
Hrútur: Draumar verða að veruleika
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl
Elsku hrúturinn minn.
Kannski er svolítið furðulegt að nefna það en þú ert að fara inn í 15 ára tímabil þar sem ótrúlegir hlutir og ævintýri munu birtast þér. Það bæði léttir á hjarta þínu og eiginlega er hægt að segja að þú sláir í gegn!
Neptúnus var að fara inn í merkið þitt en það hefur ekki gerst síðan árið 1861 (ef þú manst eftir því!). Þú hefur mikið þurft að treysta á sjálfan þig og þú ert hörkumanneskja þó margar hindranir hafi mætt þér.
Lífið er eins og Monopoly eða Matador, þú lendir ekki alltaf á besta reitnum til að kaupa húsið í þeim leik. En núna hefurðu kraftinn til að þú lendir á réttum reitum. Það eina sem getur skyggt á þig að einhverju leyti er sjálfsvorkunn út af einhverju – þá muntu tapa völdum.
Það er heldur ekki hollt fyrir neinn að vorkenna einhverjum öðrum. Það kallar ekki fram góðar hugsanir, hvorki til þín né annarra.
Þú lætur það verða að veruleika sem einungis voru draumar áður. Það er sama hvort þú sjáir það ekki endilega fyrir þér að eitthvað sé að breytast því það er svo að allt getur breyst annað hvort á augnabliki eða hægt og rólega.
Svo taktu bara á móti því sem þú átt skilið! Opnaðu faðminn og bjóddu hamingjunni inn í hjarta þitt.
Þær peningaáhyggjur sem hafa gusast yfir þig eru í raun ímyndun eða einhver villa. Þegar þú skoðar betur geturðu raðað upp peningamálunum og lagað allt til ef eitthvað er að stöðva þig, t.a.m. út af skuldum eða þvíumlíku.
Þetta er samt ekki tíminn til að kaupa hús eða nýjan bíl ráðlegg ég þér. Skoðaðu frekar hvaða tilgang þú viljir í raun hafa. Það er enginn tilgangur eða ástæða þegar við fæðumst á þessa jörð.
Það ert þú sjálfur sem býrð til atburðarásina sem verður að því að þú getur allt. En þú þarft samt að skapa það sjálfur og óstuddur.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Hrútar
Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.
Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.
Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.
Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.
Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974.
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.