
Vogin: Þú getur fengið það sem þú vilt
Vogin er frá 23. september til 22. október.
Elsku vogin mín.
Þú hefur þann sérstaka hæfileika að halda alltaf áfram – alveg sama hvað steinn lendir fyrir framan þig. Þetta er mánuður þar sem hreinskilnin er best og verður best fyrir þig, einlægni er í fyrsta sæti.
Karma gott yfir þér, þú ert að fá endurgreitt út af ákveðinni góðmennsku. Sambönd sem ekki næra eða gera skapaðan hlut fyrir þig brotna og hverfa. Það er alltaf erfitt þegar búblan eða kýlið springur en það stendur bara í mjög stutta stund.
Sterkasta tímabilið er frá 13. mars til 20. mars. Það virðist allt gerast svo hratt að á fimm mínútum er lífið öðruvísi en það var fimm mínútum áður.
Þetta er spennandi. Eina viðvörun hef ég til þín og hún er er að lesa smáa letrið í öllum samningum. Ekki gleypa við því sem virðist of gott til að vera satt því það reynist yfirleitt nákvæmlega þannig.
Þú getur fengið fram það sem þú vilt, bæði í vinnu í því amstri sem er í kringum það sem þú framkvæmir og svo framvegis.
Skrifaðu stikkorð hvað þú vilt og ef þetta er í sambandi við peninga – tvöfaldaðu það sem þú skrifaðir: abrakadabra – þinn vilji verður að raunveruleika.
Það hentar þér ekki að fara auðveldustu leiðina í neinu, þú vinnur langbest á tánum og þó þú getir verið svolítið fúllynd út af seinagangi annarra skaltu ákveða það hér og nú að ekkert mun pirra þig, ekkert! Þá gengur þetta eins og í góðri sögu. Oft sérð þú ekki þau kraftaverk sem verið er að senda til þín. Sjáðu litlu hlutina sem þú hefur verið að biðja um og það kemur einn, tveir og þrír! Æ þessar svörtu buxur sem þú ætlaðir að kaupa … án þess að leita að þeim færðu þær. Þetta á við um allt og það eru engin mörk á því sem þú getur öðlast.
Taktu eftir kraftaverkunum og þá verða þau fleiri, krafturinn segir að þú sért að sjá í gegnum svörtu gleraugun, sjáum ekki fegurðina með þessi gleraugu á nefinu.
Þér verður svo létt þegar líða tekur á mánuðinn, í apríl muntu finna á þér að spennandi hlutir eru í vændum. Bara með þeirri hugsun seturðu það út í andrúmsloftið, hugsanirnar eru nefnilega álög þín.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægar Vogir
Eminem rappari. 17. október 1972.
Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988.
John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.
Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.
Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.
Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.