Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl

Elsku hrúturinn minn.

Frábær tala er sterkust hjá þér á þessu ári samkvæmt talnaspeki Kirovs, 13, og mun hún birtast þér miklu oftar en vanalega. Þrjóska þín verður dásamleg á þessu ári, sérstaklega fyrri hluta árs og ég sé húmorinn skína í gegn. Það er eins og þú hafir farið á sérstakt námskeið í orðaforða! Allir taka eftir því hvað þú ert orðinn miklu skýrari og ánægðari með allt – orðaforðinn virðist hafa margfaldast og þú átt eftir að verða sérlega ánægður með það.

Vorið kemur með töluna sjö sem er andleg tala sem hjálpar þér að skynja betur betur hvað þú eigir að gera, hjálpar þér að líða betur í líkamanum og hreinsa út streitu. Varastu að nota orðið „stress“ sérstaklega mikið, notaðu frekar „spenntur“ orðaðu það rétt. Orð eru nefnilega álög eins og bókin mín heitir. Það er svo sannarlega satt, svo kyngdu leiðinlegum orðum og hugsaðu hvernig þú setur fegurð út í alheiminn, þá færðu til baka. Þú færð nefnilega það sem þú gefur.

Þú færð stórkostlegar hugmyndir um hvernig þér á eftir að vegna betur, enginn má draga úr þér. Þú fyllist nefnilega ofurkröftum þegar líða tekur á árið og nýttu þér það til hins ítrasta. Haustið verður uppskeruhátíð og þar er einnig átta sem er sterk peningatala. Ef einhver elskar peninga ert það þú og það er í 100% lagi því peningar eru bara orka.

Mikil spenna verður í ástarmálum hjá þeim sem eru á lausu, vonandi alls ekki þeim sem eru á föstu því það borgar sig ekki fyrir þá að stíga falskan dans. Taktu nýja áhættu í ástinni, gefðu henni bara meiri áhuga og athygli, þá verður allt gott.

Október, nóvember og desember verða stórir mánuðir hjá þér og þeir skapa mikla spennu. Fjölskylduböndin verða betri og sterkari en rifrildi og leiðindi hafa áður skapast í kringum fjölskyldutréð. Passaðu upp á að halda ró þinni því þú gefur öðrum ró. Þú hefur þann hæfileika að laga þau mál sem gætu farið illa. Hafðu ekki áhyggjur af því sem er að gerast langt í burtu, breyttu bara því sem þú getur sjálfur því ef þú getur ekki breytt einhverju skaltu ekki hugsa um það mínútunni lengur.

Þú ert bæði óborganlega fyndinn þegar þú tekur þig til en þú þolir ekki að gera mistök. Athugaðu bara að þú lærir ekki neitt nema einhver mistök séu gerð. Svo gerðu bara grín að sjálfum þér ef eitthvað er ekki 100%. Það er nefnilega enginn leiðinlegri en sá sem er 100%! Þú ferð í gegnum þetta ár með blik í auga og betra sjálfstraust.

Gleðilegt ár elsku hrúturinn minn!

Knús og koss,
Sigga Kling

Hrútahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Hrútar

Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.

Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.

Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.

Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.

Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974. 

Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.

Áramótaspá Siggu Kling

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska