
Steingeit: Hlaðborð í vændum!
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar.
Elsku steingeitin mín.
Þú hefur verið að breyta heilmiklu í kringum þig og henda ýmislegu sem þú þurftir ekki á að halda eða gefa frá þér. Þegar þú ert að gera þetta ertu að hreinsa líf þitt og orkuna.
Alveg eins og þegar þú breytir á heimilinu, færð þér nýjan bíl, ferð í ný föt, klæðir þig á morgnana, ferð í „heimafötin“ (þoli ekki þetta orð, ég er sko alltaf í sparifötum!) allt þetta gerir að verkum að þú ferð í vissan gír og þetta er eitthvað sem einkennir þig núna.
Þú ert eitt af fjórum heppnum merkjum í dýrahringnum núna svo allt sem þú tekur þér fyrir hendur verður að gulli og gæfu. Þú finnur þessa tilfinningu um að þú sért ósigrandi og það er líka hárrétt.
En það eru einhverjar steingeitur þarna úti sem eru búnar að loka sig af og skilaboðin til þeirra eru að þær eiga að gefa sjálfum sér rauða spjaldið og drífa sig af stað, því það er svo sannarlega hlaðborð í vændum.
Ástæðan fyrir þessu er að Neptúnus fór í enda marsmánaðar inn í hrútsmerkið og það hefur sérstök áhrif á þig. Þú pikkar upp þá eiginleika sem hrúturinn hefur og það eru sko góðir eiginleikar; atorkusemi, lausnamiðun og kraftur hershöfðingjans.
Áður en þú leggur höfuðið á koddann skaltu biðja um lausnina þegar þú vaknar því í þessari svakalegu tíðni er ekkert ómögulegt.
Þú hefur svolítið vanið þig á töluverðan hraða og nú virðistu geta ekkert annað en minnkað þennan hraða og fundið hvað þú ert vel tengdur við sjálfan þig og alheimsnetið.
Það er mikil frjósemi hjá ykkur steingeitunum og einhvers konar sköpun líka. Jafnvel gætuð þið orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að barn komi í heiminn innan 12 mánaðr.
Ef þú vilt ekki þetta gerist verður þú bara að gera það sem þarf til að stoppa það af en þetta gæti orðið þín mesta blessun sem þú ættir að taka fagnandi.
Þú gætir einnig orðið amma eða afi eða eitthvað merkilegt gerist sem eflir kærleikann og stækkar allt það fallega í lífinu!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægar Steingeitur
Aron Már Ólafsson leikari. 12. janúar 1993.
David Bowie söngvari, leikari, tónlistar og lagahöfundur. 8. janúar 1947.
Elvis Presley konungur rokksins, söngvari og leikari. 8. janúar 1935.
Jón Gnarr grínisti og fyrverandi borgarstjóri. 2. janúar 1967.
Linda Pétursdóttir lífstílsþjálfari og fyrrum Miss World. 27. desember 1969.
Timothée Chalamet leikari. 27. desember 1995.