Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl

Elsku hrúturinn minn.

Þetta tímabil sem þú ert að tölta inn í snýst svo mikið um ákvarðanir. Ef þú tekur ákvörðun þegar þú hefur hugsað mikið um hvað þú ætlar að gera er hún yfirleitt röng.

Hins vegar – ákvörðun sem kemur eins og elding í höfuðið er yfirleitt sú rétta og ef þetta gerist þarftu að taka ákvörðun innan fimm til tíu mínútna til að gera eitthvað í málunum.

Rétt eins og í fótbolta getur þú ekki hugsað um hvort þú eigir að gefa á hinn eða þennan eða skjóta í markið – þú þarft að hugsa hratt. Svona er þessi tími sem þú ert að fara inn í núna. Í þessum krafti sem einkennir tímann finnurðu hershöfðingjann í þér og nærð aftur stjórninni því stjórnleysi af einhverjum toga hefur svolítið einkennt kraftinn þinn undanfarið.

Innan vinnustaðar eða einhverrar kreðsu breytir þú um stöðu. Þú skiptir um skoðun um hvernig þú ætlar að framkvæma viss verkefni og lætur bara engan stjórna þér því um er að ræða þitt líf og þú átt að taka ákvarðanir sjálfur.

Eftir þér verður tekið og sumt fólk verður ótrúlega reitt út út þig en það þýðir ekki neitt því þú ert að fara á svo flottum hraða inn í þennan sterka kafla í lífi þínu og þér finnst þú vera úr stáli … eða kannski það sem er örlítið sterkara, verkfærastáli! Allt sem þú hefur vanmetið þig varðandi og fundist þú ekki fá nægilega mikið af hinu eða þessu áttarðu þig á.

Hinir sterku leiðtogar sem tróna yfir þessu merki fá meira fyrir sinn snúð því þeir vita hvað þeir vilja. Það er erfitt að hemja hrútinn og það þarf að gefa honum svolítið lausan tauminn, þá gengur ástin vel. Það þýðir ekkert að króa þig af, því það gengur bara í smá stund.

Í sjónmáli eru peningar sem þú þarft á að halda og líka manneskja, sterk manneskja sem gefur þér svo margt sem þú þarft líka á að halda. Það er karmatenging milli þín og þessarar manneskju sem er að koma inn í líf þitt. Þetta er spennandi og áhrifaríkt tímabil sem þú ert að fara inn í.

Ég myndi segja að þú þurfir að hugsa 90 daga fram í tímann, krafturinn fylgir þér næstu 90 daga. Þú skalt fara í gengum þetta samt án þess að pirra fólk að óþörfu en ef þú nauðsynlega þarft þess… þá bara let´s go!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Hrútar

Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.

Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.

Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.

Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.

Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974. 

Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín