Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku sporðdrekinn minn.

Þú ert búinn að vera á hamstrahljóli undanfarið, gera þetta fara hitt, en enginn árangur hlýst af eins og þú vilt að komi til þín. Þessi mánuður er því ákveðið raunveruleikatékk.

Ef þú ert að rembast eins og rjúpan við staurinn gagnvart ástinni eða einhverju verkefni og ekkert hefur gengið eins og þú vilt sjá það myndi ég nú bara skoða aðra staura ástin mín.

Þetta er sérstaklega sterkur mánuður fyrir þá sem hafa kannski ekki flogið jafn hátt og þeir hefðu viljað. Þeir sem sitja í hásætum í þessu merki og eru að horfa yfir maurana gæti fallið verið hátt.

Það verða ákveðnar sjokkerandi breytingar sem þú hafðir ekki séð fyrir en þær eru færðar þér á silfurfati til að þú sjáir betur hvar þú ert staddur í lífinu.

Þú hefur mikla og litríka útgeislun, ég vildi óska þess þú sæir sjálfan þig og hversu merkileg manneskja þú ert. Fólkið í kringum þig horfir á þig með aðdáun sem þú skilur ekki, skilur ekki af hverju þeim finnst eitthvað til þín koma. Ef þú ert að óska eftir ástinni verður þú að binda þig fyrir alvöru í hjartanu. Ekki hugsa ég vil vera sjálfstæður, ég vil vera svona eða hinsegin.

Vertu bara viss og það fallega gæti gerst, ástin er nefnilega eitthvað það merkilegasta í lífinu.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Sporðdrekar

Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.

Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.

Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.

Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.

„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.

Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín