Bogmaður: Þú ert ekki tré!

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku bogmaðurinn minn.

Þér eru gefnir svo miklir hæfileikar og þess vegna er svo mikilvægt að nýta þá. Þú ert góður í því sem þú gerir, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur.

Það er einhvers konar skipting eða breyting í orkunni í kringum þig en það er þá frekar verið að tala um persónur sem tengjast þér og þú gætir verið að hafa áhyggjur af.

Vertu bara ákveðinn að halda áfram þínu striki. Mögulegt er að í kortunum sé að breyta um húsnæði, skoða nýja möguleika … þó það gæti verið plan yfir næstu mánuði er það samt komið inn í kringum þig.

Það er að koma eitthvað gott í sambandi við vinnu og ef þú ert í prófum (sem er líka vinna) er mjög mikilvægt að sjá það fyrir sér hvaða útkomu þú vilt fá í hverju prófi.

Skrifaðu þá útkomu niður og settu á ískápinn svo frumurnar þínar sjái hvaða útkomu þú vilt ná. Það er líka gott að hafa töluna aðeins hærri en þú býst við, ég get sagt margar sögur af því að þetta hefur virkað.

Þú átt stundum það til að missa máttinn þegar þú ferð inn í stressandi tímabil og hefur ekki aflið til að snúa orkunni þér í vil.

Þess vegna er best fyrir þig að hugsa ekkert fram í tímann. Ástæða þess að maður lamast í augnablikinu eru hugsanir langt fram í tímann eða í augnablikinu — þá finnurðu ekki kraftinn sem þú átt að fá og ert með.

Þú ert töffari í eðli þínu og elskar að geta fært þig til því eins og þú veist sjálfur: Þú ert ekki tré! Þú velur ekki alltaf auðveldustu brautirnar í lífinu því að þitt hjarta er ævintýrahjarta.

Þú ert alltaf að gera góða sögu betri með því að skapa eitthvað spennandi í lífi þínu en umfram allt eru ómótstæðilegur og sjarmerandi.

Talan átta skiptir miklu máli í maímánuði, talan 16 og 20 líka, dagsetningarnar. Það er mikill kraftur í kringum þessar tölur og yfir þér, eins og vanalega, ertu alltaf heppinn þó það sé á síðustu mínútunni. Til hamingju með það!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

KLINGLAND

Maíspá fyrir önnur stjörnumerki!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu áskorunum!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Mikilvægt að daðra við lífið

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Hreinsun í nánd

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Elskaðu allt sem er

23. september til 22. október

Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur óviðjafnanlega töfra

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

0
    Karfan þín