Ljón: Þú ert í himnaríki
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku ljónið mitt!
Það eru sterkir tímar fram undan og þú finnur að þú getur miklu meira en þú heldur. Þú finnur stuðning og fyllist af sjálfsást sem er mikilvægasta ástin því þá laðarðu að þér betra fólk og tærari manneskjur sem þú átt svo sannarlega samleið með. Þú ert ekki alveg nógu mannglöggt og það er gott fyrir þig að fá lánaða dómgreind eða spyrja aðra hvað þeim finnst.
Einlægni þín verður svo falleg og með einlægni töfrarðu til þín þá persónu sem þú hugsar um þessa dagana. Þú þarft ekki að skrökva, nota nein ósannindi, þarft ekki að breiða yfir neitt sem hefur gerst. Það er eins og þér finnist þú vera endurfætt.
Næstu þrír mánuðir eru svo mikilvægir fyrir ljónið og þarna byggirðu sterkar undirstöður og lagar til í kringum þig sem þér finnst megi betur fara. Þú lætur engan fara í taugarnar á þér eins og oft áður og þannig byrjar friðurinn að magnast upp innra með þér, það er meiri háttar tilfinning! Það fer stundum í taugarnar á mér hvað íslenskan er stundum ekki jafn sterk og enskan og ég finn jafnvel ekki rétta orðið á íslensku til að lýsa fyrir þér hvað er á leiðinni til þín. Það er einhvers konar andlegt (e. spiritual) tímabil að koma yfir þig, svo sterkur skilningur á hvernig þú getur sigrað þær þrautir sem eru lagðar fyrir þig og þó þú sért búið að fara í gegnum helvíti skynjarðu miklu stærra himnaríki sem býr í sálu þinni.
Ekki efast um ástina ef hún er hjá þér, hvorki vertu tortryggið né afbrýðisamt. Þannig verður allt svo miklu betra og skemmtilegra og þú finnur það frelsi sem þú þarft í hjartanu. Í enda mánaðarins, sérstaklega 26. 27. og 28. desember (eða bara allir síðustu dagar sem skreyta desember) gefa þér lykil eða vitneskju og þú kemst að sannleikanum.
Sigur er útkoman á þessu ári en vandaðu þig vel yfir áramótin því þar virðist vera einhvers konar mínus. Þú getur séð þegar erfiðleikarnir hefjast; þú hellir óvart úr glasinu, rekur þig í, eitthvað dettur. Allt þetta eru viðvaranir varðandi að hugsa málið betur og þegar slíkt á sér stað þarftu að biðja um blessun í kringum þig og fara varlega. Merkilegur hópur er að myndast í kringum þig, sé ég, sem hefur skemmtilega lífssýn sem þú tengir við og opnar fyrir þér nýjar dyr og nýja möguleika þar sem þér finnst þú vera velkomið.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Ljónahálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Fræg Ljón
Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.
Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.
Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.
Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.
Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.