
Ljón: Hreinsun í nánd
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.
Elsku ljónið mitt.
Þú yndislega kraftmikla vera sem hefur svo háa og djúpa skynjun á hinu andlega. Þér finnst stundum þú skiljir ekki hvað þetta líf er að færa þér.
Undanfarið hefurðu verið bæði glaður og sorgmæddur, jafnvel á sama klukkutímanum. Sá tími hefur komið að þú sérð ekki tilganginn með þessu öllu saman.
Það er þó svo að það er enginn tilgangur með lífinu þar sem þú ert undir stjórn á þessu ferðalagi. Þá ert það ÞÚ sem ræður því hvaða tilgang þú hefur í því og hvernig þér líður varðandi það.
Þegar þér líður vel, þegar vellíðan streymir um þig, mundu að klappa aðeins á hjartastöðina þína eða bringuna því þá festirðu betur þá líðan í minni frumanna þinna.
Mars er sterkur í þínu merki núna og hann er pláneta vinnusemi. Þannig er best að drífa sig að klára þau mál sem sitja á hakanum. Eins og var hér áður fyrr var vorhreingerning í hverju húsi til að fagna birtunni. Þegar búið er að hreinsa til líður þér svo vel.
Þegar sólin skein inn sást allt rykið, svo það er allt í hreinsun hjá þér. Það er verið að hreinsa burt andlega og líkamlega kvilla og þú verður að trúa því að þessi kraftur sem umlykur þig geti breytt stöðunni á stuttum tíma.
Þegar þú sérð að þú getur miklu meira en þú hefur gert — að þú hefur aflið og máttinn og svo dýrðina —Þá muntu aldrei fara til baka í volæði eða vesæld.
Þessir 90 dagar sem eru að blasa við snúa öllu við og þú þarft að biðja máttinn í öllu, almættið, um skýr svör því þeir sem eru að ganga í gegnum dimman farveg taka ekki eftir að það er opin hurð við hliðina á þeim til að skipta um orku. Skipta um líkamlegan kraft.
Það er ástarorka yfir hjá þér en ef þér líður ekki fullkomlega vel með sjálfan þig skaltu varast það að velja þér maka eða kærasta eða kærustu á þessum tíma, því þeir sem nálgast þig ef þú ert í vanlíðan, þeir annað hvort stjórna þér eða hafa ekkert að gefa.
Þegar þú ferð á topp veraldar þinnar í hug og anda hittirðu þann aðila sem passar alveg inn eins og legokubbur í legokastalann þinn.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Fræg Ljón
Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.
Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.
Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.
Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.
Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.
Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.