Ljón: Ekki láta neinn ráðskast með þig
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku Ljónið mitt, þín orka er frjáls í eðli sínu, alveg eins og ljónin eru frjáls á sléttunni er enginn sem stjórnar þeim hvað þau eiga að gera yfirleitt. Skilaboðin til þín elskan er að þú skalt passa þig á að einhver stjórni þér ekki og segi þér fyrir verkum því með því heldur sá hinn sami að hann sé yfir þig hafinn.
Þetta getur verið persóna sem þú hefur hag af að sé inni í lífi þínu en útkoman á þessu öllu saman gæti orðið svo allt öðruvísi en þér dettur í hug. Svo horfðu í spegilinn og spurðu sjálfa þig: „Er það ég sem er að stjórna mínu lífi?“ Þú ert forstjórinn yfir sjálfinu og sálinni og þegar þú tekur frelsið þitt til baka (þó þú sjáir ekki endilega fjötrana) sérðu það um leið um þú tekur það til baka.
Það eru miklar breytingar búnar að vera í kortunum þínum og næsti mánuður og næstu tveir skipta svo miklum sköpum í sambandi við þá uppbyggingu sem þú ert að gera. Hvort sem sú uppbygging tengist öðrum, sjálfu þér, vinnunni eða ástinni skiptir ekki máli. Strax í byrjun nóvember mun þér verða stillt upp við vegg og þú verður látið taka ákvörðun um svo margt.
Vertu skrefi á undan því þú færð hugboð eða boð til hugans sem eru bara eins og sms og eru svo rétt. Í þessu hér er líka átt við að þó þú sért sú týpan sem er já-manneskja; hjálpsöm og vinamörg er ég alls ekki að segja þér að þú eigir að segja „já“ heldur hlusta aðeins betur á það sem er verið að biðja þig að gera svo þú flækist ekki inn í net eða vitleysu sem þú átt ekki heima. Ef eitthvað virðist vera of gott til að vera satt er það lygi. Þegar þú sérð hverjum þú getur treyst 100% verður útkoman á þessu öllu saman svo miklu, miklu betri en þú hefur þorað að vona!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Fræg Ljón
Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.
Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.
Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.
Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.
Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.