Krabbi: Ekki samþykkja nokkrurn skapaðan hlut
Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.
Elsku Krabbinn minn.
Þú ert að hlaupa svolítið hratt á hamstrahjólinu. Það er þetta og það er hitt og það er enginn friður eins og yfirleitt ríkir hjá þér gullið mitt. Þú verður svo skapstyggur þegar þessi element eru ríkjandi hjá þér og það fer langmest bara í taugarnar á þér sjálfum. Þú hefur á tilfinningunni að það komist upp um þig varðandi eitthvað sem hefur gerst. Hentu þessu út úr heilabúinu þínu því annars kallarðu á að það komist upp.
Töfrarnir búa hjá þér. Ekki hafa einhvern móral yfir einhverju sem gerðist. Stattu beinn í baki og láttu rigna upp í nefið á þér. Þó verið sé að krefjast af þér að þú gerir eitthvað, gefir eitthvað, skrifir undir eitthvað – ef þér finnst að einhverju leyti að verið sé að ýta of mikið á þig skaltu ekki samþykkja nokkurn skapaðan hlut… allavega ekki í bili. Einnig ef einhver fer að rífast við þig – ekki rífast á móti heldur vertu bara pollrólegur og þá leysist allt og ljós þitt mun skína eins og þú vilt hafa það.
Þegar komið verður fram yfir miðjan mánuðinn gerðirðu breytingar sem þú bjóst ekki við. Þú breytir einhverju sem er ekki endilega svo stórt en það mun leiða af sér að eitthvað stærra og betra kemur til þín á næstu mánuðum. Þetta þarf tíma til að vaxa og þróast og þú finnur kærleikann streyma um þig. Þú getur alltaf fundið ef leiðinlegir dagar eru að hefjast. Þá byrjar röddin þín að hækka og tónninn verður meira skerandi. Stoppaðu þá aðeins og settu annan blæ í orðin sem þú segir. Þú ert alvaldur yfir þér, svo gefðu sjálfum þér skipanir. Það er ofboðslega magnaður tími í kringum tunglið og svo mikilvægt að þú tengir þig við þá orku og lítir betur í kringum þig því þú hefur allt sem þú þarft. Láttu þakklætið skína – þá margfaldast það sem þú hefur. Þú ert orðheppinn, töfrar þínir búa í tungunni og það er mikilvægt þú lærir ýmis tungumál vel.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Krabbahálsmen með stjörnumerki og álfaletri
Frægir Krabbar
Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.
Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.
Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.
Pamela Anderson leikkona og fyrirsæta. 1. júlí 1967.
Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.
Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.