Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt.

Auðvitað hefur verið alls konar pirringur í kringum þig undanfarið en það er bara því þú leyfir honum að fara inn í veröldina þína. Það eina sem getur drepið þig eru hugsanir þínar.

Þú ert algerlega að fara að slá í gegn fyrir sjálfan þig og þú dreifir óvenjulegum blæ í kringum þig þannig fólk fer að hugsa: Hver er þetta? Hvernig týpa er þetta? En enginn mun komast að því vegna þess þú lætur ekki alla vita af öllu.

Þú ert þagmælskt um hluti sem geta verið eitraðir því slúður er eitur. Slúður á heima hjá þér ef þú slúðrar og dæmir þú aðra verður þú dæmt. Við erum ekki sett á jörðina til að dæma aðra.

Ekki að ég sjái að þú sért slúðrari, ég er t.d. naut sjálf og ef ég heyri slúður í kringum mig, stoppa og sting því aftur upp í mig (og skila því helst í klósettið ef ég get!). Það er óvenju mikil ást í loftinu og hefur verið.

Ekki að þú takir endilega eftir því en ef þig langar í ást skaltu leyfa því að gerast. Þú verður samt að gefa leyfi, ég leyfi að… það er ekki svo auðvelt að stela hjartanu hjá þér.

Þetta verður svo sterkur mánuður hjá þér. Meyjutunglið í kringum 14. mars gerir það að verkum að það er eins og þú hafir sett þig sjálft í hreinsun hjá einhverri efnalaug, verstu hnökrunum verður létt af þér sem þú hefur safnað saman og gleymt að henda.

Þú fyrirgefur þér sjálfu sem og öðrum. Þú þarft ekkert að ræða við þann sem hefur stigið á þig heldur talaðu það út í andrúmsloftið. Tala það út í kraftinn í kringum þig.

Ég fer t.d. niður að sjó sem er svo máttugur og tekur við því sem ég þarf að henda. Það er viss jónun sem á sér stað niðri á strönd og sjórinn er læknandi fyrir líkama og sál.

Hentu því frá þér sem þjónar þér ekki eins og þú sért að fleygja bolta eða fleyta kerlingar, farginu verður þar með af þér létt. Þegar þú gerir eitthvað af þessu tagi byrja að læknast óútskýrðir verkir, gigt eða hvað þú vilt kalla það.

Þegar okkur líður illa fara nefnilega að myndast bólgur í líkamanum og valda veseni. Ég ætla annars að hrópa ferfalt húrra fyrir þér því það er svo sannarlega hægt að segja að þinn tími sé kominn. Taktu á móti því með því að breiða út faðminn og segja TAKK!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Fræg Naut

David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.

Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.

George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.

Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.

Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín