
Vatnsberi: Þú hefur óviðjafnanlega töfra
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.
Elsku vatnsberinn minn.
Þú ert settur hérna á jörðina til að vernda og blessa aðra. Til að gefa öðrum pláss, til að hjúkra öðrum, hvort sem það tengist andlega eða líkamlega sviðinu þeirra.
Það er líka þannig að þegar þú gefur af þér svona mikið færðu það margfalt til baka en ekki kannski frá þeim sem þú gafst og gerðir góðverkin hjá.
Þar sem þú ert svo tilfinningarík og fjölskrúðug persóna ertu alltaf að leita að einhverju betra til að bæta þig og það er alveg sama hvað þú finnur – þú heldur áfram að finna eitthvað nýtt.
Þú ert að fara að upplifa merkilegustu þrjá mánuði í lífi þínu og það er svo gjörsamlega undir þér komið hvort að þeir verða helmingi betri en góðir.
Útlit þitt og framkoma bendir til að þú sért sterkasta manneskjan á svæðinu en samt ertu með þetta ógnar viðkvæma hjarta.
Ef það er stress í ástarmálunum hjá þér og þú ert jafnvel ekki búin að vera lengi í því sambandi og þér finnst þú hafa fiðrildi í maganum eða mikla spennu gagnvart hinum aðilanum eru því miður litlir möguleikar á að þetta gangi upp.
Því lögmálið er að ef sambandið er ekki gott fyrstu tvo mánuðina mun það ekki ganga upp eins og þú vilt hafa það. Það er svo mikilvægt að þú veljir einhvern sem er góður vinur og þú getur slakað á í kringum en það er heila málið.
Þú veltir svo mikið fyrir þér tilgangi lífsins og sérð lengra en nef þitt nær og skynjar meira en aðrir, notaðu óviðjafnanlega töfra þína til að gera þér lífið eins frábært og þú vilt hafa það.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Vatnsberar
Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.
Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.
John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.
Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.
Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.
Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.