Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku bogmaðurinn minn.

Þetta er tíminn til að opna augun og sjá hvað þú hefur það dásamlegt. Þú hefur raðað svo frábæru fólki í kringum þig og átt að nýta þér það.

Þú hefur oft verið algerlega blindur og hleypt að þér alls kyns vitleysingum sem hafa gert þér margar skráveifur. Þú hefur í hendi þér að láta slíkt ekki gerast.

Lífið er svo mikið karma þannig kallaðu á þá sem skulda þér karma frá fyrri tilveru og eru staddir á jörðinni. Kallaðu til þín þitt góða karma og það þarf að vera í skipunartón og þá muntu sjá að þú ferð að hitta fólk sem aðstoðar þig í því sem þú hefur verið að vandræðast yfir.

Því þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin. Nýverið hafa átt sér töluverðar breytingar og þær eru til góðs. Þú eignast peninga auðveldlega og þú finnur jafnvel fyrir öfund í þinn garð því heppnin eltir þig á röndum.

Fólki finnst kannski leiðinlegt að þú fáir allt upp í hendurnar en það ekkert. Þér finnst þetta kannski ekki rétt en vittu til – á síðustu stundu færðu allt, allt reddast og það ætti í raun að vera nafnið á ævisögu þinni – Þetta reddast.

Þeir sem eru að hugsa um flutninga eða breyta um vinnustað, hvað eina sem skapar stórar breytingar, fá svar um slíkt innan við 20-30 daga. Þetta er besti tíminn fyrir þig að láta slag standa og gera bara það sem þú ætlaðir þér.

Ástin er allt í kringum þig en þeir sem eru í sambandi og eiga afkvæmi ættu að halda því áfram. Ef um er að ræða samband sem hefur gengið erfiðlega ættu að ljúka því.

Þetta er tímabil til að taka afstöðu með sjálfum sér og nýta góðmennskuna til að fá fleiri stig frá alheiminum eða þér sjálfum.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín