Tvíburinn: Nótur verða að sinfóníu

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tvíburinn minn.

Þú færð töluna einn og líka læðist þarna að þér tölurnar fimm og sex. Talan sex er sterkust yfir þér þetta árið. Hún táknar fjölskyldumynstur og ástina. Það er mikil frjósemi tengd þessari tölu þannig þeir sem ætla ekki að fjölga mannkyninu ættu að vera vel á verði!

Þessi tala gefur einnig til kynna að ef vond ást er í kringum þig (í öllu; vinnu, vinum, landinu eða kærastinn) ef allt er ekki eins og það á að vera springur það upp og fer. Það sem er gott fyrir þig er að allt sem þér er ætlað stækkar og eflist þannig þetta er hin besta tala.

Einhver óróleiki er búinn að gera vart við sig hjá þér – þú ert búinn að skipta skapi ört og gætir verið svolítið pirraður á sjálfum þér. Ég segi þegar þú ert fúll eða leiður skaltu bara segja orðið „skipta“(e. shift). Ég segi það á ensku, hvort orkan skilji íslensku veit ég ekki. Ef yfir þig kemur þungur andi segir þú bara „skipta“! Þú æfir þig á þessu og breytingarnar verða augljósar.

Ef þú ert í atvinnuleit skaltu gefa þér góðan tíma. Þú skalt fókusera á það sem þú vilt fá útborgað, ekki heildarlaunin. Góð staða bíður þín nefnilega en hún er ekki sú sem þú sækir um eða sendir einhverja skrautlega ferilskrá varðandi heldur þarftu að nota persónuleika þinn og gera eitthvað öðruvísi en vanalega. Eins og hæfir þér bíða þín gull og grænir skógar.

Þó árið hefjist ekki á þínum nótum verða þessar nótur að sinfóníu eftir því sem færist nær vori. Tala nú ekki um frá 8. maí því þá ertu til í að tjútta! Þetta verður tryllt sumar, eins og þú hafir enga eirð í þér annað en gera eitthvað… skoða eitthvað, fara eitthvert og það verður enginn tími til að velta fyrir sér einhverjum vandræðum.

Þú ert með ástina í fimmta gír og getur valið úr aðdáendum ef þú ert á lausu en ekki leika þér að bráðinni samt. Það er mikill möguleiki á framtíðarmaka á þessu ári, sérstaklega í kringum júní.

Svo fara hlutirnir að gerast mjög hratt hratt eftir því sem líður lengra á árið og ég get ekki séð annað en það sé í fullkomnu lagi. Ef þú hefur áhuga hefurðu mikla næmni að fá skilaboð í draumum og vökudraumum. Kallaðu eftir því að því að fá að dreyma fyrir því sem þú þarft að fá að heyra.

Helst ekki vakna við vekjaraklukku og bíddu í tvær til þrjár mínútur – þá færðu skilaboðin sem þú þarft að heyra. Þú elskar allt sem er andlegt… tónlist, list yfir höfuð. Passaðu að djamma samt ekki of mikið um sumarið því þú gerir allt tvöfalt meira á öðrum árstíðum.

Þú rekst einungis á veggi ef þú rífur of mikinn kjaft eða upphefur leiðindi sem eru óþörf. Þú býrð yfir því afli að þjálfa þig að segja bara „nei“ áður en eitthvað fer út í andrúmsloftið sem á ekki að vera þar.

Í lok árs er eins og þú leysir þig úr álögum ef eitthvað hefur verið að gerast aftur og aftur. Þú munt rjúfa þann hring og það verður enginn efi hjá þér að þú getir allt sem þú vilt en þú verður að vita nákvæmlega hvað þú vilt og henda þér svo á það því svoleiðis virkar það!

Gleðilegt ár elsku tvíburinn minn.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Tvíburahálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægir Tvíburar

Anita Briem leikkona. 29. maí 1982.

Clint Eastwood leikari og framleiðandi. 31. maí 1930.

Johnny Depp leikari og tónlistarmaður. 9. júní 1963.

Nicole Kidman leikkona og Ambassador fyrir UNICEF. 20. júní 1967.

Priscilla Presley leikkona. 24. maí 1945.

Tom Holland leikari. 1. júní 1996.

Áramótaspá Siggu Kling

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu nýja áhættu í ástinni

20. apríl til 20. maí

Naut: Réttu út hendina í hringiðu lífsins

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Nótur verða að sinfóníu

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Skylda þín að passa upp á þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Öll ljón eru áhrifavaldar

23. ágúst til 22. september

Meyja: Þú veist meira, elskar meira og lifir betur

23. september til 22. október

Vog: Þú átt inneign hjá fröken karma

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Engin dauð stund á árinu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Alltaf jafn heppinn

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þorðu að taka skrefið

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Ótrúlega spennandi ár í vændum

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Taktu eftir litlu kraftaverkunum

is_ISÍslenska