Meyjan: Miklar breytingar í vændum

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín.

Þetta er mánuðurinn sem getur breytt öllu lífi þínu. Það koma tækifæri eða þú hittir einhvern eða fattar bara að þú ert með öll svörin sjálf.

Þú átt fulla tunglið alveg skuldlaust sem birtist 14. mars og þá er eins og það sé dregið frá leiksviðinu og þú sérð nákvæmlega hvernig hlutir raðast upp, hver er sannur og hver er svindlari.

Ef þú hefur látið illt eða vont yfir þig ganga á síðustu misserum þá er réttlætið staðsett heima hjá þér. Og þá sérðu hvernig þú getur brotið það niður sem má brjóta niður og byggt það upp sem er hjarta þínu kærast.

Meyjan hefur það tákn að hún stjórnar líkamanum og ef það er eitthvað sem þú hefur ekki skilið varðandi líkamann eða líkamlega heilsu, óvenjulega þreytu eða eitthvert vesen birtist lausnin í þessum mánuði sem fram undan er.

Það sem ég er farin að blanda aðeins inn kínverskri stjörnuspá er dagur svínsins 18. mars og í kringum þann dag færðu ofurkraft. Þú færð beintengd skilaboð frá mættinum sem er í öllu og það er engin hræðsla í þér, sama hvað þú þarft að horfast í augu við.

Það versta sem hamlar manneskjunum er óttinn því hann hindrar allar framfarir. En þitt hindrunarhlaup er að leiðarenda komið og þú stendur uppi með sigurverðlaunin.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín