Steingeit: Sterk sigling í gegnum desembermánuð

Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.

Elsku Steingeitin mín,

Það er nákvæmlega sama hvað gerist í þínu lífi – þú ert eins og kötturinn, lendir alltaf á loppunum. Þessi sérstaki tími sem þú ert að skoppa inn í núna fær þig til að endurheimta orkuna sem þér finnst að hafi dalað síðastliðið haust. Þú verður svo ákveðin hvernig þú ætlar að byggja upp líf þitt og andi þinn gefur þér mikinn kraft í röddina hvort sem þú talar hátt eða lágt, taktu þá eftir því að það er virkilega hlustað á þig.

Breytingar hafa átt sér stað sem reyndust þér erfiðar en þær voru í raun og veru sendar þér til að styrkja stoðirnar þínar. Það verður slegist um þig í sambandi við vinnu eða verkefni og það má vera að þú snúir hlutum í 360° og gerir eitthvað allt annað en þú hefur verið að gera. þar sem þú ert sá aðili sem ferð helst ekki út úr kassanum nema það sé 100% að allt gangi upp. Þá skynja ég að þú ert tilbúin að takast á við áhættu og það mun virkja þig og þinn kraft svo miklu betur.

Þegar líða tekur á þennan mánuð er eins og það sé togað í þig úr öllum áttum. Við sumu þarftu bara að segja nei án þess að útskýra og við sumt fólk þarftu hreinlega að ýta því út fyrir dyrnar og loka án þess að gera það með látum (það er ekki líkt þér að búa til læti ef þú getur sloppið við það). Það er hægt að segja að þú siglir sterk í gegnum desembermánuð.

Taktu engar sérstakar ákvarðanir ef þú ert í ástarsambandi því þó þú viljir breytingar þýðir ekki að þú eigir að skilja við einhvern. Skiptu frekar um dekk eða húsgögn, breyttu einhverju öðru í staðinn.

Knús og kossar,

Sigga Kling

Steingeitarhálsmen með stjörnumerki og álfaletri

.Frægar Steingeitur

Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.

David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.

Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.

Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.

Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.

Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.

Jólaspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Skipuleggðu þig eins og þú sért fyrirtæki

20. apríl til 20. maí

Naut: Ef þú ert tilbúið í ástina er ástin tilbúin fyrir þig

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert snillingur að redda þér!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Ekki samþykkja nokkurn skapaðan hlut

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú ert í himnaríki

23. ágúst til 22. september

Meyja: Enga vorkunn!

23. september til 22. október

Vog: Ævintýri eru að gerast

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Stattu við loforðin þín

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú hefur svo mikið innsæi

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Sterk sigling í gegnum desembermánuð

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Fjársjóður bíður þín

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Notaðu stjórnsemina til að stoppa þig af