
Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna
Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.
Elsku bogmaðurinn minn.
Það er verið að ýta á þig úr ýmsum áttum. Ég hef alltaf sagt að mesta heppnin er yfir ykkur bogmönnunum af öllum merkjunum, reddast alltaf allt þó það sé á síðustu mínútu.
Núna þarftu hins vegar að einbeita þér að verkefninu sem er í gangi, hversu mikið þú ert að gefa af þér. Ef þú púðrar of miklu kæruleysi í verkefnið mun heppnin ekki halda í höndina á þér.
Þó þú kjósir að hafa alla góða í kringum þig geturðu ekki leikið tveimur skjöldum því í þessum mánuði mun sannleikurinn koma í ljós, svo það er þitt að hafa á hreinu að þessi sannleikur sé góður.
Þú þarft ekki að óttast neitt, hvort sem þú ert að skipta um vinnu, skóla eða þess háttar. Ef þú ert að drepast úr leiðindum er það vegna þess að hamingjan býr ekki þar og þú býrð hana til á þeim stað sem þú ert þessa stundina.
Ýmislegt hefur komið í ljós á síðastliðnum tveimur mánuðum sem á eftir að hjálpa þér að verða sterkari. Hafðu arminn opinn fyrir ástina – hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu.
Að mörgu leyti hefurðu verið að horfa yfir tíma- eða líflínuna sem þú hefur átt á þessari jörð og þar finnurðu hvar þér leið best. Þú munt nýta þér þetta til að skapa skemmtilegri orku og dásamlegra líf.
Við erum svo tengd móður jörð og þú ert gerður úr sama efni og jörðin, himingeimurinn og allt það. Þar af leiðandi finnst þér tíminn stundum líða of hratt því við hugsum hraðar en venjulega.
Ár friðarins er í hönd fyrir alheiminn. Öll stór stríð munu stöðvast og trúlega í þessum mánuði, líka þín stríð og ef einhver er í stríði við þig mun það einnig líða undir lok. Þetta verður litríkur og áhugaverður mánuður fyrir þig.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Bogmenn
Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.
Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.
Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.
Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.
Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.
Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.