Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.

Elsku nautið mitt.

Þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú þarft að vera staðfast og hugrakkt. Ekki er nóg að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hæstur. Þú ert mikill hermaður en samt hermaður friðarins. Þegar ekkert annað dugar þarftu að taka til þinna ráða og ráðast á verkefnið.

Ekki hugsa samt allt of mikið fram í tímann. Taktu eina mínútu í einu í huganum, þannig nærðu öllu sem þú hefur verið hrætt við. Þetta getur tengst mörgu – skóla, fjölskyldu, vinum eða þess háttar.

Ég sé eitthvert óréttlæti tengt peningamálum sem þú þarft að takast á við og þegar þú gerir það birtast töfrar.

Þú átt eftir að finna mikið fyrir ást og kærleika. „Kærleikur“ er mitt uppáhaldsorð og ef þú skoðar t.d. enskuna eiga þeir bara orðið „ást“ (e. love).

Þú skalt leggja hönd á hjarta og biðja um þennan fallega kærleika sem er allt í kringum þig og á að vernda þig gagnvart öllu. Alls ekki nota reiðina í því sem þú þarft að laga heldur skrifaðu niður stikkorð varðandi hvað þú ætlar að segja og leggðu svo af stað.

Fyrir þá sem vilja leyfa ástinni að koma og kitla sig: Útgeislun þín og ára gera það að verkum að það flykkjast að þér gyðjur eða goð.

Mikilvægasti tími mánaðarins er í kringum miðjan mánuð og tengist meyjartunglinu sem er í meyjarmerkinu. Í kringum 16. apríl er eins og þú opnir augun fyrir dásemdum lífsins og þar sem þú hefur undirliggjandi skyggnigáfu (þó þú vitir sennilega ekki af því!) verður þér sýnt ýmislegt, annað hvort í draumi eða vöku… eitthvað alveg ótrúlega fallegt.

Þú þarft samt að muna að þú ert ekki á hraðbraut því þar fer maður allt of hratt og sér ekki þennan mátt eða þessar sýnir. Heimilið gefur þér þessa innsýn og máttur móður jarðar færir þér líka almáttugt afl.

Þar sem fókus fer, lífið er. Hugsaðu ekki um það smáa og hafðu hugsjón háa. Allt er að raðast upp eins og þú óskaðir að lífið yrði.

Þú ert einnig að fara inn í 15 ára tímabil eins og hin stjörnumerkin svo mikið mun breytast hjá þér. Hafðu trú, það er lykillinn að öllu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Fræg Naut

David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.

Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.

George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.

Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.

Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.

Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.

KLINGLAND

Aprílspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Draumar verða að veruleika

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sterk orð skapa sterkt líf

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

23. september til 22. október

Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Hlaðborð í vændum!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið!

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd

0
    Karfan þín