Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

Bogmaðurinn er frá 22. nóvember til 21. desember.

Elsku bogmaðurinn minn.

Það er eiginlega ekki sanngjarnt hvað það gaman hjá þér! Svo miklir hæfileikar og heppni! Það hefst núna strax í janúar að leiðréttast það sem þér finnst að hafi verið óréttlátt. Þú færð að sjá að þú getur andað léttar og slakað á. Janúar verður þér góður og þú ert að fara inn í alls konar tímabil þetta ár. Ég sé litríkt tímabil þar sem þú ert bara að njóta. Þann 13. janúar, þegar tunglið er fullt í krabbamerkinu, eru ýmsir kraftar í kringum líf þitt og þarna er mikilvægt að vera pollrólegur og handviss um að allt fari vel því janúar er góður fyrir þig. 13. þess mánaðar er eini tíminn sem gæti hrist til líf þitt ef þú sýnir ekki ró og biðlund.

Þú hefur töluna þrjá yfir þetta ár og gefur hún þér að þú færð upp í hendurnar að hitta átrúnaðargoð jafnvel og þú finnur út hvernig hægt er að gera lífið skemmtilegra. Þú átt svo spennandi ár í vændum og það er stundum pínu pirrandi hvað þú getur verið heppnasta stjörnumerkið af þessum tólf! (segi ég með öfundsýkistón). Ísland er líka bogmaður og þess vegna er það heppilegt fyrir þig að búa hér en margir í þessu merki munu hugsa um flutninga og jafnvel og trúleg erlendis.

Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar en ert ekki alveg viss hverjar þær ættu að verða. Í janúar þarftu að vera þrjóskur, halda fast í skoðanir þínar og hvernig þú vilt hafa hlutina. Gefðu því ekkert eftir, þú ert bæði góður í samningum og samningagerð. Febrúar opnar fyrir að þú getur skreytt eitthvað sem þig hefur langað að gera. Þú opnar fyrir nýtt fólk sem kemur inn í líf þitt. Eins stuttur og febrúar er, er hann mjög sterkur fyrir þig.

Mars tengir ást og kærleika inn í líf þitt og endurlífgar gömul sambönd eða lagar ný. Maí mætti lýsa sem mánuði sem liggur til allra átta. Þeir sem sitja á skólabekk er hægt að segja að útkoman verði betri en þeir bjuggust við en ekki bara treysta því sem ég segi! Það þarf líka að leggja á sig vinnuna.

Júní og júlí gefa endalok, upphaf og hreinsun á einhverju sem þarf að fara og þú gerir þér alveg grein fyrir því hvað þarf að fara. Í ágúst þarftu að vera á varðbergi varðandi að framkvæma eitthvað sem þú getur illa staðið við, þannig lofaðu engu ef þú getur ekki staðið við það.

Einn af bestu mánuðum ársins verður haustið. Það er eins og leiki um þig hlýr vindur og þú verður ótrúlega sáttur við það sem er í kringum þig. Allt er að leysast og þú þarft ekki að ýta á eftir því. slepptu tökunum þá gerist allt í réttri röð og þú færð allt sem þú þarft.

Gleðilegt ár elsku bogmaðurinn minn!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Bogmannshálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Bogmenn

Brad Pitt kvikmyndaframleiðandi og leikari. 18. desember 1963.

Bruce Lee bardagalistamaður og leikari. 27. nóvember 1940.

Dame Judi Dench leikkona. 9. desember 1934.

Mads Mikkelsen leikari og dansari. 22. nóvember 1965.

Taylor Swift söngkona. 13. desember 1989.

Tina Turner söngkona, lagahöfundur og leikkona. 26. nóvember 1939.

Áramótaspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska