Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.
Elsku Meyjan mín, Þetta eru góðir tímar hjá þér núna. Hins vegar eru hugsanir þínar á ljóshraða og eins og Austurlandahraðlestin búi í heilanum á þér. Þess vegna getur þér fundist að þú sjáir að svo margt sé bara í bölvaðri vitleysu og veist ekki í hvorn fótinn þú eigir að stíga en þetta er meira það sem hugur þinn er að búa til.
Ef þú lendir í áfalli gagnvart manneskju eða öðru fólki skaltu muna fimm daga regluna … bíddu í fimm daga því eftir fimm daga er allt breytt. Svo ekki snúa öllu við, hringja í mann og annan þó ýmislegt komi upp á, bíddu bara róleg, það er verið að lagfæra þetta, svo farðu bara að horfa á einhverja þætti og dúlla þér.
Ekki loka samt á þá manneskju sem stígur á tærnar á þér, vertu æðrulaus og almennileg því seinna í lífinu mun hún dúkka upp og hjálpa þér þegar þú þarft að því að halda. Þú verður mjög upptekin í að skipuleggja svo margt sem er ekki endilega ofsa stórt heldur litlir og fallegir hlutir, s.s. áhugamál eða ferðalög.
Barnsfæðing mun eiga sér stað hjá einhverjum í kringum þig og þessi litlu hlutir gefa þér svo góðan stuðul af vellíðan og hamingju því þar líður þér í raun best. Það eru sérstakir dagar hjá þér sem skipta meiru en aðrir og þegar fulla tunglið í nautsmerkinu er í kringum 15. nóvember færðu frábærar fréttir sem breyta mörgum ákvörðunum. Þetta er er líka tími sem einhver yfirgefur þig … til að mynda tengt vináttu.
Þetta er þó enginn stressvaldur, bara eitthvað sem þurfti að gerast. Ef þér finnst hafa hrikt í ástarmálunum og það gangi ekki ný ástarsambönd ens og þú vilt hafa þau skaltu vita ef það gengur ekki í upphafi mun það aldrei ganga. Svo ekki láta neinn búa í heilanum þínum með sjónvarp, síma og legubekk heldur slíttu þessi tengsl, annars á það eftir að aftra þér og ekkert hik elsku meyjan mín. Í fjármálunum rúllast svo margt upp en á góðan máta svo til hamingju með það!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægar Meyjur
Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.
Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.
Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.
Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.
Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.