Steingeit: Enginn hefur meiri keppnisanda en þú
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku Steingeitin mín, þú þarft að taka afstöðu gagnvart svo mörgu í kringum þig og það þarf að vera afgerandi afstaða, ekkert kannski, bara já eða nei. Og í þessari stöðu er mikilvægt að þú hafir trúnaðarmann svo þú getir létt á álaginu sem hjá þér er. Eða leita þér hjálpar hjá þeim sem vita hvað er best og þá sem vita hvað er best, t.a.m. fagaðila eða það sem þér finnst hentugt.
Í þessari spennu þarftu að hugsa vel um heilsuna og fara ekki fram úr þér þó þig langi til að gera svo mikið. Satúrnus er þín pláneta og er hún talin vera geðstirður og strangur faðir ef við getum kallað hana það en jákvæðu hliðar hennar er að hún kennir þér takmarkanir og uppbyggingu. Þess vegna er eiginleiki þinn þessi mikla ábyrgð sem þú tekur og margar skyldur sem þú berð ábyrgð á. Þetta gerir það líka að enginn hefur meiri keppnisanda en þú og ef þú skoðar vel er sjálfsaginn upp á 10 (í því sem þú nennir).
Það er alveg á hreinu að þú nærð því takmarki sem þú stefnir að, þú veist kannski ekki alveg í augnablikinu hvert það er en það skýrist um næstu mánaðamót eða fyrr. Þó þú eigir eftir að vaða smá drullupolla og skvest upp á buxurnar er það ekkert sem þú þarf að hafa hugann við. Ég veit ekki hvort þú skilur þetta orðatiltæki en þú þarft að passa að þjóna ekki tveimur herrum því þá þarftu að vera töluvert falskur við annan þeirra. Þar sem þú ert glataður lygari gerir þú það sem er rétt í stöðunni sem þú ert í. Þú veist nákvæmlega hvað ég á við. Þinn hörkudugnaður og útsjónarsemi til að redda málum verður mjög áberandi hjá þér.
Þú gefst aldrei upp og gefur aldrei eftir og það bara er svoleiðis. Þetta gerir þig að toppmanneskju og gerir þig að því sem þú ert. Næstu 90 dagar eru svo lærdómsríkir, svo mikið að því á örskömmum tíma og breytingar geta þotið inn í orkuna þína. Þeim ættirðu að taka fagnandi en þar sem þú ert steingeit ertu ekki hrifin af breytingunum breytinganna vegna. Sterk ást sigrar allt, fjölskyldan sigrar allt.
Knús og kossar,
Sigga Kling
.Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.