Meyjan: Elskaðu allt sem er

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín.

Það er alveg víst að þú veist að þú þarft að standa þína plikt. Þú ert sú manneskja sem ég myndi velja í flest verkefni því það sem þú ætlar að gera gerir þú svo vel.

Það er eins og það færist yfir þig friður, auðmýkt og ró og þú ert að fara í einhvers konar tímabil þar sem þú getur sinnt því sem þú elskar. Þú finnur leið að peningastreymi og peningar eru bara orka sem getur verið svo skemmtileg.

Hins vegar skaltu ekki bera ábyrgð á annara manna fjárhag nema þú getir misst þann pening án þess að erfiðleikar heimsæki þig.

Þú ert annað hvort að rífa niður eitthvað í húsnæðinu þínu, breyta, mála. Hvort sem um er að ræða stórt eða lítið verk fyllir það huga þinn á meðan og lætur þig ekki hugsa um vandamál sem þú getur hvort eð er ekki leyst.

Þegar þú byggir upp umhverfið þitt byggirðu upp andann þinn í leiðinni. Það er svo mikið verið að tala um að við séum að ferðast inn í fimmtu víddina.

Það er samt svo að líkami þinn er þriðja víddin, hugurinn er fjórða víddin og undirmeðvitund og sálin þín er fimmta víddin. Það er eina sem þú þarft til að kveikja á þessari vídd er ást á öllu sem er.

Þetta verður rólegt og einfalt sumar, aldeilis öðruvísi en síðasta sumar hjá þér því þú ert búin að ná svo miklu meiri tökum á tilfinningum þínum. Þú átt eftir að læra á þessum tíma andlega hluti og skilja svo vel af hverju lífið hefur verið eins og það var.

 Í ástinni skaltu ríghalda í þann sem er í lífi þínu og vinna út úr þeim vandamálum sem eru í öllum samböndum. Þú þarft að vera tilbúin að gefa meira en þú þiggur í þessu máli — þá verður útkoman falleg.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

KLINGLAND

Maíspá fyrir önnur stjörnumerki!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu áskorunum!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Mikilvægt að daðra við lífið

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Hreinsun í nánd

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Elskaðu allt sem er

23. september til 22. október

Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur óviðjafnanlega töfra

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

0
    Karfan þín