Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku ljónið mitt.

Þetta er árið sem kennir þér að efast ekki um þig sjálft. Árið mun sýna þér hvað þú ert, hvað þú vilt og hvernig þú getur fengið það. Fyrstu tveir mánuðir ársins verða þér örlítið erfiðir og þú skalt passa þig að vera með fólki sem eflir hug þinn, því þú virðist ekki vera alltaf góður mannþekkjari. Svo ef þú sérð rautt flagg gagnvart persónu – ekki horfa fram hjá því heldur er best að loka strax og læsa. Það er verið að stýra þér í ranga átt eða segja þér ekki alveg sattfrá en þú tekur þessu öllu létt því þú hefur lært að láta ekki þá steina í götu þinni stoppa þig, það stoppar ekkert ljónið sko!

Þú hefur töluna 17 sem er jafnt og áttan sem gefur þér að þetta verður mjög hratt ár því áttan er eilífs lífs og dauða. Því verður margt sem breytist ógnarhratt hjá þér en það er af hinu góða, þó þú sjáir það ekki strax. Ef þú ert á lausu þá af öllum þessum aðdáendum sem þú hefur veldu þér þá einhvern sem þú getur hugsað til frambúðar. Svolítið eins og að velja sér húsgagn, föt eða slíkt. Það passar ekki allt við þá sömu manneskjuna og manneskjur eru misjafnar. Og þú þarft að velja þér eitthvað sem er flott merki og endist vel.

Nú áttu ekki að næla þér í ástina, reyna að breyta henni eða laga galla hennar því það hentar þér ekki núna. Þar sem áttan er tákn peningaorku mun þér sópast töluvert af peningum en þeir geta farið eins fljótt og þeir komu svo taktu upp það ráð að spara eða setja peninga til hliðar. Ég sé ekki betur en þú farir í merkilegt ferðalag um miðjan veturinn, eitthvað sem þig hefur langað lengi að gera.

Ef þú átt í vandræðum með yfirvöld, lög eða reglur skaltu bara sýna auðmýkt og vinna með viðkomandi, þá leysist það fljótt og örugglega. Margir í þessu merki verða áberandi á árinu, enda er hægt að segja að öll ljón séu áhrifavaldar!

Gleðilegt ár elsku ljónið mitt.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Ljónahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Fræg Ljón

Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.

Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.

Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.

Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.

Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.

Áramótaspá Siggu Kling

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska