
Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til
Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.
Elsku sporðdrekinn minn!
Það er stundum svo að það sem þér finnst erfitt eða leiðinlegt reynirðu að forðast. Nú, ef þú ert flughræddur ertu ekki sífellt að fljúga eða ef þú ert ekki spenntur fyrir köngulóm eða skordýrum reynirðu að vera ekki nálægt þeim.
Skilaboðin eru hins vegar sú í þetta sinn að það sem þú hefur verið að forðast þarftu að horfast í augu við. Þú þarft að kljúfa í herðar niður það sem veldur þér kvíða eða hræðslu, horfast í augu við það og storma hreinlega inn í vindinn.
Það kemur þér á óvart hvað þú ert fær um það! Bara ekki telja þér í trú um að þú getir ekki eitthvað eða sért ekki „þessi týpa“ eða eitthvað í þá áttina.
Það er nefnilega alveg magnað hvað maður getur stundum sagt við sig og trúir svo steypunni sem maður endurtekur aftur og aftur. Talaðu þig upp og talaðu þig til.
Því ekkert stjörnumerki er jafn heillandi og sporðdrekinn. Þrátt fyrir það geta þeir verið leiðinlegir, alveg ömurlega leiðinlegir þegar þeim sýnist svo. Taktu þann gír úr sambandi í farartækinu þínu því þá kemstu á þann stað sem þú hefur óskað þér.
Magnaður kraftur ríkir yfir mánuðinum sem þú getur sveigt á jákvæðan máta en þú getur einnig ákveðið að draga kraftinn niður í neikvæða tíðni. Þessi orka myndast eftir 10. júlí og helst út mánuðinn.
Þú hefur fullan tank að gera hvað sem er og stundum þarftu bara að vera sniðugur, einfalda og létta þér lífið og ferðina. Þannig eintóm vinna daginn út og inn er ekki í framtíðarspánni þinni.
Ef þú ert á lausu (dýrið þitt!) eru fleiri að horfa til þín en það er í eðli þínu að reyna að hrifsa erfiðustu bráðina þó ég myndi ekki ráðleggja þér það (ekki nema þú sért vel tryggður).
Þú munt ekki láta neitt hindra þig ef þú ætlar þér eitthvað, það er ekki þinn stíll.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!
Deila stjörnuspánni

Frægir Sporðdrekar
Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.
Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.
Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.
Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.
„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.
Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.