
Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði
Vogin er frá 23. september til 22. október.
Elsku vogin mín.
Þú ert í þann mund að hefja eitt sérstæðasta tímabil sem hefur gerst á þinni ævi! Í kringum 14. apríl (og reyndar 14. október, eins furðulega og það hljómar!) gerist eitthvað ótrúlega merkilegt í kringum þig.
Ég sé hugarfarsbreytingu og sjálfstraustið og orkan þín gerir þig svo teinrétta. Þú hættir að vorkenna fólki eins mikið og þú hefur gert og leyfir hlutunum að rúlla sjálfum.
Þú ert eins og bambusinn – þó þú bognir aðeins ferðu strax upp aftur og núna hefur átt sér stað mikil hreinsun. Þó eitthvað erfitt hafi átt sér stað á borð við dauðsfall eða eitthvað erfitt er mikil breyting að eiga sér stað sem hefur þau áhrif að ekkert í raun mun skelfa þig neitt sérstaklega.
Þú ert eitt af þeim fjórum merkjum sem kallast kardinálamerkin. Þau hafa eitthvað alveg extra. Það er eins og þú sért í tölvuleik og fáir auka líf.
Þú finnur að þú breytist og veist í raun ekki alveg af hverju það er. Þér er ætlað að framkvæma mikið en það þarf að framkvæma eitthvað sem færir þér hamingjuna.
Þú munt sjá að það eru ekki peningar heldur þarf að byrja á innri líðan og þegar þú sérð að þú ferð að skemmta þér í lífinu og hafa gaman finnurðu að það er akkúrat tilgangurinn þinn.
Margir breyta vinnumynstri sínu, gera sig frjálsari og ný áhugamál koma og önnur víkja. Það segja sumir að þetta tímabil sem er að fæðast núna sé undir áhrifum vatnsberaaldarinnar, að það hafi tekið rúmlega 25.000 ár að finna svipað tímabil og kraft sem er að koma til þín núna.
Þú slítur af þér öll bönd, lokar og hendir gömlum sársauka sem er trúlega tengdur bernskuáfalli. Þó þú standir í miðju hvirfilbyls hvarflar ekki að þér að vera hrædd við neitt.
Það eru svo spennandi tímar fram undan. Þér verður boðið upp á samninga eða eitthvað sem þú getur gert sjálfstætt og er spennandi – þetta þarf ekki að líta út í fyrstu fyrir að þetta sé eitthvað sem sé ætlað þér eða þú hafir áhuga en svo verður þú tilbúin að fara að tvista og bjóða lífshamingjunni í kaffi!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægar Vogir
Eminem rappari. 17. október 1972.
Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988.
John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.
Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.
Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.
Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.