Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku krabbinn minn!

Þú ert að fara inn í bjartsýnismánuð. Á því tímabili er svaka mikilvægt þú horfir bara á það sem þér finnst bjart og fallegt, láta vesen og vandamál skauta fram hjá því í þessum mánuði verður hátíð hjá þér.

Júpíter kemur siglandi inn í merkið þitt og hann hefur ekki verið þar í 12 ár. Hann er pláneta allsnægta, útþenslu og krafts. Þú þarft að nýta þér það þegar þetta dásamlega tungl er fullt í kringum 12. júlí.

Þá færðu til þín hugboð eða boð til hugans um hvernig þú leysir og kemur þér út úr þessari vesenssúpu sem þú ert í.

Þráhyggja á til að detta niður í huga þinn og þú telur þér trú um að þú sért ástfanginn af einhverri manneskju, sérstakri vinnu o.s.frv. og ekkert í lífinu gæti verið mikilvægara.

Þetta er ímyndun og ef þú hefur verið að eltast við eitthvað sem þú hefur ekki fengið í dágóða stund slepptu því úr lífinu. Þá færðu það sem þér er ætlað og mun líða vel með.

Það er mjög mikil orka í kringum allt sem getur tengst ástinni en fyrir þá sem eru á lausu verður það að vera nýbyrjað eða mun gerast næstu 30-40 dagana.

Þú ert í essinu þínu og líf þitt hefur þá burði til að allt gangi upp. Ekki skipta þér af annarra manna veseni eða reyna að stjórna eða bjarga öðrum því þá missirðu vissan hluta af þessum stórkostlegu hughrifum sem þú átt eftir að verða fyrir.

Þú mátt taka áhættu ef þér finnst þú vera kúgaður eða langt niðri á heimilinu sem þú býrð. Kannski ertu ekki á réttum stað þarna.

Þá er ég ekki að tala um hjónaband heldur annars konar tengingu, t.d. í foreldrahúsum eða hefur meðleigjendur sem ekki henta eða eitthvað sambærilegt.

Þú ert svo hlýr og aðlaðandi og þér er engin vorkunn!

Knús og kossar,
Sigga Kling

Spáin er stutt og snörp yfir sumartímann elsku hjartans vinir og hún lengist þegar dagar fara að styttast!

Deila stjörnuspánni

Facebook
X (Twitter)

Frægir Krabbar

Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.

Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.

Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.

Pamela Anderson. 1. júlí 1967.

Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.

Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.

KLINGLAND

Júlíspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þú ert villtur, hvatvís og málgefinn!

20. apríl til 20. maí

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyrir þér!

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Sagan þín verður spennandi og skemmtileg!

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Betur sjá augu en auga

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Þú þarft að endurskoða margt

23. september til 22. október

Vogin: Passaðu verndina og góða orku

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert mátturinn og þín er ábyrgðin

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú nærð alltaf árangri

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Trúin flytur fjöll

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

0
    Karfan þín