Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.

Elsku vatnsberinn minn.

Það eru góðir hlutir að gerast hjá þér. Þér líður samt ekki alveg nógu vel með það sem þér er fært frá alheiminum.

Allt er svo bjart og glæsilegt í kringum þig en mig vantar þig í sólskinsskapi sem fer þér svo vel.

Þó þú getir ekki sinnt öllu sem þú óskar skaltu alls ekki gera þá kröfu til þín að gera það. Gerðu bara eitt í einu og það verður allt á þeim tíma sem það á að gerast.

Því þegar þú ætlar að þóknast öllum, gleðja alla, hafa allt á 200% hreinu þá missirðu máttinn og gleðina og verður eins og strandað skip. Þetta eru skilaboðin til þín: Taktu eitt í einu, þá ertu eins og skip sem siglir hárrétta leið.

Þetta er mánuður tilfinninga og þú tilfinningaríki vatnsberi ættir að geta átt besta tíma lífs þíns akkúrat núna. Ekki gera bara allt í einu.

Í ástarmálunum ertu ekki alveg viss hvort þú hafir veðjað á rétta manneskju eða hvað þú eigir að gera. Það er ofsalega gott trikk fyrir þig að hreinlega spyrja: „Hvað á ég að gera í ástarmálunum?“

Þá færðu tilfinninguna strax á eftir. Ef þungi kemur yfir sólarplexusinn er það nei og ef þér er létt er það já. Svona geturðu spurt að öllu en þú verður að trúa því. Að trúa og treysta er lykillinn og trúin flytur fjöll og gerir hið ómögulega mögulegt.

Ekkert getur stöðvað þig því þú heldur í hönd hamingjunnar og hin höndin heldur í viljastyrkinn. Taktu skýra ákvörðun í öllu sem þú gerir, ekkert getur stöðvað þig!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Vatnsberar

Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.

Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.

John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.

Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.

Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.

Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín