
Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri
Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Elsku fiskurinn minn!
Það er eins og allt raðist upp eins og þú vilt hafa það. Stundum getur komið upp hindrun sem tengist fólki sem þú getur engan veginn breytt eða stjórnað né komið út úr lífi þínu.
Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt því þá kemur vellíðan eða auðmýkt í hjarta þitt.
Þú ert eitt af þeim fjórum merkjum sem munu hagnast mikið á því að elsku hjartans fallegi Júpíter gefur þér svo mikla visku til að breyta rétt – sérstaklega í sambandi við fjármál, húsnæði og í raun allt sem skiptir máli.
Stundum þarftu að nota þrjóskuna sem þú fékkst í vöggugjöf að vera skrautlegasti karakterinn en fiskarnir eru oft þar. Þeir hafa fjölmarga hæfileika og geta heillað alla upp úr skónum ef þeir nýta sér þetta glow sem þeim er gefið.
Ef þér finnst þú fyllast af reiði á þessu tímabili (þó hún kunni að vera réttlát) skaltu róa þig, telja upp að 200 og gera ekkert í málinu. Það mun nefnilega leysa sig sjálft.
Fyrir þá sem finnst lítið vera að gerast, ekkert nógu spennandi og hamingjan sé fjarri þá verð ég að skila til þeirra að þeir búa til hamingjuna sjálfir. Það er vinna að heilla hamingjuna til sín og streyma henni út til annarra.
Þú skiptir öllu máli í þessu ferli og ekki kvarta yfir einhverju sem þú getur sleppt því að kvarta yfir. Hlustaðu vel á það sem aðrir hafa að segja
og sýndu því áhuga.
Í því er lykillinn að kraftinum og framanum fólginn. Þú finnur þá andlegan þrótt koma til þín og þar sem andinn og líkaminn eru samtengdir sérðu sjálfur að þú getur klárað það sem upp á vantar.
Sérstaklega góðir dagar munu koma til þín á tímabilinu 12.-27. júlí.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!
Deila stjörnuspánni

Frægir Fiskar
Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.
Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.
Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.
Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.
Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.
Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.