
Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku ljónið mitt.
Þér finnst lítið vera að gerast eða að fara í þá átt sem þú vilt. Þú þarft að sleppa tökunum, setja frið í hugann og leyfa lífinu að leysa hnútana fyrir þig.
Þú átt eftir að finna mikil áhrif frá Neptúnusi sem fór inn í hrútsmerkið þann 30. mars og það eru skilaboð til þín. Þó þú eigir ekki að stjórnast í öllu þarftu að hafa 100% plan fyrir næstu sex mánuði í hið minnsta.
Þú skrifar niður lukkulistann, getur ákveðið að fara í sund tvisvar í viku, að efla námið, gera eitthvað varðandi vináttu eða eitthvað annað. Þetta er svo mikilvægt að þú trúir því vart.
Þú skalt skrifa niður 20 atriði á tveimur mínútum því þegar þú ert að hugsa ofsalega hart hvað þú ætlir að gera er eins og heilabúið á þér sé fullt af fyllibyttum sem eru að senda sömu hugsun. Þegar þú gerir þetta sem ég var að benda á gerist þetta ósjálfrátt og af sjálfu sér.
Þarna koma fram merkilegir hlutir og merkileg skrif sem eiga eftir að rætast því þú lendir í ákveðinni atburðarás til að þetta geti gerst sem fer niður á blað.
Sumt af þessu þarftu að taka upp símann eða einhver skref til að atburðarásin fari af stað í átt að þessum lukkuskrefum. Þetta er svokallaður bucket listi en þú ætlar bara að gera hann fyrir næstu sex mánuði, ekki lengur.
Þú ert á háu spennustigi hvað varðar ást eða elskhuga ef þú ert á lausu og margt mun gerast á þessu sviði en ekki endilega til frambúðar.
Njóttu stundarinnar sem þessi spenna og ástarorka gefa því eitt leiðir af öðru og allt í einu ertu komið í óskasambandið en það er reyndar ekki strax. Nú er tími til að lifa til fullnustu!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Fræg Ljón
Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.
Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.
Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.
Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.
Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.