Fiskurinn: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku fiskurinn minn.

Þú hefur margþætta hæfileika, kannski einum of marga og þá er erfitt að velja hvað maður vill gera. Eitt hefur þú sem er aðalatriðið, þú getur nefnilega aðlagað þig að öllum hópum og öllum týpum sem eru gjörólíkar þér.

Þó þú sért bæði hákarl og gullfiskur (því þið syndið saman tveir) ertu líka kamelljón, svo fljótur að hugsa og breyta um liti alveg eins og það. Þitt merki er eitt heppnasta merkið í dýrahringnum á þessu ári, sama þó þú reynir að gera vesen úr hlutunum tekst þér það ekki!

Þú finnur leiðir til að víkka út hugann, framkvæmt nýjar hugmyndir og slakað meira á sem ég get sagt að er ekki alveg þinn stíll. Það vantar alveg stopparann á þig svo þú þarft að setja það inn í skipulagið að þennan dag ætlirðu að taka frí fyrir þig og vera bara á þínum núllpunkti, það læknar líka flestöll þín mein – að leyfa þér að vera til án þess að þú þurfir sífellt að vera að vinna og vinna og hamast í hamstrahjólinu.

Þú ættir að vera útskrifaður úr Harward fyrir að hafa áhyggjur af peningum! En peningar laðast að þér þegar þú þarft á þessu ári. Skrifaðu niður hvaða upphæðir þú vilt hafa í bankanum og hvað þú vilt hafa mikið vikulega. Þá tvöfaldast þessi peningaorka sem þú hefur verið að stressa þig á.

Sumarið verður töluvert ævintýraríkara en sumarið sem leið, þú færð verðlaun og viðurkenningu eða upphefð um haustið sem þú bjóst ekki við. Talan átta er uppáhaldstala Kínverja þegar á að gera mikilvægt eða taka ákvarðanir varðandi peningamál, svo það gæti verið gott að taka áhættu sé hún ekki um of.

Talan einn kemur í október í hringinn þinn og það þýðir að september gefur þér endalok á því sem þú varst þreyttur á og endalokunum fylgir að sjálfsögðu einnig upphaf.

Þeir sem þrá ástina verða heppnir og velgengni mætir þér í henni en passaðu þig á að þráhyggja gagnvart einhverjum sem hentar þér ekki er engan veginn ást. Þú þarft að fá lánaða dómgreind ef þú hefur verið heillengi að atast í persónu og tómt vesen verið í kringum það. Að velja sér skemmtilegan förunaut sem er duglegur og góður við börn ætti að vera fyrst á dagskrá hjá þér.

Þú gætir orðið of háður einstaklingum og eða hlutum og þarft að gæta jafnvægis í lífi þínu. Þitt hjarta er svo sannarlega úr gulli og það er gott þú treystir ekki öllum. Þú hefur nefnilega það mikið sjálfsöryggi að bera sem getur leitt þig í að heillast af hættulegum verkefnum eða aðstæðum. Þú gætir reynt að vaða yfir fljót sem enginn getur vaðið yfir, þannig best er að
telja upp að tíu áður en farið er af stað.

Hins vegar verður hugsað vel um þig. Þú hefur sterka verndarengla, skoðaðu lífsferilinn þinn og þá sérðu að ýmis kraftaverk hafa átt sér stað. Taktu eftir þegar lítil kraftaverk gerast, eitthvað sem ætti ekki að hafa getað gerst, þakkaðu þá fyrir. Svo kallarðu á það sem þú vilt og þú þarft að vera skýr hvernig þú vilt að lífið leiki við þig. Þann 13. janúar er fullt tungl í krabbamerkinu og tunglið hefur svo mikil áhrif á þig og fleiri líka að það er vísindalega sannað að ef einhver ófögnuður magnast í líkamanum verða tilfinningarnar út og suður. Þannig þegar það er fullt tungl – passaðu upp á þig – en það er alveg ljóst að heimurinn mun meðtaka þig að lokum.

Gleðilegt ár elsku fiskurinn minn.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Fiskahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

Áramótaspá Siggu Kling

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska