Vog: Ævintýri eru að gerast

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku Vogin mín, það er búið að vera örlítill slappleiki, þreyta og kannski heilaþoka í gangi. En þrátt fyrir þær hindranir klárarðu allt sem þú þarft að gera. Fólk vinnur með þér og þú hefur valið svo sterkt fólk í kringum þig. Þetta er búið að vera óvenjulega hratt ár og margt að gerast á stuttum tíma því tíminn er að fara hraðar en hann er vanur. Ástæðan er sú að við erum hluti af jörðinni, himninum og öllu – erum búin til úr sama efni. Við erum farin að hugsa hraðar en áður og þar af leiðandi líður miklu tíminn hraðar. Bara eins og það hafi verið jól í gær!

Þú ert heppin að að öld vatnsberans er byrjuð. Hún tengir þig svo sérstaklega við góð málefni, gæsku og gjafmildi. Svo margir í þessu merki eru listamenn. Gefðu slíkum málefnum meiri tíma, list er alls konar. Ég sé ekkert stöðvast hjá þér, enda eða lokast. Nú fer góður tími í hönd og þú átt að gefa þér hann til að slaka á. Þegar þú vaknar á morgnana biðurðu lífið að leysa daginn fyrir þig og viti menn – það bara gerist! Í sambandi við vinnu, sölumennsku og viðskipti eru ævintýri í þann mund að eiga sér stað. Ástin tengir þig svo sannarlega við þetta tímabil sem er að birtast þér og það er eins og þú tvíeflist í öllum tilfinningaskalanum. Það er jafnvel svo að þú gætir fundið að þú hafir aldrei elskað jafn heitt og orðið svo ástfangin af einhverjum. 

Hið gamla er líka að heilsa, eitthvað sem hefur gerst áður og þú skilur miklu betur réttlætið í sambandi við það mál. Þú setur svo margt til fortíðar og kveikir á gleðinni alveg eins og þú værir að kveikja kertaljós. Sjáðu það svolítið fyrir þér að þegar þú kallar á gleðina (það skaltu líka tvímælalaust gera) þarftu að nota þinn eigin magnara til að magna upp alheimsnetið.

Ég sé líka að það mæta þér gamlir vinir sem koma inn í líf þitt, einn eða fleiri, og þá verður kátt í höllinni!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Vogarhálsmen með stjörnumerki og álfaletri

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

Jólaspáin frá Siggu Kling er lent!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Skipuleggðu þig eins og þú sért fyrirtæki

20. apríl til 20. maí

Naut: Ef þú ert tilbúið í ástina er ástin tilbúin fyrir þig

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú ert snillingur að redda þér!

21. júní til 22. júlí

Krabbi: Ekki samþykkja nokkurn skapaðan hlut

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Þú ert í himnaríki

23. ágúst til 22. september

Meyja: Enga vorkunn!

23. september til 22. október

Vog: Ævintýri eru að gerast

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Stattu við loforðin þín

 

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú hefur svo mikið innsæi

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Sterk sigling í gegnum desembermánuð

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberi: Fjársjóður bíður þín

19. febrúar til 20. mars

Fiskar: Notaðu stjórnsemina til að stoppa þig af