Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku vogin mín.

Þó margt hafi blasað við af ótrúlegum erfiðleikum á síðasta ári hefur það gefið þér að þú lætur ekki ráðast inn í sálarlífið þitt eins og áður.

Það gæti verið breyting á vinnu ef þú ert búin að vera óviss undanfarið. Þú ert hægt og rólega búin að ákveða að þú ætlar að framkvæma eitthvað nýtt. Það gerist ekki strax en það er að myndast fyrir framan þig.

Þú ert farin að verðmeta þig og vita hvað þú getur. Þú vinnur svo vel úr allri sorg og kraftmikið karma sem þú átt inni er að koma og gefa þér gjafir.

Þú hefur oft eytt allt of miklum tíma í einhvern sem metur það ekki neitt, jafnvel þó þú hafir gert allt þitt til að byggja góðar undirstöður hjá þeirri persónu.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir þýðir einfaldlega að manneskjan sjálf verður að bjarga sér. Enginn getur bjargað annarri manneskju.

Þú ferð líka að finna út hvernig þú getur látið peninga koma inn án þess að vinna fullt starf, þú ert svo góð í allri rannsóknarvinnu um hvað sé best og hvað eigi ekki að gera. 

Það eru allir sjúkir í þig en ef þú ert á föstu skaltu ekki gefa neinum sérstakt auga eða opna fyrir að einhver haldi að þú sért að bjóða inn í þitt sálarlíf.

Fólk á eftir að misskilja þig hægri, vinstri með þetta og líka halda að þú ætlir á einhvern hátt að bjarga þeim úr pyttinum sem þeir grófu sig sjálfir í.

Vertu skýr í orðum um bæði hvað þú vilt og við það fólk sem að þarf að heyra sannleikann. Þá ferðu inn í frábæra tíma og þá bestu sem þú hefur lifað.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

KLINGLAND

Maíspá fyrir önnur stjörnumerki!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Taktu áskorunum!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Settu undir þig hornin og miðaðu til sigurs

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Mikilvægt að daðra við lífið

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Hreinsun í nánd

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Elskaðu allt sem er

23. september til 22. október

Vogin: Bestu tímar sem þú hefur upplifað

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Verður að þora til að skora

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert ekki tré!

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú hefur styrk sem aðrir vilja bera

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur óviðjafnanlega töfra

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Passaðu þig á pirringnum

0
    Karfan þín