Vog: Nóvember kemur á silfurfati

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, þér hefur fundist þú dálítið óörugg undanfarið og oft fengið eins og þyngsli yfir brjóstkassann eða magann og ekki vitað út af hverju þú ert að upplifa þetta óöryggi.

Ástæðan er m.a. sú að þú hefur ekki verið að gefa þér nógu mikinn tíma til að efla líkama og huga, það er svo margt annað sem virðist brenna á hjá þér svo nú þarftu að leyfa þér aðeins meira kæruleysi, meiri hvíld, en þú ert nú alls ekki löt en skoðaðu það að leti er sexý!

Þessi mánuður sem þú ert að stíga inn í kemur með til þín á silfurfati það sem þú þarfnast og þá sérstaklega ef þú sleppir tökunum og stjórnar engu. Þú þarft samt að vita að enginn er ómissandi og stundum finnst þér að þú þurfir að vera alls staðar með öllum en stundum er bara best að taka heimapúkann á þetta. Þú heillast af öllu sem viðkemur lífinu og átt eftir að ferðast bara hreinlega út um allt, þig dreymir um draumaferðir. Þú verður beðin um eða færð upp í hendurnar eins konar verkefni sem tengist ferðalögum, hvort um ræðir vinnuna þína eða einhverju öðru.

Þetta verður allt mjög spennandi í kringum það og þú vekur mikla athygli. Þeir sem ekki detta í ferðagírinn þurfa ekki að hafa áhyggjur því þú ert svo skemmtileg og aðlaðandi og fólk hópast hreinlega að þér. Þú virðist þekkja fólk sem er svo ólíkt í aldri og öllu saman en alls staðar smellurðu þar inn. Ég ætla líka að segja þér að þú þarft að skrifa niður stikkorð. Þú hefur rithöfundarhæfileika og jafnvel blundar rithöfundur í þér.

Þú skrifar niður punkt og punkt og færð send svör við þeim ráðgátum sem þú óskar – að skrifa spurningarmerki fyrir aftan spurningu er góð regla. Þú ættir að vera stolt af sjálfri þér, stolt af ástinni, og til að ástin sé í öllum litum þarftu að treysta henni og að því ef þú efast er ástin ekki traustsins verð. Þetta verður fullkomin tími þó rólegheitin séu ekki alls staðar.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

Nóvemberspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú getur lagfært allt

20. apríl til 20. maí

Naut: Trúðu á kraftaverkin

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú tryggir ekki eftir á

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Það fer ekkert fram hjá þér

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Ekki láta neinn ráðskast með þig

23. ágúst til 22. september

Meyja: Nóg af skipulagningum fram undan

23. september til 22. október

Vog: Nóvember kemur á silfurfati

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Ekki efast um ástina, ástin efast ekki um þig

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Hik er sama og tap

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Enginn hefur meiri keppnisanda en þú

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Það þarf að taka ákvörðun

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Það leynist smá harðstjóri í þér