Tvíburinn: Sterk orð skapa sterkt líf

Tvíburinn er frá 21. maí til 20. júní.

Elsku tvíburinn minn!

Jæja, þinn tími er kominn. Þú ert búinn að ganga í gegnum svo tilfinningaríkt tímabil að þú hefur ekki alveg getað gert þér grein fyrir hvort þú sért að fara norður eða niður – austur eða vestur.

Nú er verið að stilla straumana þína af. Þú skalt hvorki syrgja hið gamla né ímynda þér að morgundagurinn gefi þér ekki betri tíð.

Svo gæti verið að þú hafir verið að fara í gegnum veikindi, eitthvað tengt öndunarveg. Lungu og öndun eru tákn fyrir tilfinningar. Ég er ekki að segja að þú eigir að vera tilfinningalaus heldur þarft þú að taka sérstaka ákvörðun um hvað þú ætlar að gera í næsta skerfi.

Þetta þýðir einnig að þú getir tekið ákvörðun um eitthvað annað í þessum mánuði. „Nei, ég ætla að gera þetta,“ „Já, ég ætla.“ Notaðu sterk orð því þau skapa sterkt líf.

Ég er sjálf rísandi tvíburi og það hefur bjargað mér (nautinu) að hafa þennan fjölbreytileika, húmor og skapandi orð frá þessu fagra merki. Það er mikilvægt að þú skoðir sjálfur hvar þú ert með rísandi merki því það hefur í raun meiri áhrif á þig en það merki sem þú ert í! Furðulegt en satt.

Þú ert að ljúka einhverju tímabili sem hefur einkennst af tilfinningaóreiðu. Þú ert farinn að standa upp fyrir sjálfum þér og lætur engan vind eða vont veður hamla þér í lífinu. Þú munt öðlast fullkomna ró í öllum þessum skemmtilegheitum og dásamlegu hugsunum sem einkenna þér.

Leyfðu þér núna að lifa svolítið. Gerðu það núna sem þú ætlaðir bara að gera bara „einhvern tíma“. Þú skalt gefa eins mikið af þér og þú getur í sambandi við ástina því þá hefurðu allt í hendi þér sem þú vilt eða þig skortir.

En að dansa á milli einstaklinga tengt ástinni er bara vitleysa og vonlaus möguleiki. Svo ég bið þá sem eru í sambandi að skrifa niður fjögur atriði sem manneskjan hefur sem er svo heppin að vera með þér!

Það breytir hugarfari þínu. Þetta skaltu einnig gera við fólk sem fer í taugarnar á þér, skrifa niður fjögur atriði sem einstaklingurinn hefur, allir hafa nefnilega kosti líka. Þannig byrjarðu að ná í blíðuna og blessunina.

Magnaður mánuður í hönd!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Tvíburar

Anita Briem leikkona. 29. maí 1982.

Clint Eastwood leikari og framleiðandi. 31. maí 1930.

Johnny Depp leikari og tónlistarmaður. 9. júní 1963.

Nicole Kidman leikkona og Ambassador fyrir UNICEF. 20. júní 1967.

Priscilla Presley leikkona. 24. maí 1945.

Tom Holland leikari. 1. júní 1996.

KLINGLAND

Aprílspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Draumar verða að veruleika

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sterk orð skapa sterkt líf

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

23. september til 22. október

Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Hlaðborð í vændum!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið!

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd

0
    Karfan þín