Vogin: Þú átt inneign hjá fröken karma

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku vogin mín.

Þú ferð á bjart ferðalag árið 2025. Þú ert með töluna einn eins og steingeitin svo allt sem þú ákveður að geti hagnast þér og allir þeir draumar sem þú hefur ekki sett þunga í skaltu gera núna. Slepptu þér alveg frjálsri, þetta er svo stutt líf, svo gerðu það núna strax. Þú skalt láta draumana rætast því þú hefur afl og færð tækifæri til þess á þessu ári.

Breytingar eru ekki endilega góðar breytinganna vegna og þér finnst janúar vera frekar óheppilegur tími og ekki ganga eins og þú vildir stýra honum. En það eru einungis fáeinir dagar. Í febrúar, mars og apríl kemur krafturinn inn.

Eitt sem þú verður að passa þig á er að gefa ekki allan hugann að vandamáli sem snertir aðra persónu í kringum þig. Þú þarft að treysta 100% og trúa því að þessi manneskja leysi sín vandamál sjálf, því ef þú stólar of mikið á einhvern eins og stólað er á þig, gerir manneskjan ekkert sjálf.

Þetta ár verður svo litríkt og það er mikið af rauðum lit og sterkum litum í kringum þig, vogin mín. Mikilvægt er því að hafa liti í kringum þig, klæðast litum og breyta og bæta og það hentar vel ef þú ert eitthvað grámygluleg.

Stattu keik og láttu rigna upp í nefið á þér sama hvað aðrir eru að röfla. Þú átt mikla inneign hjá fröken karma og þú þarft að segja það upphátt að þú viljir fá útborgað á þessu ári frá frökeninni. Vertu skýr í skipunum og teiknaðu nákvæmlega niður hvernig þú vilt að þessi hringrás verði, því þú ert í samstarfi við stjörnurnar og himingeiminn … jafnvel eins og þú sért sponseruð af þeim!

Júnímánuður ber töluna sjö og sá mánuður hjálpar þér ef eitthvað er ekki alveg að ganga vel í huga og hönd. Ég sé erfiðar hugsnarir og eitthvað sem þú getur verið með leiðindi við sjálfa þig varðandi. Eitthvað merkilegt gerist á þeim tíma sem fær þig til að finna að hjartað þitt stækkar. Júlí og ágúst verður framhald af þessu en júlí færir þér verkefni upp í hendurnar eða gerir eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður en hefur langað til að gera.

Mikilvægt er fyrir þig að vinna með orkunni og í byrjun hvers mánaðar að skrifa niður hvað þú vilt að koma út úr mánuðinum (eins konar „bucket list“). Það mun koma þér á óvart hversu mikið af þessu rætist. Minn bucket listi er tómur og ég þarf að hefja nýjan eftir að ég ákvað að fara í fallhlífarstökk. Ég gerði þau mistök að prútta um verðið á stökkinu og eftir það ráðlegg ég þér að prútta hvorki með fallhlífarstökk né bótox. Ég fer aldrei aftur í svona stökk!

Það sem gerist yfir þetta ár og sérstaklega seinni hlutann er að þú finnur hvað þér þykir vænt um þig sjálfa og metur þig vel. Þar af leiðandi ertu opin fyrir að finna maka sem hæfir þér og passar þér. Ef þú ert í sambandi sem ekki er að tikka fyrir þig gæti það sprungið og þá er það til góðs fyrir ykkur bæði. En hamingjan ræður ríkjum á þessu ári elsku vogin mín. Trúðu bara og treystu.

Gleðilegt ár elsku vogin mín!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Vogarhálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

Áramótaspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska