Krabbi: Það fer ekkert fram hjá þér
Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.
Elsku Krabbinn minn, það er að koma rólegri tími núna, betra jafnvægi og aukinn skilningur á því sem er að gerast … það er eins þú finnir á þér alla skapaða hluti. Næmni þín er að hækka svo og margfaldast að það er hreint og beint ótrúlegt. Þig dreymir fyrir og skynjar allt svo miklu betur en þú hefur gert áður. Þú horfir á þig með bjartari og betri sýn, gefur frá þér svo mikið þakklæti til fólks hvort sem það á það skilið eður ei.
Þú ert líka að breyta mataræðinu eða gera einhverjar breytingar á lyfjum eða vítamínum því það er svo mikil hreinsun í líkamanum þínum að það er augljóst að þú ert að gera eitthvað sem gerir þér svo gott og lætur þér líða betur. Það eina sem allir vilja, alveg sama hvar þeir eru staðsettir í lífinu, er vellíðan eða að líða vel. Taktu eftir þeim tímabilum sem þér líður best og klappaðu þér á brjóstið því með því ertu að setja þessa strauma inn í blóðrásina (á ensku er þetta kallað tapping). Þar sem frumurnar þínar hafa minni ertu að stilla inn vellíðanarorku þína.
Þegar líða tekur á mánuðinn er ástin að ná jafnvægi, ný ást getur kviknað og gömul ást endurbætt sig vegna þessarar þakklætisorku sem streymir frá þér. Þó þú hafir lent í ástarsorg eða annarri sorg slepptu því alveg að láta þær hugsanir fljóta í gegnum huga þinn því sá tími er búinn og að horfa í baksýnisspegilinn þýðir það að þú klessir bara á! Útkoman er sú er að nýtt og betra líf er að heilsa þér. Það er bara staðreynd.
Knús og kossar,
Sigga Kling
Frægir Krabbar
Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.
Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.
Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.
Pamela Anderson leikkona og fyrirsæta. 1. júlí 1967.
Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.
Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.