Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku vatnsberinn minn.

Það er svo algengt hjá þér að þú sért að leita að sjálfum þér. Þú heldur jafnvel að þú finnir þig uppi á fjalli með munkunum í Indlandi, eða þú ferð í sveit og verður þar um tíma.

Kannski ferðu að míkródósa sveppi og heldur að þar sé sannleikann að finna. Ekkert af þessu er rétt, því allt sem þú þarft er inni í hjarta þínu.

Hvar sem þú leitar að þér sjálfum er að finna hjá þér og þannig geturðu lagað hlutina, það býr í hjarta þínu. Svo steinhættu að leita að sjálfum þér því þú ert fundinn!

Á heimili þínu skaltu byggja svolítið musteri. Þú ættir að nýta þér að þú ert svolítill hellisbúi, þarft að fá frið einn og með sjálfum þér. Þetta þarf ekkert að vera stórt svæði heldur bara þitt svæði.

Þú ert svo andlega þenkjandi og ert alltaf að hlusta á einhverja andlega leiðtoga eða slíkt og ert að uppfæra hugsanir þínar og koma þeim og heilanum á hærra plan.

Þetta mun allt ganga svo ofsalega vel hjá þér. Þú ýtir frá þér einhvers konar fíknum sem hafa stoppað um stund hjá þér og mundu að þær geta verið af ýmsum toga; kaupfíkn, matarfíkn, ástarfíkn og svo framvegis.

Þú sleppir því sem ekki á við þig og getur gert það auðveldlega. Það er margt sem mun ávinnast núna. Fyrir þá sem eru að skoða ástina er eitthvað sem er nýbúið að gerast sem er í vinnslu.

Ef sú persóna flögrar í huga þinn skaltu taka nauðsynleg skref til að nálgast hana. Ef það er ekki komið á hreint, sama hvers kyns þú heillast af, kallast það jafnrétti.

Athuga skal að kallarnir okkar geta verið aðeins utan við sig í tölvunum eða í áhugamálunum og gleyma kannski að hringja.

Hvað með það, þú hefur engu að tapa – bara rétta út höndina og athuga hvort tekið verði í hana á móti. Hræðsla á nefnilega ekki heima hjá þér, sérstaklega ekki í sambandi við ástina.

Þú ert svo kærleiksríkur og vel máli farinn, nýttu þessa hæfileika til að hafa áhrif á þá sem þú vilt hafa nálægt þér. Þetta er vinningstímabil sem er að fara í hönd.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Vatnsberar

Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.

Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.

John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.

Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.

Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.

Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.

Hin vinsælu spáspil úr smiðju Siggu Kling eru loksins komin aftur!

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Krummaspil

5.990 kr.

Nokkur eintök til

Steinaspilin

6.900 kr.

Örlagaspilin

4.900 kr.

Abracadabra A

3.900 kr.

Abracadabra B

3.900 kr.

Abracadabra A+B

6.500 kr.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir mars er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú þarft að hugsa hratt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Óvenju mikil ást í loftinu

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Viss bylting í orkunni þinni

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Skynjun þín er sterk

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Taktu eftir skilaboðum sem verið er að senda þér

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Miklar breytingar í vændum

23. september til 22. október

Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Sláandi breytingar í nánd

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú býrð til hamingjuna

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Mánuður fullur af töfrum

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Hættu að leita að sjálfum þér

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Alger endurnýjun á orku og gleði

0
    Karfan þín