
Krabbinn: Þú þarft ekki að monta þig
Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.
Elsku krabbinn minn.
Þú ert einn af fjórum merkjum sem er að fara inn í ótrúlega merkilegt tímabil sem mun vara næstu 15 ár. Þar af leiðandi er að lokast visst karma sem hefur verið að bíta í þig.
Það hreinsast út það sem hefur haldið þér niðri og þú ferð áfram eins og Speedy Gonzales! Þú stendur svo öflugur og jákvæður gagnvart vitleysunni sem er alls staðar að malla í kringum þig.
Þá er ég að meina hvað er að gerast í henni veröld eða hvers vegna þetta er svona hér á landi o.s.frv. Þú ert að fara inn í tímabil andlegs viðhorfs og færist alltaf nær og nær því að ná hinni himnesku tengingu um hver þú ert og hvernig þú framkallar sjálfan þig.
Þú skalt æfa þig í að hætta að pirrast út í persónu sem er nákomin þér, hún kann að hringja í þig oft út af engu. Æfðu þolinmæði þína því þá finnurðu ljósið í huga og sál og einnig sérðu á hversu góðum stað þú ert í lífinu.
Gefðu skilyrðislaust af þér til einhverra sem eiga það jafnvel ekki skilið, hjálpaðu þeim sem þú hefur e.t.v. ekki hjálpað áður og þá skynjarðu hvernig sú hjálp eflir þig. Þú þarft ekki að monta þig af neinu þó þú megir það því fólk sem sér þig skynjar hæfni þína.
Ekki syrgja of lengi þó andlát eða vinslit eða eitthvað í þeim dúr hafi átt sér stað heldur settu út höndina og segðu: „Þetta hentar mér ekki lengur, ég tek kraftinn minn til baka.“
Þú skalt vera tengdur vatni þennan mánuðinn; sitja við sjó, fara í sund, láta vatnið renna. Þegar þú drekkur vatn skaltu tala við það, þakka fyrir og blessa það. Líka þegar þú borðar.
Eins og bókin um vatnið sýnir að það kristallast í vatninu eftir því hvað þú segir, sjáðu bara frostrósir og alla þá fegurð í þeim. Þegar þú setur blessun út í vatnið þakkar líkami þinn fyrir en hann er 80% vatn og þá hreinsast út allar stíflur sem hafa komið í gegnum tíðina.
Ástin er í góðu lagi hjá þér. Ekki reyna að breyta manneskju sem þú elskar, þú varðst ástfanginn af öllum hennar kostum og göllum þegar þú fannst hana. Ef þú ert á lausu er ástin eins og regnbogi fyrir sumarið. Taktu lífinu létt!
Knús og kossar,
Sigga Kling
Deila stjörnuspánni

Frægir Krabbar
Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.
Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.
Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.
Friðbjörn Óskar Erlingsson vefhönnuður sem hannaði þessa vefsíðu. 12. júlí 1988.
Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.
Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.