
Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs
Nautið er frá 20. apríl til 20. maí.
Elsku nautið mitt.
Þetta eru svo spennandi tímar sem eru fram undan en kaos hefur verið svolítið ríkjandi en þú þarft bara að leysa úr því eins og hverri annarri krossgátu.
Eina ástæðan þess að svona kaos komi yfir þig eru of sterkar hugsanir, þú ert svo máttugur að þínar eigin hugsanir eru svo háværar. Á einu augnabliki er eins og öll ský dragi frá sólu og þó þú hugsir núna að allt verði betra einhvern tíma er þetta einhvern tíma ekki til.
Svo lagaðu til í kringum þig, ekki vorkenna þér né öðrum því vorkunn er ekki góð orka. Þann 12. maí er fullt tungl og talan átta teiknar upp þann dag, þarna sérðu í gegnum hlutina og finnur út hvernig þú breytir svörtu í hvítt.
Það eina sem þú þarft að gera er að stökkva á þau verkefni sem þú þarft að breyta eða vinna í. Athugaðu að þú þarft að gera þessi verkefni sjálfur því enginn mun hjálpa þér. Ef þú ert að bíða eftir að einhver hjálpi þér verður ekkert úr neinu.
Strokaðu út orðið „hræðsla“, settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs. Allt sem hefur gerst í fortíðinni er ekki til — nema þú viljir láta það eyðileggja fyrir þér daginn, það er valkostur.
Þessi mánuður er svo sannarlega þinn mánuður. Það er hins vegar svo margt mikilvægt að gerast en margt líka erfitt en tilfinningin þegar þú kemst yfir þá erfiðleika verður svo stórbrotin og gerir þig að betri og klárari manneskju.
Þú skapar líf þitt jafnóðum því guðsríki býr innra með þér svo stattu upp úr stólnum og litaðu lífið í regnbogans litum, því þú getur það!
Það er sveimandi ástarorka í kringum þig en þú þarft að vita hvað þú vilt í þeirri deildinni. Ef þér finnst miklir erfiðleikar í sambandi þínu (fyrir þá sem eru á föstu) þarftu að taka ákvörðun hvort þú ætlar að laga það eða láta það flakka.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Fræg Naut
David Beckham fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 2. maí 1975.
Dwayne Johnson glímukappi og leikari. 2. maí 1972.
George Clooney kvikmyndaframleiðandi og leikari. 6. maí 1961.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir söngkona, lagahöfundur og Grammy verðlaunahafi. 23. apríl 1999.
Nanna söngkona og lagahöfundur Of Monsters and Men. 6. maí 1989.
Tinna Bergs fyrirsæta. 3. maí 1985.