Krabbinn: Þú ert súperstjarna

Krabbinn er frá 21. júní til 22. júlí.

Elsku krabbinn minn.

Þú þarft að taka sérstaklega til greina þegar fólk er að hrósa þér eða þú heyrir utan af þér hversu vel þú ert liðinn. Á köflum ertu að stúdera sjálfan þig á svo neikvæðan máta og mundu að þú getur sagt skilið við allt og alla nema sjálfan þig.

Þú þarft að vakna með þér og sofna með þér líka, þú þarft að elska þig eins og súperstjörnu því það ertu svo sannarlega.

Þú ferð að taka að þér of mörg verkefni eða að taka að þér of mikið af fólki sem á bágt. Þú getur GEFIÐ þér tíma í þetta en ef þú finnur pirring yfir því að enginn annar er að hjálpa til þarftu að endurskoða hvað er að gerast.

Það er mikill hraði í kortunum þínum og þú ert oft að pína þig áfram, hvort sem það tengist hreyfingu, mataræði eða fólkinu þínu. Þá er svo mikilvægt að þú gefir þér meiri slaka. Segðu bara: „Slaka elskan mín, slakaðu á!“ því eins ljúfur og góður og þú ert býr stjórnunarandi í þér.

Að kippa í spotta og þurfa að skipta þér af einhverju sem hentar þér ekki. Þú verður svo pirraður ef þú fitnar aðeins eða horast of mikið, þú þarft að hafa allt á hreinu til að ánægjuvogin þín fari upp.

Þessi mánuður er umbyltingarmánuður hvað hugarfar varðar. Það þýðir að hugsanir þínar verða mildari og eins og ég segi: „Það eina sem drepur eru hugsanir.“

Yfir þér er skapandi andi, hvort sem tengist skrifum, að taka upp myndbönd eða að ögra þér á einhvern máta sem verður þér hollt. Þú hendir burt þeirri hræðslu um að einhverjir séu að hugsa um þig, það skiptir þig engu máli hvað aðrir séu að hugsa.

Þú átt svo gott með að setja andlegu málin í baráttuhugsun gagnvart því sem þér finnst kremja líf þitt eða huga. Þó í raun ekkert hafi gerst því þú hefur svo frábært ímyndunarafl. Einhvers konar leiðrétting kemur í ljós, sannleikurinn, varðandi einhvers konar lögfræðimál, dómsmál eða þess háttar. Sannleikurinn mun koma í ljós.

Stundum er gott að hleypa að sér nýju fólki sem hefur eitthvað annað að segja sem nærir huga þinn. Þú átt til að verja tíma þínum of mikið með sama fólkinu og nú er ég ekki að tala um maka. Þú munt rjúfa þægindahringinn á þessu sviði og næra þig á nýjum skoðunum og finna út hvað þér hentar betur.

Knús og kossar,
Sigga Kling

Frægir Krabbar

Lafði Diana Spencer betur þekkt sem Díana prinsessa. 1. júlí 1961.

Margot Robbie leikkona og framleiðandi. 2. júlí 1990.

Meryl Streep leikkona. 22. júní 1949.

Pamela Anderson leikkona og fyrirsæta. 1. júlí 1967.

Stefán Hilmarsson söngvari og textahöfundur. 26. júní 1966.

Tom Cruise leikari. 3. júlí 1962.

Febrúarspá Siggu Kling er komin í hús!

21. mars til 19. apríl

Hrútur: Þetta reddast allt

20. apríl til 20. maí

Nautið: Þú ferð að taka eftir litlu hlutunum

21. maí til 20. júní

Tvíburar: Þú hefur mjög góð spil á hendi þér

21. júní til 22. júlí

Krabbinn: Þú ert súperstjarna

23. júlí til 22. ágúst

Ljón: Leyfðu þér að hvílast

23. ágúst til 22. september

Meyjan: Að halda eða sleppa í ástinni?

23. september til 22. október

Vogin: Þú nennir ekki að taka þátt í leiðindum

23. október til 21. nóvember

Sporðdreki: Auðveldir hlutir gefa enga útkomu

22. nóvember til 21. desember

Bogmaður: Þú ert opinn fyrir lífinu

22. desember til 19. janúar

Steingeit: Þú færð betri söðu en þú bjóst við

20. janúar til 18. febrúar

Vatnsberinn: Þú hefur segulmagnað aðdráttarafl

19. febrúar til 20. mars

Fiskurinn: Þú verður eins og hamingjusamur hvolpur!

is_ISÍslenska