Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.

Elsku sporðdrekinn minn.

Þú ert alltaf mest spennandi stjörnumerkið. Maður veit aldrei hvort þú sért að koma eða fara því þú ert svo mystískur og getur verið dularfullur. Þú getur nefnilega átt til að hafa einhverja dularfulla hringiðu í kringum þig.

Ekki hugsa þig of lengi um hvað þú ætlar að gera eða hver þú ætlar að vera – farðu bara eftir fyrstu hugsuninni eða tilfinningunni og kláraðu allt sem er á dagskrá hjá þér strax.

Þér finnst þú hafir ekki tíma til að gera þetta eða hitt en skalt athuga að þú ÁTT tímann. Þarft ekki einu sinni að GEFA þér tíma!

Allt raðast svo vel upp hjá þér eins og þú vilt hafa það en varastu að fara ekki í of mikið og margt í einu því þá finnst þér þú vera alveg að lamast og endar á að gera ekki neitt.

Ég sé ástarloga í kringum þig og þú hefur tækifæri til að gefa þér lausan tauminn. Lífið er jú til að lifa því og skoða allt mögulegt sem er í boði.

Í þessum mánuði eru 14., 16. og 22. apríl sterkari í kortunum þínum heldur en aðrir dagar. Í ástinni skaltu samt ekki gera of mikið því þú vilt ekki festast í einhverju neti sem þú getur ekki losað þig úr. Þannig ekki lofa því sem þú getur ekki staðið við. Segðu bara sem minnst.

Þér verður boðin vinna sem tengist annað hvort landsbyggðinni eða fjær í burtu, sé það ekki alveg. Þetta gæti verið stutt tímabil en þetta er eitthvað spennandi og ég sé spennandi kafla vera á sjóndeildarhringnum hjá þér.

Það eina sem getur dregið þig niður eru hugsanir og þegar þér finnst þú vera að ofhugsa hlutina skaltu fara í annað verkefni. Þú getur vel hrist af þér leiðindahugsanir, það er bara æfing.

Að hika er sama og tapa ættu að vera einkunnarorð þín út þennan mánuð og jafnvel lengur.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Sporðdrekar

Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.

Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.

Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.

Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.

„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.

Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.

KLINGLAND

Aprílspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Draumar verða að veruleika

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sterk orð skapa sterkt líf

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

23. september til 22. október

Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Hlaðborð í vændum!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið!

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd

0
    Karfan þín