Fiskar: Notaðu stjórnsemina til að stoppa þig af
Fiskurinn er frá 19. febrúar til 20. mars.
Þú ert svo gott mix! Í þér býr þessi sterki aðili sem vill hafa allt á hreinu og halda um stjórnartaumana. Þú lætur sko ekkert stoppa sig í því. Hinn krafturinn er sá sem að vill að öllum líði vel og setur fjöldann á undan sér í röðina. Slíkt mix gerir töfra úr manneskju. Allt er að gerast á réttum hraða og á réttum tíma og þó þú eigir tímann geturðu ekki stjórnað honum eins og þú vilt.
Það er svo mjúk orka að fæðast hjá þér og djúpur skilningur gagnvart veröldinni og öllu því sem í henni býr. Þú finnur þessa ró eins og eldri maðurinn sem ég hitti einu sinni sem sagðist hafa fundið ró (hann var í fiskamerkinu). Svo dró hann ró (eins konar skrúfu) varlega upp úr vasanum og sýndi mér.
Þú hefur þá þörf að gera miklu meira en þú átt að gera svo notaðu þessa skemmtilegu stjórnsemi til að stoppa þig af! Þú átt bara að svamla eins og þú sért í kringlóttu fiskabúri. Þú hefur allt til að magna upp hvað sem þú vilt.
Leiðinleg orð annarra til þín skipta þig miklu minna máli núna en nokkurn tíma áður. Það er mikið að gerast í ástinni í desember fyrir þann sem er frjáls fiskur. Það kviknar eitthvað sem ég er ekki viss um að hægt sé að slökkva á aftur. Lífið gerist nefnilega þegar þú ert að plana eitthvað allt annað. Þegar þú ert hættur að leita að ástinni stendur hún beint fyrir framan þig! Þetta verða svo sannarlega gleðileg jól.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Fiskahálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Frægir Fiskar
Baltasar Kormákur leikari, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. 27. febrúar 1966.
Daniel Craig leikari. 2. mars 1968.
Jökull Júliusson söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo. 20. mars 1990.
Ólafur Darri Ólafsson leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. 3. mars 1973.
Rihanna söngkona. 20. febrúar 1988.
Rúrik Gíslason fyrirsæta, leikari og tónlistarmaður. 25. febrúar árið 1988.