
Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd
Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Elsku fiskurinn minn.
Þú fallega, einlæga vera sem litar líf allra í kringum þig. Þér finnst svo oft þú þurfir að skemmta fólki, þjóna því og vera til staðar fyrir aðra … miklu meira en fyrir sjálfan þig.
Þú einn getur breytt þessu með því að setja þig sjálfan í alvöru í efsta sæti eða allavega ofarlega. Því þegar þú flýtur með fólki eða atburðum í kringum þig finnst þér einn og þú sért að kafna.
Þetta varir bara stutta stund í þessum mánuði en þetta varir ekki svo langan tíma í apríl. Það verður stutt, jafnvel bara í fimm til sex daga fyrir 8. eða 9. apríl. Þá lyftist af þér þessi byrði sem á bakinu er og þú fagnar lífinu, setur í fyrsta gír.
Enginn fær þér haggað eftir þetta tímabil eftir 9. apríl því þú tekur stórar ákvarðanir fyrir þig sjálfan sem eru ekki endilega svo sýnilegar öðrum.
Það er hristingur í vinnunni þinni og það verður þér til blessunar því ef þú hefðir ekki ákveðið að breyta neinu þá virðist lífið koma inn og breyta fyrir þig. Það eru allir handvissir um að þú sért með allt á hreinu og slíku fylgri líka töluverð öfund.
Ástæðan fyrir þessu er sú að þú berð þig alltaf svo vel, sama á hverju gengur. Þá hugsar fólkið: „Ég vildi ég hefði það sama og hann.“
Þú ert forréttindamanneskja því hæfileikar þínir eru af svo fjölbreyttum toga. Þú ert líka pínu ólíkindatól því aðrir vita ekki hvað þú ætlar að gera.
Leyfðu þér að njóta þessa fjölbreytileika og mundu að þú ert í ökumannssætinu, ekki aftursætinu því það fer þér ekki. Segðu sannleikann við það fólk sem þarf að vita hvar þú stendur, hvaða líðan þú berð til þessarar persónu.
Það þarf að segja sannleikann við þann sem er að ergja þig því það léttir þér lífið. Ef þú gengur með erfiðleika í maganum gagnvart einhverjum og segir ekki neitt verða spor þín þyngri en þau þurfa að vera.
Það fylgir þér einhver sé sérstök heppni, það er eins og það hafi verið veðjað á þig! Það verður svo sannarlega uppskera hjá þér og mörgum sem nær þér standa.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Fiskar
Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.
Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.
Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.
Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.
Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.
Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.