Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku fiskurinn minn.

Þessi dásamlegi mánuður er runninn upp sem allt gerir og breytir öllu til hins betra fyrir þig. Hans helsta afl er samt að þú vaknar og sérð hvernig þú getur skapað þér litríkari veröld. Þú skynjar svo sterkt hvað það er sem skiptir máli.

Þú hefur allt sem þú þarft í kringum þig en nú slitna þau vinabönd sem byggð hafa verið á einhvers konar lygi. Kannski varstu löngu búinn að sjá þetta allt saman en núna opnarðu augun alveg og hreinsar svoleiðis til að það verður alger endurnýjun á orkunni og gleðinni.

Þú hefur svo mikil tök á að sjá, bara svona eins og skyggn manneskja, því dulrænir hæfileikar eru þér í blóð bornir.

Þú færð skilaboð þegar þú sefur í gegnum draumana og undirvitundina líka, líka þegar þú ert vakandi – þú átt það nefnilega til að fá vökudrauma þegar þú dettur aðeins út.

Þú fékkst heilunarmátt í vöggugjöf en það sem eyðileggur þann mátt er reiðin og hún mun bara beinast að þér aftur. Ef þú hefur hana í hjarta þínu mun það sem þú setur út í lífið koma aftur til baka til þín, hvort sem um ræðir ljót orð, hugsanir eða slíkt. Svo þetta verður reiðilaust tímabil! Þegar mánuðurinn er um það bil hálfnaður mun skipting eiga sér stað. Það er verið að gefa þér tærari orku, meiri skilning og seinni hluti mánaðar verður alveg frábær.

Hafðu í huga að með alla þessa getu og hæfileika þarftu að leyfa þeim að flæða. Þú ert svo sérstakur í þessu merki því í því felst bæði hákarl og gullfiskur, þeir eru alltaf tveir saman.

Stundum áttu til að skilja ekki sjálfan þig en það er þegar hákarlinn tekur völdin. Það fer samt minna fyrir því í þessum mánuði og fram á vorið. Þú bara leyfir hákarlinum ekki að stjórna!

Hvert ár sem þú bætir við líf þitt verður þú ánægðari og þegar þú ert ánægður gengur allt svo rosalega vel.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín