
Sporðdreki: Verður að þora til að skora
Sporðdrekinn er frá 23. október til 21. nóvember.
Elsku sporðdrekinn minn.
Það er svo mikið að gerast hjá þér en þann 12. maí er fullt tungl í sporðdrekamerkinu og sólin og úranus er í nautsmerkinu. Þú getur ekki haft neinn fílter á þér.
Það verður spenna og drama, hreinskilni og þú sérð hvað þú gerðir vitlaust og þegar þú sérð það veistu hvað þú átt að gera (því það er akkúrat í hina áttina).
Tunglið þitt sem er í kringum 12. maí er kallað blómatungl eða blómamáni og skiptir svo miklu máli þegar sú tíðni er í kringum þig. Þú mátt ekki rífast ekki við einhvern náinn þér sem á það alls ekki skilið, því þannig er það oftast hjá okkur, að við berjum á þeim sem næst hjartanu okkar eru.
Farðu og gefðu þeim þakklæti sem hafa hjálpað þér í gegnum tíðina, í hvaða formi sem það er, skiptir ekki aðalmáli en þetta þarftu að gera og framkvæma frá hjartanu.
Um miðjan maímánuð hreinast það svarta sem hefur safnast saman hjá þér og til að það sé 100% skaltu nota eiginleika þína sem eru svo sterkir og þar er einlægni aðalútgangspunkturinn.
Þú getur sagt hvað þér finnst og þarft ekkert að skammast þín fyrir það. Fólk mun skilja svo vel allt sem þú segir því þú átt svo gott með að tala inn í hjarta annara.
Taktu áhættu á ástinni, það er ekkert sem þú getur ekki í þeim efnum, en að hika er sama og tapa og þú verður að þora til að skora.
Þú færð góðar hugmyndir en átt til að rugla saman góðri hugmynd og jafnvel ranghugmyndum og þráhyggju gagnvart því sem þú vilt fá inn í lífsleið þína.
Þú þarft að læra að klippa í burtu þær hugsanir og þar sem þú ert aflið sem ræður yfir þér. Þá kemur allt til þín sko 100%! Gott er að nota þessi orð: „sleppa“ og „loka“. Ef það er ekki að virka fyrir þig þá skaltu nota orðið „NEI“ í hvert skipti sem hugur þinn grípur hugsun sem þú vilt ekki vera með.
Þetta er spennandi tími og þú ræður við allt sem kemur, það er aðalatriðið.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Sporðdrekar
Aron Can leikari, hiphop listamaður og rappari. 18. nóvember 1999.
Björk Guðmundsdóttir, íslenskur tónlistarmaður sem hefur náð alþjóðlegri hylli. 21 nóvember 1965.
Julia Roberts leikkona. 28. október 1967.
Karl III Bretakonungur. 14. nóvember 1948.
„Prettyboitjokkó” (fullu nafni Patrik Snær Atlason) poppstjarna. 2 nóvember 1994.
Ryan Reynolds leikari. 23. október 1976.