
Hrútur: Taktu áskorunum!
Hrúturinn er frá 21. mars til 19. apríl
Elsku hrúturinn minn.
Þú ert að fara í eina merkilegustu þrjá mánuði í lífi þínu, allt sem að kemur til þín eða er í kringum þig núna eru aðstæður til þess að þú takir ákvarðanir og það er kannski erfitt að taka réttar ákvarðanir.
Þú átt eftir að skynja rétta ákvörðun þannig þegar þú hugsar hvað þú ætlar að gera finnurðu fyrir miklum létti. Ef þú tengir bara við kvíða gagnvart einhverju ættirðu að líta í aðra átt og skoða annan möguleika.
Líkaminn talar við þig og er svo fljótur að skynja rétt eða rangt, nákvæmlega eins og þegar þú verður snögglega hræddur þá geturðu fengið sting í magann eða einhvers staðar annars staðar á sekúndubroti.
Margt er að koma til þín sem gæti samt valdið streitu og þú skalt breyta orðinu „stressaður“ yfir í „spenntur“.
Ýmislegt hefur barið á þér undanfarið en það er líka til að koma þér af stað eins og byssuskotið í Ólympíuhlaupinu þegar maður er að spretta af stað. Það verður svo mikið adrenalínflæði hjá þér og þar af leiðandi áttu eftir að taka áskorunum.
Venus og Neptúnus eru í þínu merki núna og það hefur ekki gerst í 165 ár. Margir eru að skipta sér af þér og segja þér hvað þú átt að gera en dómgreindin er þín og ákvörðunin er þín en ekki annara.
Ástin getur annað hvort orðið yfirþyrmandi eða ekkert er að gerast og ef þú ert í sambandi geturðu bjargað öllu … bara ef þú vilt.
Þú verður líka að gefa þér frítíma sem er bara fyrir þig, ekki fjölskylduna og ekki ástina heldur ÞIG. Það býr í þér hellisbúi og þó þú hafir mikinn kraft endurnýjar þú þig helst þegar þú ert einn og í friði.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Hrútar
Björgvin Halldórsson söngvari. 16. apríl 1951.
Elton John píanóleikari, söngvari og lagahöfundur. 25. mars 1947.
Lady Gaga leikkona, söngkona og lagahöfundur. 28. mars 1986.
Robert Downey Jr. leikari. 4. apríl 1965.
Victoria Beckham söngkona og fatahönnuður. 17. apríl 1974.
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. 15. april 1930.
This Daily Card is missing. Please contact the site administrator.