Nautið: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt.

Þetta dásamlega ár sem er að heilsa þér breytir mörgu í kringum þig! Ég get ekki sagt að janúar verði þinn allra besti mánuður, spólaðu yfir hann eins hratt og þú getur. Strax þann 1. febrúar og frá honum byrjar aldeilis að vegna vel hjá þér. Þá verður þú búið að leysa verstu flækjurnar og þú þarft líka að skipuleggja svolítið betur þá peninga sem detta í vasa þinn. Þú ert nefnilega svo örlátt að stundum virðist vera gat á vasanum og þú dreifir peningunum á eftir þér.

Upp úr þessu tímabili tengist þú hóp eða stóru tengslaneti og þar lærðu eitthvað svo miklu meira. Það birtist í kringum þig fólk með svo ótrúlega merkileg skilaboð og eru það einhvers konar sendiboðar til þín (orðið sendiboði þýðir bara engill, sem er aldeilis skemmtilegt).

Þú finnur að kærleikur í hjarta þínu verður meiri og þér hlýnar frá toppi til táar og er þetta vegna þess þú sérð hvað þú skiptir miklu máli. Þú átt til að draga þig of mikið í hlé ef þér líður ekki vel þá áttu akkúrat að taka í hnakkadrambið á þér og fleygja þér út!

Fram undan er þitt besta tímabil frá apríl og fram í júní. Apríl setur fyrir þig hindranir sem þér finnst lítt spennandi en það er ástæða fyrir öllu. Það muntu svo sannarlega sjá eftir afmælisdaginn þinn. Sannleikurinn kemur í ljós fyrir þá sem leita að honum. Ef logið er að þér eða þú svikið færðu sannleikann til þín í sparifötunum og þá sérðu og sýnir öðrum að ekkert var þér að kenna.

Þar sem þú ert fætt í fimmta mánuðinum á árinu (nokkurn veginn) færðu töluna fimm með þér á þessu ári. Hún gefur þér miklu meiri gleði en þú bjóst við. Árið 2024 bar með sér töluna fjóra sem var erfið og miklu minna spennandi svo þetta ár er það tímabil sem þú veist hvað þú átt að gera því þú færð í hendurnar þau verkfæri sem þú þarft til að brjótast í gegnum það sem þú vilt. Eini mínusinn sem ég sé er að ef þú ert þannig týpa af nauti sem breytir aldrei neinu og labbar í hringi heima hjá þér nær þessi kraftur þér ekki. Þú þarft að rétta höndina út í hringiðu lífsins til að missa ekki af neinu.

Þú nýtir tímann svo vel þetta sumar, þú ert glaðara með lífið og tækifærin. Samt iðkarðu einfaldari hluti og nýtur einfaldara lífs. Það er eins og andleg braut þín sé að opnast svo um munar, þú sérð það upp úr ágústmánuði eða síðla sumars og út allt árið og með því að vera á andlegum nótum sérðu betur hvernig þú getur stjórnað þessu lífi.

Þó þú hafir lent í sorg og misst einhvern frá þér skaltu frekar gleðjast yfir þeim tíma sem sú persóna var hjá þér eða og vera ekki dapurt yfir því hún sé komin í aðra vídd. Kallaðu á þá sem farnir eru til að hjálpa þegar þú þarft á því að halda, þú nefnilega þarft að fá hjálp frá þessum verum, annars geta þær ekkert gert. Ég ætla að bæta við að þar meðtalin eru dýrin, því þau eru merkilegri en mennirnir þó þau tali annað tungumál.

Gleðilegt ár elsku nautið mitt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

Nautahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Fræg Naut

David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.

Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.

George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.

Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.

Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.

Áramótaspá Siggu Kling

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska