
Steingeit: Mánuður fullur af töfrum
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku steingeitin mín.
Hver einasta hindrun gerir þig sterkari. Til að láta ekki hindranirnar hafa áhrif á þig skaltu þakka fyrir þá einustu sem kemur til þín.
Þú verður enn vitrari og hugrakkari en áður og það sæmir þér vel. Það er einhver óútskýranleg flóðalda af sérstaklega fallegum hlutum sem ég sé rigna yfir þig og þú færð eitthvað upp í hendurnar sem þú varst ekkert sérstaklega að spá í.
Það er betra að stökkva á og þora, því það er ástæða fyrir þessari heppni eða gjöfum sem rigna yfir sál þína. Þú átt eftir að geta talað alla til, hvort sem það tengist atvinnu, breytingum, húsnæði eða einhvers konar fjárhagslegu öryggi, hver svo sem veitir þér það.
Þú hefur þannig áhrif að þegar þú talar treystir fólk þér. Þú getur einnig treyst fullkomlega því fólki sem er í kringum þig, vinnuveitendum, samstarfsfólki eða slíku, getur bara verið fullkomlega afslappaður gagnvart öllu þessu fólki.
Þú hefur ástarblossa í kringum þig og getur grætt ástina sem þú þegar hefur eða getur gætt hana nýjum litum. Fyrir þá sem vilja ástina skulu kalla fram eða skrifa niður lýsingu á þeirri persónu sem þeir vilja bjóða með sér inn í framtíðina.
Þú ert svo traust og ef þú efast um það er það, í raun, alger vitleysa. Þetta er spennandi og óvenjulegur mánuður fram undan og hann er fullur af töfrum. Þeir sem eru tilbúnir að sjá töfrana munu fá að upplifa þá.
Fulla tunglið með sínum dásamlega tunglmyrkva hefur ekki mikil áhrif á þig. Þú stendur stöðug steingeit uppi á fjalli og finnur þér bara aðra syllu og horfir yfir í rósemd.
Þó þú finnir fyrir einhverri gremju (sem er eðlilegt) mundu bara að þú stækkar hana með því að næra hana og hugsa stöðugt um hana, lausnin kemur þó þú sért ekki alltaf að hugsa um hana.
Bíddu alveg róleg, það fer þér best. Það er verið að leita að lausnum fyrir þig. Sérstaklega góðir dagar í mánuðinum eru 5. mars, 19. og 20. mars.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.