Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

Meyjan er frá 23. ágúst til 22. september.

Elsku meyjan mín.

Þú ert eitt af þeim flugheppnu fjórum merkjum sem er að fara í umbreytingu, yfirhalningu og ferð að taka á móti svo mörgum gjöfum frá mættinum í öllu.

Þetta er vegna þess að Neptúnus skreið yfir í hrútinn og hann hefur ekki verið þar í 140 ár! Þú munt græða svo mikið á þessari plánetustöðu. Þú eflist líkamlega og tekur þig á að einhverju leyti ef eitthvað vantar upp á þar.

Þegar það byrjar að þróast fylgir náttúrlega hugurinn með – þú verður miklu fljótari að hugsa hvernig þú kemur þér í eitthvað sem þú vilt eða alveg sama hvað þér dettur í hug.

Gerist sú hugsun hratt og þú framkvæmir, þetta tvennt helst í hendur. Sérstaklega skaltu hafa augun opin þann 13. apríl, og 14. til 17. apríl. Þetta eru mikilvægir dagar. Þú munt finna og skynja lausnirnar.

Þú skalt biðja um áður en þú ferð að sofa að þú vaknir með lausnina eða útkomuna sem þig vantar til að geta farið hraðar og leyst þrautirnar sem lagaðar eru fyrir okkur öll í lífinu.

Einnig sé ég kraft yfir ferðalagi hjá þér sem gæti tengst sveit, sumarbústað eða öðru landi. Þetta verður ekki bara eitthvert ferðalag heldur breytist eitthvað mikið hjá þér, hverju svo sem það er tengt.

Það gæti verið varðandi fólk sem þú hittir eða litlu kraftaverki sem er að gerast í kringum þig. Þú munt fagna svo mörgu. Mundu að það er mikilvægt að fagna – hvort sem það sé vegna einhvers annars í lífi þínu, stöðuhækkun eða ástinni, gefðu þér tíma til að fagna, þá færðu meira af því sem þú elskar.

Venus er að skjóta ástarörvum í kringum þig en þú þarft kjark og þor til að láta sjást þín spor í þeirri deild. Svo þú skalt, hvers kyns sem þú ert eða heillast af, taka upp símann, gera eitthvað í málunum.

Þú hefur engu að tapa. Ekki bíða eftir að eitthvað gerist – láttu það gerast! Opnaðu dyrnar því heimurinn bíður eftir þér.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægar Meyjur

Beyoncé söngkona, textahöfundur og frumkvöðull. 4. september 1981.

Blake Lively leikkona. 25 ágúst 1987.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. 15. september 1978.

Freddie Mercury söngvari. 5. september 1946.

Kaia Gerber leikkona og fyrirsæta. 3. september 2001.

Keanu Reeves leikari. 2. september 1964.

KLINGLAND

Aprílspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Draumar verða að veruleika

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þar sem fókus fer, lífið er

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sterk orð skapa sterkt líf

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Gerðu áætlanir sex mánuði fram í tímann

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Mikilvægt að fagna öllu sem á sér stað!

23. september til 22. október

Vogin: Eins og þú fáir auka líf í þessum mánuði

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Að hika er sama og tapa

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Ástfanginn af ástinni

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Hlaðborð í vændum!

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Líf þitt er svo sannarlega ekki lítið!

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Stórar ákvarðanir í nánd

0
    Karfan þín