Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku bogmaðurinn minn.

Aldrei þessu vant ertu búinn að standa frammi fyrir svo mörgu sem er að pirra þig. Þig vantar ávallt svör við öllu mögulegu, þess vegna ertu að lesa þessa stjörnuspá!

Þetta vesen sem er í kringum þig tengist einhverju í fjölskyldunni, mitt ráð til þín er að reyna að skipta þér ekki of mikið af öllu. Því þegar nokkrir dagar, vika eða tíu dagar eru liðnir er eins og allt hafi hreinsast af sjálfu sér.

Þú getur hins vegar skapað meira vesen ef þú ætlar að reyna að stjórna öllu eins og guð almáttugur. Þú munt líka leggja drög að ýmsu núna á næstunni, bæði hvað þú ætlar að gera í sumar og ýmislegt sem verður spennandi.

Það fellur á þennan mánuð að skipuleggja þig vel. Það verða margar veislur og mannfagnaðir og þú munt mæta í hvert einasta boð. Þú hefur sterkt tengslanet og getur bjargað þér úr öllu ef þú vilt. Það þarf ekki að vera neitt drama í kringum þig því þú hefur ekki boðið því með.

Ef við skoðum ástarmálin er ekkert sérstakt að gerast það. Þú átt til að verða svolítið ástfanginn af ástinni. Ef þú ert í sambandi áttu bara að vera þar og vera ánægður því líf þitt er gott.

Það er mikill möguleiki þú fáir þér gæludýr á heimilið og það er ekkert betra fyrir fallegan hund, kött eða fugl að vera hjá bogmanni.

Þú munt finna eitthvað merkilegt… bréf eða póst úr fortíðinni um þig eða einhvern þér tengdum sem gefur þér sannleikann um margt sem þér hefur ekki verið sagt.

Svo þú ert staddur í vissu ævintýri og ég finn að hjarta þitt verður hlýrra og hlýrra, stærra og stærra. Þú ert með afbrigðum greindur og gætir notað það þér til miklu meiri framdráttar en þú nýtir þér.

Einnig er að detta inn skemmtilegt tímabil hjá þér. Þann 19. og 24. apríl er svo fullt tungl í meyjarmerkinu og miklu skiptir að vera rétt stemmdur á fullu tungli sem er um miðjan mánuðinn og það er líka tíminn sem sýnir þér að allt sem olli erfiðleikum eða leiða er að rjúka burt í veður og vind.

Til hamingju með þetta allt saman!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

KLINGLAND

Aprílspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Draumar verða að veruleika

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sterk orð skapa sterkt líf

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

23. september til 22. október

Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Hlaðborð í vændum!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið!

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd

0
    Karfan þín