Steingeit: Þorðu að taka skrefið
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku steingeitin mín.
Þetta ár sem blasir við þér mun gefa þér fullt af tækifærum til að hefja eitthvað nýtt. Þú færð töluna einn og það þýðir að upphafið núna gæti varað í nokkur ár. Þú verður að þora að taka skrefið, grípa tækifærið, mátt ekki hugsa þig of mikið um, þá er ekki víst að það næsta sem býðst þér sé eins gott. Þessi orka spannar yfir allt. Hún gerir breytingar eða betrumbætur á ástinni ef hún er til staðar nú þegar, hún býður upp á nýtt upphaf og nýtt eitthvað dásamlegt í ástarmálunum, sérstaklega í kringum sumarið eða júnímánuð (til að vera aðeins nákvæmari). Þú verður þá að vera til í tuskið og vera tilbúin að opna hjartað þitt og alls ekki sýna neina hræðslu.
Ég las svo skemmtilega bók um daginn og í henni stóð meðal annars: „Fear is faith“, eða hræðsla er eitthvað sem þú trúir á. Strikaðu yfir allt sem tengist hræðslu, að efast, óttast, því þinn er mátturinn á þessu ári og gjafirnar eru í ríkum mæli.
Aprílmánuður er svolítið snúinn, þá þarftu að vera athugul því það er eitthvað uppgjör í kortunum. Ég sé þrætur og spennu en það er bara til að snúa málunum á réttan hátt. Þú skalt horfast í augu við allt sem þú mætir óttalaus því þú lendir alltaf á fótunum, alveg sama hvað gerist. Passaðu þig á samt að vera ekki þrjóskari en það sem þrjóskt er, sérstaklega í kringum apríl og maí. Ágústmánuður mun gefa þér gjafir, gætu verið peningalegs eðlis, gætu tengst húsnæði eða slíku. Þetta tímabil gæti verið frá júlí fram í september. Þú endar þetta ár með svoddan glans að þú hefðir ekki trúað því hvað hvernig leystist úr málunum!
Það hefur verið erfitt að vera hjá þér undanfarið og hugurinn í þeytivindu, gæti tengst vinnu eða búsetu eða von um breytingar. Þær koma, vertu viss. Þú skalt passa þig sérstaklega vel í byrjun árs að tala ekki illa um einn eða neinn. Ekki kenna neinum um það sem er að gerast því þegar manni finnst vera mesta myrkrið vera ríkjandi er sólin í þann mund að fara að rísa. Útlönd eru sérstaklega tengd þér á þessu ári, hvort sem snýr að fólkinu þínu, ferðalögum eða flutningum yfir hafið. Samt er svo gott að vita ekki nákvæmlega hvað gerist því annars væri lífið ekki jafn spennandi og það er!
Gleðilegt ár elsku steingeitin mín.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Steingeitarhálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.