Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku steingeitin mín.

Það er að sjálfsögðu ekki allt sem gengur upp í lífi þínu en þú hefur sérstaka gáfu til að koma þér út úr erfiðleikum og koma þér á þá braut sem þú þarft að fara.

Þú hefur líka það afl að pína þig til að hanga of lengi á braut sem þú veist að þú átt ekki að vera á bara. Bara því þú hefur sagt þú ætlir að vera þarna næstu árin og þá verðurðu að standa við það.

Þú ert að hugsa um og safna saman hvaða hæfileika þú hefur og þú setur hæfileikana þína í stóran pott, hellir út á rjóma og hrærir en þá ertu kominn í öllum þínum krafti.

Þú þarft að vera í fjölbreyttum hlutum sem gefa þér lífið eins og þú vilt lifa því. Þú þarft að gefa þér leyfi til að skipta um vinnu, skóla og svo framvegis því þú getur verið of hörð við sjálfa þig að halda bara áfram, sama hvað.

Það verður mikill metnaður í þér í sambandi við það sem þú ert að taka að þér. Það mun ganga allt alveg ágætlega en upp úr 11. maí og eitthvað fram í júní verðurðu í essinu þínu.

Það eru allir að biðja þig um eitthvað og þú ert svo til í að hjálpa. Þú hefur nefnilega þann styrk sem aðrir vilja bera. Þú tekur fólk undir þinn verndarvæng á þessum tíma og gerir allt svo fallega.

Vitaskuld eru erfið tímabil sem eru teiknuð inn í líf þitt en það virðist vera að það sé allt í fallegu ljósi í kringum þig eftir 11. maí.

Þú veist að það er verið að slúðra smá í kringum þig og það er tengt öfundsýki, ef öfund væri virkjuð á Íslandi þyrfti ekki rafmagn. Þetta er alveg eins og það er aldrei sparkað í hundshræ því þú hefur þennan styrk sem aðrir vilja bera svo það er reynt að pota aðeins í þig. 

Þú skalt hafa sterk orð um allt slíkt, eins og „mér er alveg slétt sama“ og njóttu þess sem þér er fært á þessu tímabili — hvort sem það tengist ást, vináttu eða veraldlegum gjöfum.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Steingeitur

Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.

David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.

Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.

Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.

Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.

Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.

KLINGLAND

Maíspá fyrir önnur stjörnumerki!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu áskorunum!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Mikilvægt að daðra við lífið

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Hreinsun í nánd

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Elskaðu allt sem er

23. september til 22. október

Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur óviðjafnanlega töfra

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

0
    Karfan þín