Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu
Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.
Elsku sporðdrekinn minn.
Þú ert að fara inn í svo kraftmikið ár sem gæti bæði sent þig til skýjanna en líka haldið þér niðri. Lykillinn í því að allt gangi eins og þú vilt er að setja ró í hugann á þér; „Ég er rólegur“ segir þú við þig. Þegar þú talar við þig er mikilvægt að orða staðhæfingar um það sem þú vilt: „Ég er heilsuhraustur“, „ég er kraftmikill“- ég lofa þér það gerir kraftaverk því það tengir þig við guðshlutann í þér og það virkar.
Það býr í þér sköpunarorka sem þú munt opna fyrir á þessu ári. Sköpun getur verið allt frá því að vera list eða einhver hugmynd sem þú framkvæmir. Sterkasta tímabilið þitt er þegar vorið mætir þér – þá gengur allt upp. Alveg sama þó þú teljir hlutina ekki vera nógu góða, þá er það nú samt svo að þú hittir í mark. Þetta gæti einnig gerst örlítið fyrr á árinu.
Sumarið verður svo skemmtileg og tilfinningaríkt, árið gæti kallast ár tilfinninganna. Það mikilvægt fyrir þig að nota tónlist og allt sem hreyfir huga þinn, hlusta á vindinn og fara niður að sjó. Þá finnurðu þessar góðu tilfinningar og lagar allt sem þig skortir.
Ég sé mikið carisma í kringum þig og ef þú ert á lausu skaltu spá í að gera hlutina í alvöru annars lendirðu í hyldýpi erfiðleika því þú notaðir tilfinningar þínar á rangan máta. Svo vertu heiðarlegur frá byrjun við þá sem þú laðast að. Í þessu öllu saman verður þú að vera góður leiðtogi, hann fær nefnilega fólk með sér og það mun gerast. Þú verður ekki opinn með alla hluti og það er gott því þú hefur lent í veseni í sambandi við manneskjur sem þú hefur treyst. Þjóð veit þá þrír vita stendur einhvers staðar.
Annað hvort ferðu í ferðalag í mars eða skipuleggur ferðalag sem mun eiga sér stað seinna á árinu. Það verður einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ferð, hvort sem það verður langt eða stutt verður það merkilegt, því einhver í þessu ferðalagi breytir skoðunum þínum eða sýnir þér eitthvað sem þú þarft að vita.
Mjög merkilegt ár hjá þér, það verður ekki dauður punktur í því. Í höfði þínu eru mörg herbergi svo ef þú setur þér of mikið fyrir og allt of mikið á stuttum tíma er eins og þú getir ekki klárað málin. Þess vegna þarftu að láta tilfinningarnar ráða, hvað er best á þessum degi, þessari klukkustund. Þú þarft að hlusta á hjartað þar sem hjartað hefur ekki egó og í því eru 40.000 frumur sem líkjast heilafrumum og það er sterk tenging við hjartað og sálina á þessu ári. Þú skreytir veröldina þína og verður mjög ánægður varðandi vináttu og eflingu hennar, hvort sem hún er gömul eða ný.
Gleðilegt ár elsku sporðdrekinn minn.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Sporðdrekahálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Frægir Sporðdrekar
Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.
Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.
Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.
Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.
„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.
Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.