Tvíburinn: Viss bylting í orkunni þinni

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tvíburinn minn.

Í þér er viss óeirð og þú veist ekki hvort þú eigir að hlakka til eða kvíða fyrir, svo örar eru skiptingarnar í lífi þínu. Það er svo mikilvægt þú náir að slaka á og hvíla þig.

Ekki sofa – slaka á! Án þess að vera að hugsa allan hringinn og í öll horn hvort hitt eða þetta gæti orðið, það er allt of mikið af hugsunum.

Þetta er mjög merkilegur mánuður fyrir þig og þegar fulla tunglið birtist þann 14. er tunglmyrkvi í þokkabót, það er sko eins og fullt tungl á sterum! Það getur haft mikil áhrif á andlega líðan þannig vertu undirbúinn fyrir þetta tímabil.

Ekki hafa áhyggjur af neinu, slaka á, þetta reddast. Settu frið í kringum þig og þá magnarðu upp sjálfstraustið og kraftinn til að geta hvað sem er. Fljótfærni einkennir fyrri hluta mánaðar og þú ferð smá út í horn. Betra er að þegja en segja eitthvað sem gæti komið þér illa seinna. Þetta er líka því þú ert tilfinningaríkasta merkið og bara á einum degi ertu eina mínútuna hress og kátur og svo snýst það á næsta klukkutíma.

Það er alltaf gaman að vera í kringum ykkur tvíburana og í mars verður fjörið því óendanlegt! Einnig áttu óteljandi aðdáendur einn daginn en þann næsta finnst þér allir vera á móti þér.

Margt af þessu er bara ímyndun hugans. Þú þarft að temja þér ákveðna öndunartækni; anda djúpt og telja upp að átta í huganum áður en þú andar frá þér. Finna út hvaða matur eða drykkir fara illa í þig því þú ert ofurnæmur á allt, hávaða, ljós og allt mögulegt.

Kannski finnst þér þetta ekki hljóma spennandi en ástæðan er sú að viss bylting er að eiga sér stað í orkunni þinni. Þegar þú kemur út úr þessum mánuði og þegar líða tekur á vorið er eins og allt sé fullkomið. Eins konar hindrunarhlaup og þegar líður á og þú ert búinn að hlaupa í nokkurn tíma kemur í ljós að þú ert sigurvegarinn, keppni sem þú sást endalokin ekki endilega fyrir þér en þú tekur bikarinn. Þetta er bara til marks um seiglu þína. Þú getur verið fljótur að fara niður og sjá allt svart en það er líka ímyndun hugans. Mörg tilboð bíða þín á næstunni, margir vilja fá þig til liðs með sér af einni eða annarri ástæðu.

Haltu beint áfram, ekkert vera að stoppa í pollum og ef þú dettur í einhvern poll er ekki skammarlegt að detta en stattu strax upp aftur og haltu áfram. Sigurinn er fólginn í að ná því takmarki sem þú ert löngu búinn að ákveða.

Mátturinn í öllu er að gefa þér mikið og í marsmánuði hriktir töluvert í öllu því orkan er svo há og tíðnin skerandi. Allt mun þó fara vel að lokum!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Tvíburar

Anita Briem leikkona. 29. maí 1982.

Clint Eastwood leikari og framleiðandi. 31. maí 1930.

Johnny Depp leikari og tónlistarmaður. 9. júní 1963.

Nicole Kidman leikkona og Ambassador fyrir UNICEF. 20. júní 1967.

Priscilla Presley leikkona. 24. maí 1945.

Tom Holland leikari. 1. júní 1996.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín