Þú ert forstjóri sálar þinnar!

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku Ljónið mitt,

þú þarft að þurrka út gærdaginn til að fara inn í ferskan dag. Þú annað hvort manst of mikið, eða að hugur þinn leitar of oft í fortíðina, þar sem erfiðar aðstæður mættu þér. Þegar þú leyfir huga þínum eða talanda að opna þessar dyr að fortíðinni, þá gerir gerir líkaminn sér ekki grein fyrir því hvort þetta sé að gerast eða ekki sem þú ert að hugsa eða tala um. Svo hann getur átt það til að brotna niður í tilfinningum og jafnvel gefa þér veikindi í kjölfarið.

Það getur verið erfitt að stjórna þessu heilabúi, en þú ert forstjóri sálarinnar svo æfðu þig í að slökkva á þessum her hugsana sem í höfðinu býr. Og góð æfing er bara að segja hátt og skýrt NEI, því að hugurinn er eins og hundurinn þinn. Ef að hann væri til dæmis að borða Gucci skóna þína sem kostuðu 700.000 þá myndirðu ekki segja ”hættu þessu Seppi minn”, því að skýr skilaboð til heilahersins er einfaldlega NEI. Og með þessari litlu æfingu þá endurfæðistu.

Þú ert að bíða eftir að vandamál leysist og að það sé hringt í þig, eða þú fáir e-mail, en ekkert virðist gerast. Svo stattu upp og farðu bara í gegnum þetta fjall sjálfur og sjáðu til þess að hrinda því af stað sem þú ert að bíða eftir, því annars gerist ekki neitt. Þessi mánuður verður litríkur og sérkennilegur vegna þess að afstaða tunglanna eru frekar óvenjuleg á þessu tímabili. Þig dreymir fyrir hlutum, þú finnur á þér hvað er að fara að gerast og átt svo dyggann stuðningshóp sem mun halda í höndina á þér.

Peningarnir koma, og það er alveg óþarfi að fara í einhverja flækju yfir ástarmálunum því að þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera. Það er svo margt sem þú getur sýnt fögnuð yfir á næstu vikum því að þín er hamingjan mátturinn og dýrðin.

Knús og kossar.
Sigga Kling

Fræg Ljón

Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.

Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.

Jennifer Lopez dansari, söng og leikkona. 24. júli 1969.

Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.

Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.

Stjörnuspáin fyrir maí var að lenda!

21. mars til 19. apríl

Ef þú værir að keppa í Eurovision myndirðu fá 12 stig!

20. apríl til 20. maí

Þú þarft ekki að berjast áfram, blessaðu aðstæðurnar!

21. maí til 20. júní

Ekkert fær þig stoppaðann, ef þú grípur flæðið!

21. júní til 22. júlí

Ef þú værir Guð almáttugur, þá væri búið að redda öllu í þessu þjóðfélagi!

23. júlí til 22. ágúst

Þú ert forstjóri sálar þinnar!

23. ágúst til 22. september

Hugsaðu um að efla þig, þá spretta tilfinningarnar út eins og fíflar!

23. september til 22. október

Segðu við sjálfa þig ”þetta er aukaatriði!”

23. október til 21. nóvember

Ekkert er ómögulegt, nema sjálfsvorkunnin drepi þig!

22. nóvember til 21. desember

Þú ert tilbúinn í nýja sigra og stefnir ótrauður fram á við!

22. desember til 19. janúar

Stígðu skrefinu lengra, þá færðu þínu framgengt!

20. janúar til 18. febrúar

Enfaldaðu líf þitt og leystu flækjur úr álögunum!

19. febrúar til 20. mars

Hafðu hugsanirnar skýrar þann áttunda maí!