Vogin: Passaðu verndina og góða orku

Vogin er frá 23. september til 22. október.

Elsku vogin mín!

Það er svo mikilvægt fyrir þig að mynda huglæga vernd í kringum þig. Ég set alltaf ákveðna vernd yfir mig þegar ég fer út úr húsi, kalla á engla og alla sem geta hjálpað þegar ég er að fara í stressandi aðstæður.

Ég set líka vernd yfir bílinn minn því allt gefur frá sér tíðni; dýr, hlutir, allt líf svo þú þarft að setja góða orku í allt sem í kringum þig er. Það er alls konar í gangi.

Þú getur farið inn á heimili þar sem þér líður illa þó allt sé þar svaka flott og fágað. Kannski er um að ræða leiðindi og/eða rifrildi sem enginn sér.
Það sést ekki hvers konar týpa þú ert fyrr en á reynir.

Ástæðan fyrir þessu er að ég minnist á verndina í upphafi spárinnar er sú að þú tekur inn í hjartastaðinn einhvers konar slúður eða lygi.

Þú þarft að vita að það tekur klukkustund eða tvær að koma þessum steini í burtu sem þér finnst hafa lent á þér.

Ekki svara einu, ekki gera atlögu að þessu og biddu fólk um að vera ekki boðberar illra tíðinda. Einu sinni gekk slúðursaga um bæjarfélagið mitt að krökkum væri hleypt inn í húsið mitt til að horfa á klámmyndir!

Ég fékk alveg áfall en upphafið að því rugli var að barnungur sonur minn hafði hleypt krökkum inn og þau sáu gömlu stytturnar frá Kúnígúnd sem hafði verið skrifað á líffærin með silfurlitum tússpenna.

Ein fjöður orðin að fjórum hænum. Ég hefði aldrei getað stoppað þetta slúður með því að segja eitthvað því suma vitleysu stopparðu ekkert fyrr en þú nærð að blása henni frá þér.

Þegar þú hefur masterað þetta getur ekkert bitið þig í hælinn og þú nærð skapandi og skemmtilegum áföngum. Nýtur þess að vera í merki sem færir þér gæfu og gengi.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Vogir

Eminem rappari. 17. október 1972.

Friðrik Dór tónlistarmaður og lagahöfundur. 7. október 1988. 

John Lennon söngvari Bítlanna og lagahöfundur. 9. október 1940.

Kim Kardashian veruleikastjarna og athafnakona. 21. október 1980.

Mahatma Gandhi lögmaður og baráttumaður fyrir friði. 2. október 1869.

Snoop Dogg rappari og leikari. 20. október 1971.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín