Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst.

Elsku ljónið mitt.

Þetta er það tímabil þar sem þú þarft sjálft að taka ákvörðun um hvað þú ætlar að eltast við eða hvað er í raun mikilvægast í lífi þínu.

Þú átt ekki að eltast við fólk sem er í raun og veru kannski bara alveg sama. Þetta gæti tengst ástarmálum eða vináttu … sem er ekki alvöru ef þú þarft að eltast við hana.

Það er langbest að vera eins kyrrt og þú getur. Ekki fara í löng ferðalög eða skipuleggja of mikið og ekki lofa einhverju sem þú ert ekki visst um að geta staðið við.

Þetta er góður tími til að töfra í þessu lífi, kalla til þín það sem þú átt skilið, því svo sannarlega hefurðu máttinn til þess. Þú hefur einnig máttinn til að kalla til þín drama og leiðindi en það finnst þér ekki skemmtilegt ef ég þekki þig rétt, elsku tignarlega ljónið mitt.

Einhverja hreinsun sé ég sem tengist veikindum sem þú gætir hafa frétt af nýlega eða ef þú telur þig sjálft hafa tiltekin veikindi. Það er hreinsun á kraftinum í tengslum við þetta og þér fer að líða betur því það er ekkert að líkamanum þínum.

Þú skalt muna að klæða þig í einhverja fallega liti, það er mikilvægt. Laga þig til á hverjum degi því þannig seturðu kraft inn í daginn, ekki bara vera. Þú skalt taka eftir tölum í kringum þig, þær eru endurteknar aftur og aftur. Skrifaðu þær hjá þér því þetta eru töfratölur, verið er að opna skilningarvitin. Sendiboðar koma til þín, fólk sem segir eitthvað við þig. Það er verið að senda til þín visku úr öllum áttum til að hjálpa. Sendiboði þýðir nefnilega engill. Opnaðu þig og leyfðu viskunni að njóta sín.

Enginn dæmir þig meira en þú sjálft og þú hefur samskiptahæfileika en skortir stundum kraftinn til að nýta þá.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Fræg Ljón

Antonio Banderas kvikmyndaframleiðandi og leikari. 10. ágúst 1960.

Ben Affleck kvikmyndaframleiðandi og leikari. 15. ágúst 1972.

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður. 28. júlí 1988.

Jennifer Lopez dansari, söng- og leikkona. 24. júli 1969.

Mick Jagger söngvari Rolling Stones, lagahöfundur, leikari og dansari. 26. júlí 1943.

Tómas Lemarquis leikari. 3 ágúst 1977.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín