þú átt eftir að sjá strax hvað ég er að meina. Þú spyrð kannski: „Hvað geri ég við tölurnar?“
Ég hef ekki hugmynd, það er þitt að finna út úr því! Þegar júlímánuður tekur enda, í kringum 20. júlí, er eins og lífið taki u-beygju.
Þetta er tíu daga tímabil. Þó þú sért ósátt við þetta er þetta bara það sem er þér nákvæmlega fyrir bestu, þú áttar þig seinna á að þetta þurfti að gerast. Ást og umhyggja til þín.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!
Deila stjörnuspánni

Fræg Ljón
Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.
Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.
Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.
Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.
Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.