
Vatnsberi: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.
Elsku vatnsberinn minn.
Það er nú svo með þig að þú ert ekki líkur neinu öðru stjörnumerki! Þú skerð þig út og gerir eitthvað sem engum dettur í hug nema þér og skoðar svo margt að aðrir verða hreinlega agndofa í kringum þig.
Það hefur aldrei verið lítið, lífið þitt. Margslungið, já, en aldrei nein lognmolla. Þú skalt vita að þú hefur leyfi og getur skipt um skoðun (sem er reyndar aðalhæfileikinn þinn) og getur farið á allt aðra braut en þú ert nú á.
Þetta er eitthvað sem þú hefur verið að gæla við í huganum og þessi magnaði aprílmánuður gefur þér frelsi og vængi.
Eftir 12. apríl færðu vitneskju um einhverjar merkilegar fréttir, eitthvað sem þú hefur leitað að eða tekið þátt í. Einhver mál í kringum þig og útkoman mun verða mikill sigur fyrir þig.
Þú hefur það fyrir reglu að eiga alltaf varasjóð eða pening í umslagi og „þetta reddast“ er trúlega þín uppáhaldssetning! Vatnsberar geta nefnilega alltaf bjargað sér, alveg sama hvað.
Það er ástarkraftur og losti í spilunum en því miður á losti ekkert skylt við ást þannig þarna þarftu að taka ákvörðun um hvort þú ætlir að vaða í einhverja vitleysi sem getur komið þér illa síðar.
Það er ekki hægt að segja að þú sért sú manneskja sem sé föst í einhverjum kassa, það er ekki hægt að halda þér í skefjum ef þú ætlar þér eitthvað. Þetta tímabil frá miðjum apríl fram í maímánuð gefur þér frelsi til betri athafna.
Skilnaðir gætu átt sér stað hjá þeim sem ekki hafa verið í nógu góðu sambandi. Alltaf er hægt að sækja sér hjálp í kringum sig og fá lánaða dómgreind því ef þú hefur haft tilfinningar til einhverrar manneskju í lífi þínu geturðu sótt þær tilfinningar aftur, þó þú þurfir að fara aftur í tímann. Mörg ástarsambönd sem hefjast núna verða til frambúðar.
Þér verða gefnir einhverjir hlutir og gjafir virðast streyma til þín. Þú átt nefnilega karma inni þar sem þú hefur alltaf reynt að gera þitt allra besta.
Passaðu bara að taka ekki ábyrgð á fjármálum annarra. Þú verður að vera staðfastur ef þú getur greitt það sem þú skrifar undir. Bara ekki stinga þér í óreiðusjó annarra. Þetta gæti tengst litlum fyrirtækjum þar sem þú ert beðinn um undirskrift en ekki skrifa undir neitt.
Tilfinningaríkur tími er í hönd sem þú átt eftir að njóta. Kannski gerir eitthvert uppgjör vart við sig en það er bara nauðsynlegt. Þú ert á toppi lífs þíns og njóttu þess!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Vatnsberar
Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.
Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.
John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.
Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.
Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.
Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.