Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.

Elsku fiskurinn minn.

Þú ert svo mikill sáttasemjari og friðelskandi mannvera en svo líka hefurðu þá eiginleika að geta breytt þér eftir behag.

Fiskarnir tákna fætur fólks alveg eins og tvíburarnir tákna hendur og ef þú vilt ekki hreyfa þig úr stað þá hreyfist ekkert. Þú hefur þennan kraft að allir veita því athygli sem þú segir.

Þú ert orðheppinn og fljótur að læra allt mögulegt. Vorið er þinn uppáhaldstími og blómatunglið er fullt 12. maí og 12. maí hefur að sjálfsögðu töluna átta sem er uppáhalds tala Kínverjanna og táknar eilífðina.

Í upphafi mánaðar verður þú svoldið pirraður elskan mín og lætur allt fara í taugarnar á þér en þetta breytist svo sannarlega þegar fyrstu tvær vikurnar eru búnar af þessum mánuði. 

Slakaðu bara á og slepptu stjórninni, ímyndaðu þér bara að þú sért í aftursætinu þegar einhver er að keyra og þú þurfir ekki að aðhafast. Þetta á við fyrstu tíu dagana í þessum mánuði svo eftir þá mun þér ganga svo vel og finnur hvernig hjartað þitt stækkar og ferð með flæðinu.

Þú átt eftir að nota þessa heillandi blöndu af sköpunargáfu og viðskiptaviti til að koma þér vel fyrir. Ef þú ert á lausu og langar til að skoða þig um skaltu bara gera það því mörg tækifæri eru í kringum þig!

Núna ertu að rannsaka hvern krók og kima tilverunnar, þú ert að ganga frá lausum endum en til að þetta verði nákvæmlega eins og þú hafðir hugsað þér, bjóddu þá ekki pirringnum heim til þín.

Þegar líða tekur vel á maímánuð og þú ert að planleggja nýtt frí, ferðalag eða jafnvel búsetu í einhvern stuttan tíma þá finnurðu spenninginn og tilhlökkunina en lífið er svo fljótt að breytast úr dökku yfir í bjart. Birtan vill nefnilega eiga heima hjá þér.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Fiskar

Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.

Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.

Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.

Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.

Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.

Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.

KLINGLAND

Maíspá fyrir önnur stjörnumerki!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu áskorunum!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Mikilvægt að daðra við lífið

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Hreinsun í nánd

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Elskaðu allt sem er

23. september til 22. október

Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur óviðjafnanlega töfra

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

0
    Karfan þín