Vatnsberi: Fjársjóður bíður þín
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar.
Elsku Vatnsberinn minn,
Ef einhvern tíma er tími til að tjútta þá er það núna! Ekki plana og plana langt fram í tímann heldur vertu bara svolítið kyrr með hugann. Þaðan koma lausnirnar til þín. Það situr djúpt í þér að vita hvernig þú eigir að fara að einhverju, hvort þú eigir að fara eitthvað eða í þeim dúr. Ekki ákveðna neitt núna í desember. Þessi mánuður líður hratt og þú fyllist af þeirri orku sem þú þarft, endurnýjar hverju einustu frumu akkúrat á því tímabili þar sem allir eru að drepast úr stressi.
Þann 19. nóvember hófst góðæristímabilið þitt en samt ertu að stressa þig að hlutirnir gangi ekki upp. Lífið er að laga fyrir þig bæði tengslamyndun og sambönd við annað fólk. Það er að gefa þér orku og sýna hvernig þú ferð út úr andlegu kreppunum sem hafa svolítið dottið á hjartastöðina þína undanfarið ár. Núna ertu nefnilega kominn á það tímabil sem þú verður eins og sjálfur Búdda. Þú breytir og skreytir heimilið þitt eða viðverustað þinn og mér finnst eins og þú farir í og skoðir þá staði sem þú hefur búið á og það verða breytingar á heimili hjá mörgum ykkar þegar líða tekur á næsta ár. Sérstaklega hjá þeim sem ekki búa nálægt jörð eða grasi, til dæmis í steinkumbalda á 5. hæð. Það hentar þér ekki.
Ég segi ekki að þú finnir fjársjóð en þér verður færður einhvers konar fjársjóður og það er svo margt sem þú færð bara frítt! Alltaf er verið að rétta þér eitthvað því þú ert svo elskaður. Eina manneskjan sem þú þarft að varast ert þú sjálfur – ef þú elskar þig ekki sjálfan verða brot á líflínunni og leiði mun fylgja þér. Skoðaðu sérstaklega að breyta því sem þú getur breytt en þegar þú sérð að það veldur þér bara hugarangri skaltu útiloka það úr systeminu þínu, það er ekki hugsunarinnar virði.
Ástin er eins og regnbogi og hún leggst yfir þig í öllum litum. Það er mjög líklegt að þú fáir þér gæludýr á heimilið, hund, kött eða hvað sem er því það eflir þinn innri mátt og það veistu.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Vatnsberahálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Frægir Vatnsberar
Bob Marley reggaesöngvari, tónlistarmaður og gítarleikari. 6. febrúar 1945.
Christiano Ronaldo atvinnumaður i fótbolta. 5. febrúar 1985.
John Travolta leikari og dansari. 18. febrúar 1954.
Jennifer Aniston leikkona. 11. febrúar 1969.
Justin Timberlake söngvari, lagahöfundur og leikari. 31. janúar 1981.
Þórhallur Sigurðsson leikari, söngvari, tónskáld, skemmtikraftur og myndlistarmaður. 20. janúar 1947.