Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín!

Þú hrífst alltaf af fegurð, hvort sem er í fatavali, umhverfinu eða stjörnunum sem sjást ekki núna …eða bara í náttúrunni í kringum þig. Þú átt eftir að hafa töluvert fyrir stafni á næstunni.

Innifalið er mikill leikur og skemmtanir og þú átt eftir að taka það allt inn í vitundina. Þessi hressing og vinna á við þig en ekki kvarta þó þú þurfir aðeins að hvíla þig.

Í ástinni ertu sterk ef þú nennir að spá í henni en ef þú ert að spá í einhverri sérstakri manneskju þarftu að vera ákveðin! Ekki gefast upp. Stundum er ástin langhlaup en ef þú ætlar þér eitthvað færðu það.

Þú þarft að sýna mikla þolinmæði í þessum mánuði, mikla. Það kemur oft fyrir að þú þurfir að bíða lengur en þú vilt að svari varðandi verkefni eða hvað það er en annars er ekkert að hrjá þig persónulega.

Þú ert að leysa lífsgátuna og ert að gera það vel. Fullt tungl er í steingeitinni þann 10., 11. og 12. júlí – einhvern tíma á þessu tímabili – og það merkilega er að Júpíter er í krabbamerkinu en það eru 12 ár síðan það gerðist síðast.

Þetta er til marks um að þú þarft að endurskoða margt á þessu magnaða lukkutungli, klára alla lausa enda og ganga frá hlutum.

Þá snýst allt þér í við og meira en þú getur ímyndað þér. Júpíter er pláneta allsnægta og þú ættir að finna fyrir að allt gangi betur í veraldlegu deildinni.

Mikilvægt er að gera eitthvað öðruvísi á þessum dögum, breyta til og búast við því og vita að þú ert fædd undir lukkustjörnu!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Fb messenger
X (Twitter)

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín