
Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl
Elsku hrúturinn minn!
Þú hefur verið að taka þig á í ýmsum málefnum, til dæmis er varða líkamann og agann sem þú hefur nóg af og ert jafnvel öfundsverður af þeim sökum.
Þú átt eftir að setja þér tvö til þrjú markmið (ert kannski búinn að því) og lætur ekkert stoppa þig. Það er svo einkennandi fyrir þig að gera mjög mikið af öllu.
Ef þú ætlar að fá þér eitt glas endar það í mörgum flöskum. Ef þú ætlar að rífa þig í gang býrðu í gymminu! Það er svo mikilvægt að ef þú ert að skapa þig sjálfan sem fyrirtæki skaltu ákveða hvernig mánuðurinn á að vera.
Ákvörðun skiptir öllu máli svo stattu við hana, þú hefur sko agann til þess. Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn og lítur á lífið sem endalausa skemmtireisu sem það að sjálfsögðu er.
Það þýðir ekkert að reyna að temja hrútinn eða fá hann til undirgefni því hann hefur heldur ekki tamið í sér skapið. Það þýðir líka að hrútar eru sigurvegarar í flestöllum keppnum sem þeir taka þátt í.
Það er ekki mikið að gerast í þessum mánuði því þetta er mánuður tiltektar í sjálfum þér. Þar af leiðandi þarftu að leyfa lífinu að fljóta því þá nærirðu hjartað og nærð að njóta. Í ástinni er gott að vera stöðugur með sínum samferðarfélaga því annað mun leiða til upplausnar og
vesens sem þú nennir ekkert.
Ef þú ert með opið hjarta fyrir nýrri ást og ert á lausu væri gott fyrir þig að velja þér tvíbura, krabba og kannski ljónið. Þetta sumar er tími ástarinnar.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!
Deila stjörnuspánni

Frægir Hrútar
Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.
Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.
Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.
Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.
Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974.
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.