
Krabbinn: Þjálfaðu þig upp!
Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.
Elsku krabbinn minn.
Þó að þér finnist að þú hafir klessukeyrt bílinn eða sjálfan þig núna sérstaklega á síðustu tíu dögum leiðréttist það allt saman og kemur betur út en þú þorðir að vona.
Þú ert að leyfa lífinu að flæða svo fallega og að henda þér út úr því oki sem hefur að einhverju leyti fest þig. Þú þarft bara að meta þig aðeins meira því allt það fólk sem er í kringum þig metur þig eins og þú gerir það.
Fjármálin bjargast alltaf — þó á síðustu stundu sé — stórir peningar gætu orðið að þínum en í því þarftu að vera óhræddur að standa með þér.
Einnig áttu eftir að sjá að þú ert að líta betur út en áður en það er kannski vegna þess að þú færð meiri áhuga að laga þig til, fara í föt sem þú elskar, „klæða þig í daginn“ eins og Dorrit fyrrum forsetafrú sagði svo fallega.
Það eru svo miklar sviptingar í orkunni og pláneturnar í kringum okkur raðast þannig saman að annað eins hefur ekki sést í 165 ár.
Þú átt eftir að fá þessa spurningu frá fólki í kringum þig: „Hefur eitthvað verið að breytast hjá þér?“ Því þú átt eftir gera í því að heilla alla, hvort sem þér líkar vel við viðkomandi eða ekki, og í þessari orku munu hatur eða vondar tilfinningar klippast í burtu frá þér.
„Þar sem fókusinn fer, lífið er“ segi ég gjarnan svo gefðu ekki þeim sem angra þig eina mínútu í hugsunum þínum því það mun draga þig niður alveg eins og skot.
Þú þarft að þjálfa þig upp eins og þú værir að þjálfa gæludýrið þitt og þú getur það því þú ert með réttu svörin.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Krabbar
Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.
Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.
Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.
Friðbjörn Óskar Erlingsson vefhönnuður sem hannaði þessa vefsíðu. 12. júlí 1988.
Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.
Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.